Alþýðublaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 3
» Rætt við formann Verkamannaflokksins í Grimsby og varaborgerstjórann þar — Jafnaðarmenn hafa hreinan meirihluta í borgarstjórninni í Grimsby, sagði Jack Franklin borgaríulltrúi og formaður verkamannaflokksins þar, en hann var einn af gestunum frá Grimsby, sem hér dvöldu í fyrri viku. Alþýðubiaðið ræddi lítillega við Franklin áður en gestirnir héldu heimleiðis. — í Grimsby er borgarstjóra embættið einskonar viðhafnar staða, sem flokkarnir skiptast á um að tilnefna menn í. Borgar stjórinn kemur fram fyrir liönd borgarinnar á samkomum og við hátíðleg tækifæri, en lians starf á ekkert skylt við að vera framkvæmdarstjóri bæjarfé- lagsins, eins og til dæmis er hjá ykkur. í fyrra var einn af borgarfulltrúum okkar borgar- stjóri og nú eftir mánaðarmótin verður aftur skipt um, sagði Franklin. — Kýs Grimsby þá ekki líka jafnaðarmenn á þing? — Það hefði ég nú haldið, sagði Franklin, og í kosningun um núna síðast unnum við mjög glæsilegan sigur, — feng- um átta þúsund atkvæða meiri hluta. Það er sameiginlegt með flokknum okkar í Grimsby og AlþýÖuflokknum í Reykjavík, að báðir leggja til menntamála ráðherra í ríkisstjórnir landa sinna, því Crosland þingmaður okkar er menntamálaráðherra í stjórn Wilsons. — Hvaða vandamál glimiri borgarstjórnin í Grimsby helzt við? Ég býst við, að þegar allt kem ur til alls, þá séu vandaiháJin hin sömu í aðalatriðum og J ér. Heildarupphæðin í fjárhagsá- ætlun okkar er sex til sjö mill- jónir sterlinspund, en um 40% þeirrar upphæðar innheimtum við í formi eignaskatta. Við fá- um allmikið fé frá rikisstjórn- inni, eins og önnur bæjarfélög í Bretiandi og nemur það lík lega svipaðri upphæð og skatt heimtan. Afganginn af tekjun- um fáum við svo með ýmsum liætti. Borgin hefur til dæmis nokkrar tekjur af íbúðum sem hún á og leigir út, en íbúðir í eigu hennar munu alls vera um sex þúsund. — Eru mikil húsnæðisvand- ræði í Grimsby? — Þau eru ekki svo tiltakan leg. Það er að vísu alltaf nokk- ur skortur á húsnæði, en ekki meira en almennt er í Bret- landi um þessar mundir. í Grimsby höfum við einbeitt okkur að útrýma heilsuspillandi húsnæði og hefur orðið vel ágengt i þeim efnum. Bæjarfé- lagið er um þessar mundir með áætlanir á prjónunum um bygg ingu þrjú þúsund íbúða. — Hvernig hús byggið þið helzt? — Yfirleitt eru þetta einbýl- is eða raðhús. Við höfum byggt nokkur fimmtán hæða fjölbýlis hús, en reynslan hefur orðið sú, að fólk er ekki sérlega ánægt með þau og býst ég því ekki við að haldið verði áfram á þeirri braut. — Byggist ekki allt á fiskin- um hjá ykkur í Grimsby? Hér í Reykjavík heyrum við Grims- by að minnsta kosti aldrei nefnda nema í sambandi við fisk. — Um það bil helmingur borgarbúa hefur atvinnu af fisk veiðum eða í sambandi við fiskinn, sagði Franklin, en við höfum líka margskonar iðnað og höfum kappkostað, sérstak- lega í seinni tíð, að laða að okkur iðnfyrirtæki til að gera atvinnulífið fjölbreyttara. Nú er verið að byggja gríðarstóra höfn í Immingham, smábæ sem er eiginlega í útjaðri Grimsby. Þessi höfn á að verða aðalút- flutningshöfn fyrir kol frá Bret landi og bindum við verulegar vonir við þróun Immingham. — Annað má segja að sé fréttnæmt frá okkur í Grims- by sagði Franklin, við erum að gera allverulegar breytingar á