Alþýðublaðið - 15.04.1966, Side 5

Alþýðublaðið - 15.04.1966, Side 5
UM VIETNA OG ANNAÐ í NÝLEGA útkomnum Bii-tingi (1.-3. hefti 12. árgangs 1966) er að yanda birt margt af þýddum Ijóðum. Þar þýðir Einar Bragi tíu smáljóð eftir Gunnar Björling, þrjá sígaunasöngva og sjö ljóð eftir pólsk nútímaskáld, Zbigniew Herbert, Tadeusz Rósewicz og Bob- dan Drozdowski, allt. úr sænsku; Magnús Á. Árnason þýðir ljóð eft- Ir Alan Moray Williams en .Tón úr Vör fimm kínversk ljóð; Thor Vil- hjálmsson þýðir ljóð eftir Göran Sonnevi, Zbigniev Herbert og Mi-' roslav Holub, Tékka, úr sænsku og ensku; Sigurður A. Magnús- son þýðir tvö ljóð eftir Nikos Gatsos úr grísku, og Jóhann Hjálmarsson fjögur ljóð eftir Börje Sandelin, Svía, en tvö eftir Zbigniew Herbert. Herbert þessi er sýnilega vinsæll meðal Birt- ingsmanna um þessar mundir, ekki færri en sex ljóð eftir hann í þýðingu þiúggja þeirra í þessu hefti. Það er reyndar engin nýbóla að margt sé ljóðaþýðinga í Birtingi sem sjá má af efnistali ritsins 1955 —1964 sem fylgir þessu hefti, 34 síður að lengd. Og Birtingsmenn eru drjúgir yfir þýiðngum sínum, eða það er að ráða af ummælum Einars Braga í greininni Af skornum skammti, þar sem hann kvartar undan því tómlæti sem þýðingum Jóns Ósk- ars og Geirs Kristjánssonar í Birtingi í fjTra hafi verið sýnt; þeirra hafi verið getið í einni línu aðeins í einhverri blaðafregn. „Hverjar voru þá þessar ljóða- þýðingar sem metnar voru einnar línu virði að fréttagildi?” spyr Einar Bragi. „Jón Óskar birti þarna þýðingu á höfuðsmíð eins fremsta ljóðskálds Frakka, hinu mikla ljóði eftir Blaise Cendrars um Síberíulestina og Jóhönnu litlu frá Frakklandi — samtals 20 tímaritssíður, margra mánaða elju verk ágætlega af hendi leyst. Með öðrum orðum stórvirki sambæri- legt við þýðingu Magnúsar Ás- geirssónar á Kvæðinu um fangann eftir Wilde eða Hinum tólf eftir Blok.” Ekki veit ég gerla með hve stór- um blaðafyrirsögnum Tólfmenn- ingum Bloks eða Kvæðinu um fangann var tekið þegar þau birt- ust fyrst í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar. Endá er það svo, sem betur fer, að það sætir ekki tíð- indum út af fyrir sig að maður þýði kvæði; hitt varðar öllu hversu verk hans lánast, hvort kvæði hans á íslenzku sé í frásög- ur færandi. Það telur Einar Bragi sýnilega um þessa þýðingu Jóns Óskars og skal ekki deilt um þann smekk að sinni, enda mun reynsla skera úr. En því er ekki að leyna, því miður, að einatt virðist há- vaðinn af ljóðaþýðingum Birtings næsta lítilmótlegur skáldskapur á * BILUMN Eent an Icecar Sími 1 8 3 33 wsimPw&mF, BIRTINGUR BIRTINGt'i íslenzku þó fjölbreytt sé höfunda-mælanlegra staðreynda kvæðisins valið og margir þýðendur leggiað tilfinning þess öðlast gildi sitt: hönd á plóginn. Fer ekki hjá því að furðu setji að þeim lesendum sem vita það eitt að hér snúa góðir og gegnir höfundar verkum nafn- kunnra skálda annars staðar, — en hinir eru vitaskuld miklu færri sem eiga kost á að bera saman þýðingar og frumkvæði og gera sér grein fyrir því hvor bregðist, skáldið eða þýðandi hans. Fæst af ljóðaþýðingum Birt- ings þessu sinni orkar á undirrit- aðan sem niarkverður skáldskapur þó auðvitað séu þetta misjafnir tejctar cins og gengur. En hér skal einungis litið á eitt dæmi, bæði vegna þess að mér virðist það á- hugavert í sjálfu sér, og eins kann það að vera vitnisbært um vand- kvæði fleiri Birtingsmanna við þýðingarnar. Dæmið er þýðing Thors Vilhjálmssonar á kvæðinu Um stríðið í Vietnam eftir Gör- an Sonnevi, sænskt skáld sem birti kvæði sitt fyrst í Bonniers litterara magasin í fyrravetur. Það vakti þá athygli og jafnvel umræður í Svíþjóð; hér sem allir eru sí og æ að láta sig dreyma um ádeilu mættu menn vel taka eftir því. Það er nefnilega