Alþýðublaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 6
Gauti Hannesson: ERKI OG DÝRAVERNDUN NÚNA á laugardaginn fyrir páska gaf póststjórn Bandaríkj- anna út nýtt 5 centa frímerki, í minningu þess, að þann dag voru liðin 100 ár frá stofnun fyrsta dýraverndunarfélagsins í USA. Á rauð-brúnum bakgrunni vinstra megin á merkinu, er mynd af hundi. Frímerkið er teiknað af listamanninum Norman Todhunt- er, sem liefur einnig gert sum af þeim frímerkjum, er út hafa kom- ið í Bandaríkjunum sl. 5 ár. „Mod- el” hans var að þessu sinni hund- urinn „Babe,” 4 ára gamall. Út- gáfustaður var New York, um upplag er ekki vitað. Fjölmörg dýravina- og dýraverndunarfélög eru nú starfandi í USA, en kunn- ast af þeim mun þó vera: „The American Soeiety for the Preven- tion of Cruelty to Animals,” sem venjulega er skammstafað „A.S. P.C.A.”. — Upphafsmann að stofn- un dýraverndunarfélags í Ameríku Fermingar- gjðfir Hárþorrkur Með hitastilli Kr. 1.115.— Án hitastillis Kr. 870.— EVA Hárliðunariárn Kr. 760.— Gólfstatif fyrir hár- þurkur. Kr. 365.— —Z3R.JHx-foJn-CL. V/Óð instorg. má hiklaust telja Herry Bergh, en hann var uppi í N. Y. fyrir 100 ár- um síðan. Hann varð eitt sinn sjón- arvottur að hroðalegri misþyrm- ingu á vagnhesti á götu í New York. Þá stóðst hann ekki mátið og lét hendur skipta við ekilinn, eiganda hestsins. Fólk safnaðist brátt að, og Bergh heyrði fljótt, að hann hafði fulla samúð þess við sinn málstað. Og skömmu síðar stofnaði hann fyrsta dýravernd- unarfélagið, eða eins og fyrr seg- ir 9. apríl 1866. Mikið vatn hefur síðan til sjávar runnið og fjölmörg eru þau nú orðin félögin vestur þar, sem vinna að verndun dýra. Mörg dýrasjúkrahús hafa verið reist fyrir þeirra tilverknað, svo og dýra-dvalarstaðir, þar sem fólk getur fengið dýr sín geymd, meðan það fer í ferðalög. Aflífunarstöðv- ar fyrir dýr þykja og sjálfsagðar stofnanir i öllum stærri borgunum. DÝRAVERNDUN Á ÍSLANDI. Eru þessi mál í góðu lagi hjá okkur hér á landi? „Já,” mun vafa- laust margur svara. „Hér á landi fara engir illa með skepnur leng- ur, núna fella engir úr hor.” En svona einfalt er málið ekki, þótt horfellir að vori sé orðinn fátíð- ur. Við skulum hugsa okkar, að við séum stödd á þingi Sambands Dýraverndunarf°Iags íslands, sem síðast var haldið í árslok 1964. Fulltrúar félaeanna í Reykjavík og utan af landi flvtja þar skýrsl- ur sínar, og kennir þar margra grasa. Skulum við í huganum fylgja þeim í smá-hringferð um landið og slepoa þó öllum staða- og sýslu-nöfnum, enda skipta þau ekki máli í þessu sambandi, held- ur hitt, að þessir atburðir hafa raunverulega gerzt fyrir stuttu síðan. HEYLAUS AÐ HAUSTNÓTTUM. Við höldum af stað út úr borg- inni. Þetta er á haustdegi og við hittum bónda einu að máli. Hann á allmargt fé, nokkur hross en fá- ar kýr, enda er jörð hans fjárjörð fyrst og fremst. En er við gætum inn í hlöður hans, reynast þær tómar. Það hafði gleymzt að heyja um sumarið. Þegar við spyrjum bóndann, hvernig hann ætli að sjá fyrir bústofni sínum, er svarið á þá leið, að hann sé nú vanur því, að kaupa bara hevið að vetrinum og flytja það heim eftir hendinni. Setjum nú svo, að þessi bóndi búi á jörð, þar sem snjóþyngslin voru mest í vetur. Hvernig fer hann að því að aka heim heyi „eftir hend- inni,” þegár allir vegir eru ófærir vegna snjöa? TRYPPIÐ í JEPPAKERRUNNI. Við ökum áfram og mætum jeppabil með kerru festa aftan í bg er strigi breiddur yfir. Hvað er í kerrunni? Er við lyftum strig- anum og lítum á, sjáum við tryppi liggjandi i kerrunni, bundið á fram- og afturfótum og kaðli brugðið á milli. Hvað sögðu þessi dökku áugu, sem störðu á okkur þarna úr járnkerrunni? Og við ök- um áfram eins og leið liggur og komum í kauptún eða er það kann- ski orðið kaupstaður. Það skiptir ekki máli, en við rekum augun í eitt af þessum rúllu-hliðum og þetta hlið var á vegi eða götu, sem lá heim að einni aðalbyggingu staðarins. Þessi