Alþýðublaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 16
rAiíKVöiíi b rae m SAGAN UM HJALLINN Krónan hækkuð. Ekki frétt frá Seðlabanka eða apríl- gabb, aðeins staðreynd. Ljós myndarafélag íslands aug- lýsti nýja verðskrá er gekk I gildi 1. apr. ’66. Að gefnu tilefni viljum við vekja at- hygli á þvi, að undirritaður fylgir ekki þessum taxta. —■ Allt verðlag hjá okkur er frá 20—100% undir skala Ijósmyndarafélagsins. Augl. í Mogga. Auðvitað er ég allur í menn- ingunni, það er nú líkast til. Les enn gleraugnalaust allan þann litteratúr sem ég hef ráð á að kaupa. Hins vegar hefur mig lengi grunað að velgengni margra rithöfunda byggist fyrst og fremst á því að maður verður að kaupa bækur þeirra áður en maður les þær . . . Þetta tíví hjá þeim í Kefla- vík er orðið svo lummó, að maður geispar yfir því — og dregur jafnvel niður tjöld- in. Halda þeir að maður hafi gaman af að sjá dúkkur plaffaðar og kildar. Ef þeir þyrðu nú að sýna manni nettó og næs skvísur . . . ÉG HEITI Jón Jónsson og bý á Fagrafirði. Það er ágætispláss Fagrifjörður, þegar vel veiðist, og yfirleitt höfum við það gott þar. Þótt við séum kannski dálítið ut anveltu við menninguna fyrir sunn an, þá kunnum við okkur á ýms um sviðum. Við kjósum til dæmis hreppsnefndina okkar eftir íistum og bókstöfum, eins og gert er annars staðar, en ekki eftir mönn um eins og gert var í gamla daga. En af því að aðstæðurnar eru dálítið sérstæðar hjá okkur höfum við okkar eigin fiokka- skiptingu í hreppsmálum, sem ekk ert á skylt við alþingismannaflokk ana. Oddvitinn okkar og meiri- hluti hreppsnefndarinnar eru af lista sjálfstæðra sjávarbænda, en minni hlutinn er kosinn af lista frjálslyndra framfarasinna. í fyrra ætlaði ég að byggja mér hjall bak við húsið mitt, en þá kom oddvitinn og bannaði mér það. Ég hef alltaf kosið oddvit ann, svo að mér þótti þetta dálítið skrýtið og spurði, hvers vegna ég mætti ekki byggja hjall á minni eigin lóð. Hann sagði, að hrepps nefndin væri búin að panta skipu lag að sunnan, og í skipulaginu stæði, að bak við húsið mitt ætti að vera bílskúr, en ekki hjallur. Ég sagði honum, að ég hefði ekk ert við bílskúr að gera, því að eng an ætti ég bílinn; hins vegar vant aði mig hjall, svo að ég gæti Iiengt upp nokkrar spyrður, þeg ar vel fÞkaðist. Hann sagði, að það kæmi málinu ekkert við, nú væri komið skipulag og þegar skipulag væri komið bvddi eng um að ætla sér a8 bvggia hjall þar sem bílskúr ætti að vera: bað vrðu allir að bevgia sig fyr ir skioulaginu. Og svo bætti hann bví við, að ef mér isárlægi á hiall tSÍássi. þá gæti ég fengið leigðan hluta af 'tóra hiallinum hans, sem hann notaði aldrel alian sjálfur. Mér þútti þetta vægast sagt hart, en ég varð að beygja mig því að oddvitinn hótaði að senda svslumanninn á mig. ef ég byggði hjallinn í óleyfi. En ég hugsaði oddvitanum þegjandi þörfina og sagði við isjálfan mig, að fjand inn mætti kjósa hann í minn stað í næstu kosningum. Ég náði tali af hreppstjóranum, sem var for ingi minni hlutans í hrepp=nefnd inni, og þreifaði fyrir mér um bað. hvort ekk; væri liugsanlegt að ég fengi að byggia hiallinn. ef ég stvddi hann í næstu kosningum og hann fengi meiri hluta. Hrepp stiórinn sagði að hann hefði fulla samúð með mér og hann skyldi gera það, sem hann gætj fyrir mig, en skipulaeinu væri ekki hægt. að breyta; betta væri ágætfc skipulag, sem hefði verið einróma samþykkt í hreppsnefndinni og báðir flokkar bæru þess vegna á byrgð á. Hann sagði, að það væri leiðinlegt; að þetta hefði bitnað svona á mér, en við þvx væri því miður ekkert að gera. Þegar þeir höfðu báðir brugð izt mér á þennan hátt, vissi ég naumast mitt rjúkandi ráð. Ég gat ekki látið eitthvert bölvað pappírsplagg að sunnan koma í veg fyrir, að ég eignaðist hjall á minni eigin lóð. En hvernig átti ég að bera mig að? í mínum aug um voru öll sund lokuð. Þá sagð ist konan mín allt í einu sjá á gætt ráð til að sigrast á skipulag inu. — Hvað ætli þú sjáir nokkur ráð, kona, þegar ég sé engin ráð, sagði ég stuttlega. — Jú, ég veit, hvað þú átt að gera, sagði liún. — Þú býður þig bara fram í næstu hreppsnefndar kosningum. — Býð ég mig fram? Ég ætti nú ekki annað eftir. Ég hef aldrei verið í framboði, sagði ég og var alls ekki viss um, að henni væri alvara. En henni var alvara, og innan tíðar sannfærði hún mig. Auðvitað átti ég að bjóða mig fram og komast í hreppsnefnd til að klekkja á oddvitanum. Ef ég felldi meirihluta oddvitans og yrði lóðið á metaskáiinni milli hans og hreppstjórans yrðu þeir