raun- kvæðið sinn sannleika. Ekki svo að skilja að þýðingin sé „röng” svo neinu nemi. Það er að vísu óljóst hvers vegna Thor breytir þátíð í nútíð í upphafs línuin kvæðisins, og ekki sjáanleg: ur ávinningur af því. Og síðar í kvæðinu gætir sums staðar mis- skilnings. „Snöar igen” í næstsið- ustu línu merkir „fennir í kaf,” ekki „snjóar á ný.” í línunum: I en annan film för ett par veckor sedan intervjuades de amerikanska helikopterförarna av CBS. En av dem beskrev sin utlösning nar han antligen fick skott pá en ”VC”: han slungades tre meter fram av raketerna virðist síðasta setningin éiga við skyttuna en ekki skotmarkið eins og í þýðingunni. Að öðru leyti er þýðingin sæmilega nákvæm, réttri merkingu fylgt að mestu orð fyrir orð. En rétt merking orðanna dugir því miður skammt sé henni verulega heppnað ádeilukvæði, [ ekki fylgt eftir, ef orðin hafa ann- kvæði sem lýsir pólitískri afstöðu : að gildi, annað svið í þýðingunni án þess að verða ónýtur skáld- * en frumkvæði. Þar hefst vandi skanur fyrir vikið; maður gæti ' þýðandans. Og í þessum skilningi jafnvel sagt: verður góður skáíd- er þýðing Thors Vilhjúlmssonar skanur í krafti sinnar pólitísku af- j æði-ónákvæm enda allsendis ófull- stöðu. Og það sem fyrst vekur at- ! næg.iandi. Ilann þýðir til að hveli í kvæðinu er hófstillt, hlut- mynda „ándrades ljuset” í upp- læenisleg tónteeund þess, fullkom- hafslínu kvæðisins og „den natt lega liversdagslegt orðfæri. Það som .... ándrar sitt ljus” í loka- lætur sér nægja að lýsa ’ stað- línunum með „breytist ljósið” og revndum, bregða upp raunhæfum „þeirri nóttu sem .... breytir skynmyndum: það er vegna ómót- ' birtu sinni.” Þetta kann að vera „rétt”. En miðlar þýðingin þeirri endanlegu „birtubreytingu” atóm- sprengingar sem frumkvæðið veit- ir tvímælalausa vísbendingu um? í kaflanum sem tilfærður var að framan skilar „fróun” í þýðing- unni ekki nema broti merkingar- innar í „utlösning”. Og skömmu áður er afkáralegt að tala um að „heyra” eitthvað frá einhverju tilteknu „sjónarmiði”; í frum- kvæðinu segir: „fr&n de beskjutn- as sida”. Kaflinn er svona í þýð- ingu Thors: í gærkvöldi í sjónvarpinu sáum við kvikmyndaþátt frá sjónarmiði Vietcong, fengum að heyra letilegan vængjaþyt þyril- vængjanna af jörðu frá sjónarmiði þeirra sem skotið er á. í annarrl kvikmvnd fyrir nokkrum vikum var viðtal við hina amerísku þyrluflugmenn tekið af CBC. Einn þeirra lýsti fróun sinni þegar hann hæfði loksins einn ”VC”: Hann hentist áfranV um þrjá metra þegar skeytið hæfði hann. Þessi atriði kunna að virðast smá- vægileg hvert fyrir sig. En sam- anlögð hjálpast þau að við að hnika þýðingunni burt frá frum- kvæðinu, sljóvga orðfæri þess, eyða tilfinningunni sem kvæðiií lýsir: þeim óhugnaði sem er óhjá-, kvæmilegur hverjum sem leiðir hugann að stríðinu í Víetnam. Hinu sama fer fram síðar í kvæðinu. Þannig verður þýðingunni ekki mikið úr hæðnistóni þess þegarj kemur að samanburði Svíþjóðar og Víetnams: c Har dör knappast nágon av annat án personliga skál. Den svenska 1 !* ekonomin dödar numera inte mánga, i varje fall a inte hár i landet. Ingen för krig i várt land för att skydda sina egna intressen. Ingen branner oss med napalm för en feodal frihets skull. Pá 14- och 1500talen fanns ing- en napalm. i En þetta verður í býðingunni:' Hér deyr varla nokkur nema af persónulegum ástæð- um. Hinar sænsku efnahagsástæður drepa ekki marga Iengur, altént ekki hérlendis. Enginn heyr strið í okkar landi til að vernda sína eigin hagsmuni. Fnginni brennir okkur með napalm . fyrir mélstað lénsskipulags- frelsisins. Á 15. og 16. öldum var ekkert napalm. Framhald á 10. síðu. ALÞVÐUBLAÐIÐ - 15. apríl 1966 5 t

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.