Alþýðublaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 9
BETRI BORG í nýrri og glæsilegri kirkju og félagsheimili Lang iioltssafnaðar fer fram margháttuð félags- og æsku- lýðsstarfsemi, sem íbúar hverfisins taka virkan þátt í, og mælist þessi starfsemi mjög vel fyrir. Prest- ar Langholtssafnaffar eru sér Árelíus Níelsson og séra Sigurffur Haukur Guðjónsson. í forgrunni myndarinnar er klukknaport en í baksýn háhýsi. Þrjú háhýsi setja svip sinn á Voga og Álfheimahverfið. heimili hefur risið. Þar blómgast nú mikil og vaxandi félags- og æskulýðsstarfsemi. Prestar Lang- holtsprestakalls eru séra Árelíus Níelsson og séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Inn á milli háhýsanna er lág- reist bygging. Þar er útibú frá Borgarbókasafni Reykjavíkur, sem mikið er sótt. Staðsetning þess þarna á milli húsanna mun hafa tafið að háhýsaeigendur gengju frá lóðum sínum eins og æskileg- ast væri. Þótt öllum þyki ágætt að hafa bókasafnið þarna mun hafa verið nokkur fljótaskrift á staðarvalinu, en þarna áttu há- hýsabúar að hafa bílskúra sína. Þótt ótrúlegt kunni að virðast þá er í þessu stóra og fjölmenna íbúðarhverfi ekki nema einn barna leikvöllur. Þar eru ekki ýkja mörg leiktæki, en á vellinum er gæzla og geta mæður því skilið smábörn eftir þar undir eftirliti, og kunna margar vel að meta það. Eins og fyrr segir cr þetta eini leikvöll- urinn í hverfinu og verður ekki annað sagt en rausn ríki í þeim málum af hálfu yfirvalda! Eitt barnaheimili er á þessu svæði, góðan spöl niður með Suðurlands- brautinni í gömlu húsi. Þetta er vafalaust eitt af barnflestu Framhald á næstu síðu. Víffa í nýjum hverfum er fulln affarfrágangi húsa ennþá ábóta- vant. Svolítiff var okkur brugðiff, þegar við sáum þessa myndarlegu frú vera að’ viffra á svölum þriffju hæð'ar, en handriff vantar enn á svalirna .Þaff er aff minnsta kosti betra aff vera ekki íoftlirædd ur í hennar sporum. I Álfheimahverfinu er stórt sam býlishús þar sem blaffaskrif liafa spunnizt um vegna frágj-angs á svölum. Við Álflieima standa fjögurra hæða fjölbýlishús eins og algeng- ust eru hér 1 borginni, en við Ljós heima eru stór átta hæða fjölbýl- ishús. Þá er þarna og að finna margvíslegar gerðir af raðhúsum. Þótt. þarna sé ekki um að ræða nema fimm götur á litlu svæði eru ekki margir bæjarhlutar, sem skáka þeim hvað mannfjölda snertir. Þarna búa tæplega fjög- ur þúsund manns, eða rétt innan við helming allra þeirra, sem búa í þessu hverfi. Flestir búa við Álfheima eða 1343, svo koma Sól- heimar með 978 ibúa, en fæstir búa við Glaðheima 197. Mörg hverfi eru sjálfsagt verr sett á ýmsan hátt en þetta. Stræt- isvagnaferðir í miðbæinn eru tíð- ar og þarna er talsvert af verzl- unum. Verzlanamiðstöðvar eru á að minnsta kosti þremur stöðum, við Gnoðarvog, við Sóllieima og í Álfheimum er í einni og sömu byggingunni bakarí, blómaverzl- un, skósmíðaverkstæði, vefnaðar- vöruverzlun, nýlenduvöruverzlun, kjötverzlun, fiskverzlun, mjólkur- búð og bókaverzlun, að ógleymdu söluopi, þessu sérstaka fyrirbæri, sem einkennir borgina og borgar- stjórnarmeitihlutinn á heiðurinn af að hafa komið á fót. Eftir lok- unartíma verzlana