Alþýðublaðið - 13.04.1966, Qupperneq 16
Pistill eftir páska
Hvernig myndi hin íslenzka
teska taka bjórnum Hún mundi
atf sjálfsögðu segja: „Komdu
fagnandi — enginn verður full
ur af einum bjór“, og liggja svo
í |»vi það sem eftir væri ævinn
ary. . .
Þjóðviljinn.
Hjá þeim ágæta vitringi, sem
veit grein I Þjóðviljann nývef
tð og vinur minn hér fyrir of
an vitnar í stóð líka þetta:
„Einn er sá líkamlegi lýtir sem
fylgir bjórneyzlu og er algeng
ur I þeiin nágrannalöndum okk
ar sem bjór hafa. Það er hin
svokallaða bjórvömb. Þetta fyr
ttbrigði myndi brátt skreyta
margan íslendinginn og yrði
með tímanum dæmigert tákn
fyrir islendinga.“ — Ég vil
bæta því við þessa speki, að
tnér virðist, að við þurfum ekki
bjór til þess að fá væna keis
t blessuðu velferðarríkinu okk
Wi • • •
Grey kellingin er svaka bold
ang og tekst ekki að grenna
tdg. Djöfull var hún spæld, þeg
ar hún fékk þennan málshátt
i páskaegginu sínu: Oft er lít-
4ð innan í miklum umbúðum.
ÞAÐ eru gömul og ný sannindi
að á mánudögum hertekur hvers
dagsleikinn sálina. Þá er heil
vika á herðum vorum og ekki
að undra þótt bakið bogni und
an byrðinni. Það er ekki fyrr en
komið er fram yfir miðja vikuna
sem örlítið tekur aftur að hýrna
yfir sálartetrinu. Hver þekkir
ekki hú'ganginn, sem fjallar um
áhrif vikudaganna á líðan manna:
Fimmtudagur er í dag(
föstudagur á morgun,
laugardagur læðist að
litlum meður sorgum.
Páskarnir eru liðnir, lengsta frí
ársins. Hugurinn hafði daðrað við
tilhlökkunina um langt skeið.
Hver hafði ekki séð í hillingum
heila viku af frídögum, saman
lagt 120 klukkustundir?. Ó, hvílík
dýrð: Éta, sofa, lesa. . .
En einhver óljós grunur um
vonbrigði frá fyrra ári læddist
á tánum um hugann. Kjúklingarn
ir mundu þó ekki hafa reynzt svo
góðir að ekki hafi verið viðlit ann
að en eta af þeim meðan eitthvað
var til? Ánægjan af þeim mundi
þó ekki liafa breytzt í þembing,
vindgang og höfuðverk? Svefninn
mundi þó ekki hafa verið sætur
og unaðslegur fyrsta sólarhringinn
en eftir það engu líkara en heils
an hefði farið veg allrar verald
ar? Gat það verið rétt minni( að
maður hafði geispað og gapað og
orðið því syfjaðri því meir sem
sofið var? Bóklesturinn hlaut þó
að hafa verið til yndisauka, svona
í fyrstunni að minnsta kosti. En
þegar á leið, tók þá kannski lík-
aminn að gefa sig? Ef maður lá
uppíloft, leið þá ekki á löngu þar
til gigtarófétið hljóp. í hrygginn
og náladofi í berandann? Ef mað
ur .studdi hönd undir kinn, var
þá höndin orðin dofin eftir ör
fáar mínútur?
Voru þannig líkamlegar þreng
ingar sýknt og heilagt að trufla
þann andlega unað, sem bókar
menntin veitti? Eða var þetta mis
minni?
Að sjálfsögðu var liugrenning
um af þessu tagi umsvifalaust
vísað í yztu myrkur. Og fyrr en
varði opnaðist himnaríkið: Pásk
arnir gengu í garð. Lengsta frí
ársins var hafið. En hvað var
hægt að gera?
Á föstudaginn langa var ég stað
ráðinn í að n.ióta útiveru í faðmi
blárra fjalla. Ég lagði af stað til
Þingvalla til þess að „teyga him
insins sólfagra brunn“ á helgasta
bletti landsins. En, æ: Ég var
ekkj kominn nema rétt upp fyrir
Gliúfrasteininn hans Laxness, r
ljómandi skapi og þuldi spakmæli:
Vegur var undir, vegur var yf
ir, vegur á alla vegu. . . í sama
bili komst ég að þeirri óþægilegu
staðreynd, að þarna var enginn.
vegur. Hann lét bókstaflega und
an og vagninn minn sökk upp að
mitti í foraðið. Jeppi kom á vett
vang og björgunarstarfsemi var
liafin, kaðalspotta brugðið utan
ura stuðarann og þetta virtist ætla
að lagast. En það var ekki kaðal-
spottinn sem brást eins og ég ótt
aðist heldur fór stuðarinn af. Þetta
sannar ótvírætt, hversu íslenzkir
vegir eru gerðir úr þéttu og var
anlegu efni. Það hefur bara láðst
að reikna með ýmsum leiðinlegum
fyrirbærum, eins og óstöðugu veð
urfari og öðru þvílíku. Einungis
virðist það ekki hafa verið haft
nægilega hugfast, að vegir eru
til annars en að merkja þá inn
á kort. Það þarf nefnilega stund
um að aka eftir þeim líka.
Ég tók þessar hrakfarir sem
bendingu æðri máttarvalda. Mann
eskjan átti auðvitað ekki að vera
að þeysast um fjöll og fimindi á
helgum dögum, heldur hlýða á
guðsorð. Þess vegna lagði ég af
stað . til Jcirigu . á páskadaginn,
klæddur fegursta skrúða og orð
inn heilagur þegar af tilhugsun
inni einni s.aman. En, æ! þegar
ég kom að kirkjudyrunum, var
þar fyrir stór. hópur manna, rétt
eins og fyrir utan Hótel Sögu á
laugardagskvöldum. Kirkjan var
orðin troðfull og fiöldi manna
varð frá að hverfa. Svo er verið
að hundskamma þióðina fyrir of
litla trúrækni og óguðlegan þanka
gang!
Eftir þessa mi-heonnuðu kirkju
för var mér öllum lokið. Ég komst
í. DÓlit.ískan kosningaham og bölv
aði bióðfélaginu { sand og ösku:
Og mujj ég svo ljúka þessum eft
irpáskapistli með svohljóðandi til
lögu og greinargerð til forráða
manna þjóðarinnar:
Það hlýtur að teljast með öllu
óviðunandi að gefa þegnum þjóð
félagsins frí í heila viku án
þess að gera nokkrar ráðstafanir
til þess að þeir geti drepið þessa
120 klukkutima á einhvern huggu
legan máta. Hið opinbera verður
að grípa í taumana og skipa tíu
manna nefnd til þess að rannsaka
málið mjög ýtarlega. Eftir tíu til
tuttugu ár skal hún skila greinar
gerð, sem ekki má vera minna en
hundrað síður í fólíóbroti. Eftir
nokkurra ára umþenkingu ráða-
manna skal samið frumvarp upp
úr greinargerðinni og lagt fýrir
Alþingi. Þar ber að venju að rífast
um frumvarpið í nokkur ár. Úr
þessu er allt í lagi. Þá er vanda
málið nefnilega ekki lengur aðkall
andi, því að þá verða allir lands
menn dauðir úr páskasyfju og o£
áti. . .
spauQ
Segið nú dómaranum hve heitt þér elskið konuna yðar!