Alþýðublaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 7
BORGIN OKKAR
Okkur var á það bent, þegar við heimsóttum Voga og Álfheima hverfið að þar vaeri vöntun á leikvelli fyrir börnin. Aðeins einn
leikvöllur er í hverfinu, gæzluvöllur einkum ætlaður smábörnum. Hér er gatan leikvöllur, og þótt hér sé um íbúðargötu að
— ræða, — Nökkvavog, þá er þar talsverð umferð. Uinferð og börn er ekki heppilegt að fari mikið saman.
ÞAÐ er óneitanlega
falleg sjón, sem blasir við
af Grensásnum, eða Suð-
urlandsbrautinni, um jóla
leytið þegar farið er að
skyggja. Háhýsin og stóru
fjölbýlishúsin í Álfheima
og Vogahverfi eru þá öll
ljósum skrýdd og setja ó-
neitanlega svip á umhverf
ið. Slíkri Ijósadýrð var
áður ekki til að dreifa í
borginni og fæstir Islend-
ingar víst séð neitt því
líkt, nema ef til vill á
breiðstrætum hcimsborg-
anna.
En begar birtir, fer glaiisinn ef
til vill svolítið af. Þá sést, að hér
er um íslenzkt íbúðarhverfi að
ræða, með sérkennum, sem sum
er hvergi annars staðar að finna.
Sé vætutið, þurfa vegfarendur að
vaða aur og bleytu í ökla, því
malbikunar og gangstéttatækni
hefur ekki náð þangað enn, þótt
það mnni nú standa til bóta. Sé.
sólskin, þurrkur og blástur eins
og oft vill vera í borginni okkar,
þá fýkur rykið í sveipum eftir göt
unum, blindar og bælir gróður og
smýgur jafnvel inn i skápa þrif-
inna húsmæðra.
Annað, sem fljótt stingur í aug-
un er, að ekki hefur nærri alls
staðar verið gengið fró lóðum og
sum húsin ekki endanlega frágeng
in að utan. Af misjöfnum efnum
ráðast menn í að koma sér þaki
yfir liöfuðið og þegar húsið eða
íbúðin er tilbúin hefur boginn oft
verið spenntur til hins ýtrasta og
lítið er eftir í lóðina. Fram-
kvæmdasemi borgaryfirvalda í
| gatna og gangstéttamálum ýtir
heldur ekki á húsbyggjendur til
að snyrta í kring um hús sín.
Þetta hverfi afmarkast af Suð-
urlandsbraut, Holtavegi og Elliða-
vogi. Vogarnir byggðust, að mestu
á árunum fyrir 1950 og eru sitt
livoru megin við Langholtsvegi-
inn, mikla umferðargötu og mjóai
sem þannig liggur þvert i gegn
0
Þe?ar við vorum að enda hring-
ferð okkar um hverfið hittum við
á förnum vegi Eggert G. Þor-
steinsson félags- og sjávarútvcgs-
mélaráðherra, en hann var, að
fara heim í hádegismat. Eggert
býr að Skeiðarvogi 109 og kveðst
kunna prýðilega við sig í hverf-
inu.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 24. apríl 1966 J