rúlluhlið eru þannig, að láréttar pípur liggja hlið við hlið, fastar í báða enda, en geta þó snúizt, ef út á þær er farið. En því stöldrum við við þetta hlið, að okkur finnst milli- bilið milli járnpípanna nokkuð breitt, eða einir níu sentimetrar! Fullorðnir hestar mundu kannski sleppa við að missa fót niður á milli þessara járnsívalninga, en Guð hjálpi litlu folöldunum, sem ef til vill álpuðust út á þessa gildru mannanna. FÓTALAUSIR FUGLAR. Áfram höldum við og leiðin liggur um sendna fjöru við sjóinn. Það er vor í lofti, „vell” í spóa og „bí” í lóu blandast saman við klið sjófuglanna. Þetta er vorsin- fónían íslenzka, öllum sinfóníum yndislegri, En hvað er það, sem liggur þarna í fjöruborðinu? — Dauðir svartfuglar og þar að auki fótalausir. Hvað hefur skeð hér? Jú, einnig þetta er okkur mönnunum að kenna. Þessir dauðu og fótalausu svartfuglar tala þegjandi sínu máli. Það voru þeir, sem grunlausir skriðu upp á fleka veiðimannanna og festu fætur sína í egndum nælonsnörum. Áður fyrr var hrosshár notað í snörur þessar og var þó veiðiaðferð þessi alltaf frekar illræmd. Svo kom nælongarnið til sögunnar. Það er kannski veiðnara en lirosshárið, en hefur þann ókost, að stundum skera þessar nælonsnörur hrein- lega fæturna af fuglunum. Síðan þegar dauðinn hefur miskunnað sig yfir þessa fótalausu vesalinga, rekur þá hér upp á sandinn, Við höldum áfram, en einhvern veginn hljómar vorsinfónían ekki eins vel í eyrum og áður. KÖTTURINN í SKURÐINUM. Við erum að koma heim. Það er hrimgrár haustmorgun og kulda- legt yfir að líta. Heima er bezt. Ekkert svona Iagað getur gerzt hér hjá okkur — og þó, hvað eru verkamennirnir og lögreglan að bisa við þarna niðri í skurðinum? Eftir skurði þessum rann vatn, grunnt að vísu sums staðar en dýpra á öðrum stöðum. Lögreglu- þjónarnir tóku eitthvað, vafið innan í poka, upp úr skurðinum, en í pokanum reyndist vera köttur nær dauða en lífi af kulda og þrevtu. — Verkamennirnir höfðu ho’-fið frá vinnu þarna kl. 7 kvöldið áður. Einhverntíma kvöld- ið eftir eða um nóttina hafði kett- inum verið kastað í skurðinn. En eins og áður er sagt, var vatnið grunnt og með því að sveigja hálsinn, tókst kettinum að halda liöfðinu upp úr vatninu, þar til hjálpin barst. Hve marga klukku- tíma barðist þetta harðgerða dýr fyrir lífi sínu þarna niðri í skurð- inum? Það vitum við ekki. Þá sváf- um við á okkur græna eyra í hlýj- um rúmum okkar í þeirri sælu trú m. a. að dýraverndunarmálin séu í ágætu lagi hjá okkur. — Fleiri sögur af þessu tagi mætti tína til — því miður. Víða er pottur brot- inn í þessum málum. Dýraverndunarfélag Reykjavík- ur er ekki stórt félag og lætur e. t v. of sjaldan fró sér heyra, en geta má þess, að eitt af áhugamál- um félagsins í dag er það, — að byggja dýraspítala og þá einnig aflífunarstöð fyrir þau dýr, sem fólk óskar eftir að fá deydd. — En félagið er félítið og getur því lít- ið aðhafzt í þessum málum, nema allmikil fjáröflun kæmi'til. FRÍMERKIN GÆTU HJÁLPAÐ. Póststjórnin íslenzka liefur oft hlaupið undir bagga með líknar- félögum og hjálpað þeim með út- gáfu líknarmnrkja, en það eru fri- merki með aukagjaldi. Þau eru ein fimm eða sex, sem fengið hafa stuðning með frímerkjaútgáfun* núna á síðustu árum. Má þar nefna til dæmis: Barnaheimili, Elliheim- ili, Slysavarnir, Reykjalundur, Rauði krossinn og Líknarsjóður Is- lands. — Engin goðgá væri því að hugsa sér þann möguleika, að póst stjórnin hlypi hér undir bagga með dýraverndunarfélögum þeim, sem starfandi eru og hjálpaði þeim með frímerkiaútgáfu til þess að byggja dýrasbítala og aflífunar- stöð. Þessari hugmynd er hér með skotið til réttra aðila og vafalaust er það, að ýmsir mundu rétta hjálparhönd, ef af framkvæmdum yrði, því að dýraverndunarmálin eru góð mál, sem margir vilja styðja. SKARPAR FILMUR GEFA BEZTAR MYNDIR NOTIfl _ FILMUR AGFA-CEVAERT 0 15. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.