skólakerfinu. Þessar breyting ar eru í því fólgnar, að börnin ganga í sama skólann frá því þau eru ellefu ára þar til þau verða 18 ára. Eins á nú að gera ráðstafanir til þess að öll börn, bæði frá ríkum og fátækum fjöl skyldum, gangi í sömu skólana og verði saman í bekkjum, þann ig að börn úr öllum stéttum kynnist og læri að starfa og nema saman. Þessar breyting- ar hafa verið mjög umdeildar í Bretlandi undanfarið og eru raunar enn, en við í Grimsby erum þegar búnir að ákveða að breyta. — Hvað um úrslit þingkosn- inganna síðustu? — Við erum auðvitað mjög ánægðir með glæsilegan sigur verkamannaflokksins, sagði Franklin, og eftir þessar kosn ingar þá hefur Wilson fengið á sig mynd þjóðarleiðtogans. Hann er góður leiðtogi, og úr- slitvkosninganna sýna, að fólk unir verkamannastjórninni vel. — Hvað kom yður mest á óvart, þegar þér komuð hér til íslands? — Hvað lífskjör ykkar og efnahagur er margfalt betri, en ég hafði gert mér í hugarlund. -0- Fröken Jean Maclaren gegndi borgarstjóra embættinu í Grims by i fyrra, og í ár er hún vara borgarstjóri. Alþýðublaðið hitti hana að máli skömmu áður en gestirnir frá Grimsby héldu heimleiðis síðastliðinn föstudag. — Hafa margar konur gegnt borgarstjóra embættinu í Grims by? —'Nei næsti kvenborgarstjór inn í Grimsby á undan mér gegndi sínu embætti fyrir 650 árum! Nú gegni ég embætti varaborgarstjóra, og er það einkum fólgið í að koma fram fyrir hönd borgarinnar við ým- is tækifæri, sem borgarstjóri getur ekki sinnt. Denis Pet- chell; sem nú gegnir embætti borgarstjóra er önnum kafinn kaupsýslumaður og mæti ég oft í hans stað við ýmis tækifæri. — Gegna borgarfulltrúarnir í Grimsby allir öðrum störfum? — Já. Það er mér óhætt að segja að allir geri. Sjálf er ég kennari og vinn fullan vinnu- dag, en síðastliðið ár tók ég mér frí frá störfum að mestu leyti til að gegna borgarstjóra embættinu. Við fáum ekki greidd laun fyrir stöirf okkar í borgarstjórn eða nefndum borgarinnar, nema við getum sýnt fram á að við höfum orðið fyrir vinnutapi, þá fáum við svolitla þóknun fyrir störfin. — Hve lengi hafið þér yerið í borgarstjórn? — Ég flutti frá London strax í stríðslokin til Grimsby og var þá kjörin í borgarstjórn og hef síðan átt sæti samfleytt. — Hvaða mál hafið þér helzt á yðar könnu? —• Það eru einkum fræðslu- mál og æskulýðsmálin, sem koma í minn hlut. Ég er vara- formaður nefnda sem sjá um málefni æskufólks og málefni aldraðra og einnig er ég vara- formaður skóla- og fræðsluráðs ins í Grimsby. — Er mikil starfsemi á ykkar vegum fyrir æskufólkið? — Borgin sjálf rekur fjögur æskulýðsheimili, þar sem ungl- ingarnir geta komið og sinnt ó- hugamálum sínum. Einnig styrkjum við tuttugu æskulýðs- stöðvar sem ýmis samtök reka á borgarsvæðinu. Við leggjum mikla áherzlu á æskulýðsmálin og ekkert nýtt borgarhverfi er skipulagt án þess að gert sé ráð fyrir miðstöð þar sem æskufólk getur komið saman og unað við heilbrigðar skemmtanir og störf. Núna erum við til dæmis að b.vggja glæsilega æskulýðs- miðstöð, sem kosta mun um það bil 36 þúsund sterlingspund. — Við höfum á síðustu árum Framhald á 6. síðu. Matthev Quinn, William Ernest Wilk ins, Jean Mcla.eu, Jack Franklin. Jdfnaðarmenn stjórna Grimsby ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. apríl 1966 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.