Alþýðublaðið - 15.04.1966, Síða 8

Alþýðublaðið - 15.04.1966, Síða 8
Strax og vorar og hlýnar í iofti, taka börnin til við útileikina. Hér í opó- unni birtast nokkrar myndir af giöðum börnum í leik. Það var milt og gott veður í fyrradag, og víða sáust börn við vorleiki. Inni í Bústaðahverfi hitt um við þessi börn, sem sjást hér á myndunum, sum voru í indíána- leik, sum voru að róla sér. í indí- ánaleiknum voru þrír indíánar, tveir strákar og ein telpa, og þrír aðrir strákar, sem auðvitað voru að eltai indíáKana. Auð^ekktur var foringi indíánahópsins, því hann bar fjaðrir marglitar á höfði og stórt og mikið tré=pjót. Enda var hann vígalegur mjög er hann mundaði spjótið. Af því að þetta voru ekki alvöru indíánar þustum við að í miðjum bardaga alls óhrædd og strax datt á dúnalogn og allir hættu að berj ast, þegar við spurðum, hvort við piættum taka mynd af hetjunum. — Já, já komið þið strákar. það á að taka mynd. (Þeir voru að kalla í fleiri, sem stóðu álengdar, en þeir hættu sér ekki nær). — Og hvað heitir svo indíánafor inginn? Það var sá með marglitu fjaðrirnar, sem spurður var — Jón Pétur, kallaður Nonni. Það voru margir, sem svöruðu. Þetta voru skemmtileg og ræðin börn. Litla telpan í hópnum vildi þó alls ekki segja neitt og virtist hálfhrædd. svo bróðir hennar hélt verndandi utan um hana. — Hún heitir Svava, sagði hann, hún er systir mín og er tveggja ára. — En hvað heitir þú þá? — Ég heiti Jóhannes Eggerts- son. — Hvað ertu gamall? — Ég er sex ára. — Og finnst þér ekki gaman í indíánaleik? — Jú, það finnst mér. — Jú okkur finnst öllum gam- an í indíánaleik, heyrðist frá hin- um líka. Á róluvellinum þarna rétt hjá voru nokkur börn að leik. Tveir drengir, Ingi Þór og Jóel róluðu sér svo hratt, að við lá, að rólurn- ar færu yfir um, að minnsta kosti virtist það svo, en slíkt getur víst alis ekki komið fyrir rólur sem betur fer. Og í næstu rólu við sat 'tálpuð telpa með lítinn dreng. — Er þetta bróðir þinn? spurð um við hana. — Nei, ég er bara að passa hann. Hann á heima í sama húsi °g ég. — Og finnst honum gaman í rólu. Er hann ekkert hræddur? — Já honum finn'-t gaman. Hann er ekkert hræddur. Ég sveifla rólunni líka svo hægt til þess að hann detti ekki. — Hvað heitið þið? — Ég heiti Ásrún og hann heitir Stefán Örn. — Megum við taka mynd af ykkur? — Já, já, Það var Ásrún sem svaraði. Stefán Örn sagði ekki neitt, horfði bara á okkur. Kannski var hann ekkert allt of hrifinn af þessari athygli sem beindist að lionum. TEXTI: ANNA BRYNJÚLFSÐÓTTIR MYNDIR: JÓHANN VILBERG Það er spennandi að vera í indíánaleik, það finnst að minnsta kosti drengjununx Jóhannesi, Nonna, Ástrún og Stefán Örn í rólunni. Þórði, Þorstsxni og Hirti. S 15. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLA&IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.