verða borgar- búar að norpa utan við þessi göt í misjöfnum veðrum og bíða eftir afgreiðslu á þeim örfáu vöruteg- undum sem þar er leyft að selja. Ýmsar fleiri verzlanir eru svo á víð og dreif um hverfið. Myndarleg kirkja og safnaðar- Þessi spennistöff Rafmagnsveitunnar stendur út í götuna í Gnoffar- vogi austan Langholtsvegar. Þegar viff fórum þarna um fannst okkur hún satt aff segja tU lítillar prýði á þessum staff, enda umbúnaffur hennar ekki sem sonyrtilegastúr. Vafalaust eru íbúar hverfisins okkur sammála um þctta. Reykjavíkurborg lét á sím um tíma reisa fimm fjölbýl- ishús með 24 íbúðum hvert við Gnoðarvoginn. Hús þessi standa mikki Gnoðarvogs og Suðurlandsbrautar og hafa komið við sögu í fréttum vegna deilna er risu út af frágangi húsanna. íbúar þessara húsa mynd- uðu snemma með sér félag til að ná rétti sínum og gæta hags muna sinna. Félagið heitir Gnoð og fyrir nokkrum dögum náðum við tali af Valgarði Magnússyni málarameistara, Gnoðarvogi 22 en Valgarður á sæti í stjórn félagsins. Við hittum Valgarð í Templ- arahúsinu nýja við Barónsstíg, þar sem hann var við vinnu sína. i — Hver var meginorsök þess að þið stofnuðuð félagið Gnoð? — Megintilgangur félagsins var að fá bætt úr göllum, sem voru á húsunum. Það komu fram lekar á fjölmörgum stöð- um og víða var óhæfilega mik- ill raki. Þetta bakaði fjölmörg- um íbúðaeigendum mjög mikil óþægindi og allir höfðu af þessu einhvern baga. Nú hefúr að mestu verið ráðin bót á þessu eftir því sem mögulegt hefur verið. En þetta olli okkur miklum óþægindum og amstri á sínum tíma. — Hvernig kanntu við þig í þessum bæjarhluta? — Mjög vel í alla staði. Það er að vísu talsvert mikil um- ferð um Gnoðarvoginn, en þótt mikil umferð sé um Suður- landsbrautina þá standa húsin það fjarri henni að ekki er bagi að. Valgarffur Magnússon, málara- meistari. — Þaff vantar annan leikvöll í hverfiff. — Hvað finnst þér lielzt vanta í hverfið? — Það vantar tilfinnanlega annan barnaleikvöll, eri í þessu stóra hverfi er ekki nema einn, og það fremur lítill leik- völlur. Hann er auk þess gæzlu vöilur og einkum ætlaður minnstu börnunum. Við höf- um skrifað borgaryfirvöldunum og beðið um að komið yrði hér á fót öðrum leikvelli, en við því hefur enn ekki verið orðið. Við teljum brýnt að koma upp öðrum leikvelli þar sem væri mikið af leiktækjum og þar sem stærri börriin gætu átt at- hvarf frá umferðinni á götun- um. Eins vantar barnaheimili hér í hverfið, eina barnaheim- ili í grenndinni er Steinahlíð talsvert mikið austar við Suð- urlandsbrautina. — Við höfum enn engar gangstéttir og allar götur eru ó- malbikaðar. Þetta er auðvitað mjög slæmt og rætist vonandi bráðum úr. Það er ekki aðeins að rykið sé hvimleitt á sumrin og forin á veturna, heldur hef- ur þetta í för með sér fyrir þá, sem vilja rækta blóm og gras- bletti við hús sín og hafa snyrtilegar lóðir, að rykið hálf- drepur oft talsvert af gróðrin um. En vonandi verðum við ekki lengi hafðir út undan með malbikið og gangstéttirnar úr þessu, sagði Valgarður að lok- um. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. apríl 1966 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.