herrar að taka tillit til mín, og þá væri hjall inum borgið. Og það átti ekki að vei’a svo erfitt að ná kosningu. Ef ég fengi tíu menn á fullskipað an lista og þeir kysu allir listann og konur þeirra og annað atkvæð isbært heimilisfólk, þá þyrfti ekki svo mörg atkvæði til viðbótar. Og einhverjar elliærar kerlingar hlyti ég að geta dregið upp. Ég ákvað að gera þetta. í fyrstu fór ég mér þó hægt, svo að menn héldu ekki, að þetta stæði í ein hverju sambandi við hjallinn. Ég vildi sannfæra fólk um, að hjá mér væri um tóma hugsjóna- mennsku að ræða. En þegar fór að vora, færði ég það í tal við skóarann, að það væri tími til kom inn til að skipta um menn í hrepps nefndinni. Það veitti ekkert af ný iu blóði í sveitarstjórnina. Skóar inn kvaðst vera sammála og per sónuleea hefði hann ekkert, á móti bví að komast í hreppsnefnd. þótt okki væri til annars en svna þeim háu herrum, oddvitanum og lians nótum. hvernlg æt.ti að ‘djórna. Læknirinn tók í likan streng, þeg ar á málirtu var'ymorað við hann. Hann sagðist nú raunar alltaf hafa fvlgt hrennsstióranum, því hann værí friálslvndur framfara sinni. en <ær fyndist. bað samt hart að komast áldrei hærra en í fimmta sætl á íistannm: eiginlega væri það svívirðing við eina mennt aða manninn í plássinu — hann teldi prestinn ekki með. Þetta var efnileg byrjun, og eft ir nokkrar umræður ákváðum við þrír, ég, skóarinn og læknirinn að bjóða fram þriðja listann við hreppsnefndarkosningarnar, lista óháðra athafnlamanna. Að ví|>,u höfðum við enn ekki náð samkomu lagi um það, hver okkar ætti að vera í efsta sætinu. Læknirinn sagðist vera sjálfkjörinn í það því að hann væri eini menntaði maðurinn i pláscinu — hann teldi prestinn ekkj með. Skóarinn taldi sig jafnsjálfsagðan, því að hann væri okkar vitrastur, og ég liafði mínar ástæður til að vilja ekki gefa efsta sætið eftir. En okkur kom þó saman um að skjóta þessu deilumáli á frest, þar tii við hefð um fengið menn í hin sætin á list anum. En þá leystist málið á óvæntan hátt. Einn daginn, þegar ég var niðri í fjöru að dvtta að bátnum mínum kom oddvitinn arkandi nið ur yfir kambinn. Hann heilsaði mér og bauð mér í nefið. — Þú fiskar Jón. sagði hann. — Já, það reytist dálítið saeði 1 ég. — En bað er hart að seta ekki hengt neitt upp. Hrenr)*tióriun inni í sveitinni bað mig um dag inn að selia sér harðfisk. en hvern ig á ég að verka harðfisk hjall laus maðurinn. — Mannanna verk eru aidrei svo fullkomin, að ekki megi betr umbæta þau. sagði oddvitinn og ók sér. — Og maður gerír nú stnndum sitthvað fvrir flokk1- menn sína, sem maður gerir ekki fyrir aðra. — Er þá einhver von til bess, að ég fái að byggia hiailinn? oddvitinn og snýitti sétr.. — Maður gerir nú stundum lftil ræði fyrir sína menn. En ég hef hevrt að bú ætlir að snúast gegn okkur í vor. — Mér er alveg ómögulegt að vera hjalllaus, sagði ég. — Ea þeim verður víst ekki breytt þess um skipulögum? ' — Það var þetta með hjallinn, spurði ég áfjáður. — Ja, það er nú undir atvik um komið. í sjálfu sér væri vel hægt að flytja bílskúrinn, sem & að koma á lóðina lijá þér, yfir £ prestslóðina og leyfa þér að byggja hjall í staðinn. Skipulagið þyldi nú alveg þá breytingu, og maðuf gerir stundum sitt af hverju fyr ir sína menn. En ég hef heyrt að þú ætlir að vera á mótl okkur, og þá náttúrlega. . . — Ef ég fæ lijallinn, verð ég auðvitað með þér eins og áðuf greip ég fram í fyrir honum. — En það má heldur ekki bregðast. Ann ars býð ég fram á móti þér raeW skóaranum og iækninum. —Þú getur byrjað á hjallinum strax, Jón, sagði oddvitinn. — Og skóarinn býður ekkj fram einn, þegar þú ert frá líka. Læknirinn er jþegar genginn úr skaftinu, Hann verður númer tvö á hrepp stjóralistanum. enda var til þess leikurinn gerður með be^su makkl við ykkur. Honum datt. aldrel f hug að fara í sérframboð, ekkl frekar en þér. Mér sárnaði dálítið bessi slðustu orð, því að ég var alveg til í að láta verða af framboðinu. hefði ég ekki fengið að bvggia hjallinn. En nú þurfti bess ekki með. Hins vegar var ég að bví kominn að biggia bað begar oddvitinn bauðst til að skrifa unn á vixil fvrir mlg ef ég yrfti að fá lán í hiallbygg inguna. Mér dat.t. í hug sem snöggv ast að taka hann á orðinu og láta víxilinn svo falla á hann. En ég hætti við bað því liiallurinn yrði áreiðanlega löngu horfinn upp £ skuldina áður en ég fengi aftur tækifæri til að bióða fram gegn oddvitanum. Því miður eru hrepps nefndarkosningar ekki nema fjórða hvert ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.