Alþýðublaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 8
BORGIN OKKAR Vogaskólinn er stærsti skólinn á landinu en þangað sækja sextán hundruð nemendur fræðslu. Myndin sýnir tvær skólabygging- ar af þrem, sem á lóðinni eru, síðar er ráðgert að byggja tengiálmu er tengi öll þrjú húsin saman. Einnig á eftir að byggja sér- iiennslustofur og húsnæði fyrir skólastjóm. Skólastjóri Vógaskólans er Helgi Þorláksson. um þéttbýlt íbúðarhverfi. Flest húsin í Vogunum eru einbýlishús að gerð en fleirbýlishús í reynd, þar sem víða eru íbúðir í kjöll- urum eða risi. Niður við sjóinn standa iðnaðarhús og verkstæði taka við þar sem íbúðarhúsabyggð inni sleppir. Neðan Langholtsveg- ar eru Drekavogur, Sigluvogur, Hlunnavogur, Njörvasund, Elliða- vogur, Eikjuvogur, Barðavogur, Dugguvogur, Suðurvogur. Ofan við Langholtsveginn eru Skeiðar- vogur, Ferjuvogur, Karfavogur, Nökkvavogur, Snekkjuvogur og Gnoðarvogur. Gamla Hálogalandshúsið er ekki til prýði nema síður sé. Með tilkomu nýja íþróttahússins vonuðust ýmsir til að þessi gamli kumbaldi, sem þó hefur gegnt merku hlutverki, yrði rifinn, en sú verður varla raunin, því enn vantar borgina mörg íþrótta- hús. Nemendur hins nýja Vogaskóla fá leikfimikennslu í þessu húsi. Ástandið í leikfimimálum skólanna í höfuðborginni er þann- ig, að aðeins helmingur nemenda nýtur lögskipaðrar fimleikakennslu samkvæmt fræðsluskrá. Þarna er talsvert af húsum, sem kölluð eru „sænsku húsin,” fleka- hús flutt inn tilbúin frá Svíþjóð. Þau munu hafa reynzt allvel, en urðu flestum fremur dýr, því nær allir steyptu undir þau kjallara, en byggðu þau ekki sem einnar hæðar hús. Við Gnoðarvog standa fimm fjölbýlishús, sem Reykjavíkurborg lét reisa og seldi síðan íbúðirnar einstaklingum. Gnoðarvogur er mannflesta gatan af vogunum, en þar búa 947 manns, næstur í röð- inni er svo Skeiðarvogur þar sem búa 467. Fámenni er hins vegar við Súðavog. Þar býr aðeins einn maður. Heimarnir eru byggðir talsvert síðar en húsin við vogana, að Gnoðarvogi undanskildum. — Fjölbýlishúsin við Álfheimana, einu malbikuðu götuna í hverfinu, ef frá er skilinn Langholtsveg- urinn, eru flest byggð á árunum 1956—1958 og svipað gildir um önnur hús við Ljósheima, Glað- heima, Goðheima og Sólheima. — Þarna er að finna nær allar húsa- gerðir sem hér tíðkast. Þarna eru þrjú háhýsi sum hver með um tvö hundruð íbúa eða rúmlega það. tólf -til fjórtán hæða há hús, sem gnæfa yfir alla borgina og þaðan njóta íbúarnir fagurs útsýn- is. Háhýsin eru umdeild einkum sýnist þeirra lítil þörf, þar sem nóg er landrvmið eins og hér háttar. Er talið heldur ólíklegt að fleiri slík verði byggð. Gunnar og Erna hafa búið þarna ásamt þremur börnum sínum frá því húsið var byggt. Þau fluttu inn í íbúð sína í október 1960, en þá voru flest húsin í hverfinu fullbyggð, þótt talsvert skorti enn á að öllum frágangi sé hvarvetna lokið á húsum og lóðum. — Hvernig kunnið þið við ykkur hérna? — Alveg ljómandi vel. Við liöfum hér frábært útsýni í 3 áttir, og sjáum vel vestur yfir bæinn. Ef við værum þremur hæðum ofar sæjum við alla leið til Keflavíkur, en við erum prýðilega ánægð með þetta eins og það er. — Langt í næstu búð? Nei, það er örstutt fyrir okk- ur hérna í Heimakjör og Jóns- kjör, og úti í Álfheimum er verzlunarhús með verzlunum af nær öllu tagi. — Þið eruð ekki meðal þeirra heppnu, sem fengið hafa malbikið? — Nei, hér er ekki ein ein- asta gatg malbikuð, nema Á'lf- heimarnir, segir Gunnar, en við vonumst til eindregið, að ekki verði meiri dráttur á mal- bikunarframkvæmdunum, eh þegar er orðinn. Það átti víst að malbika eitthvað hér í fyrrasumar, en það varð ekki úr því. Og þótt liðin séu sex eða átta ár síðan þetta hverfi tók að byggjast, þá er ekki komin ein einasta gangstétt hér og þykir víst varla tiltökumál, því sjálfsagt eru til enn eldri bæj- arhlutar þar sem ekki er byrj- að á slíkum framkvæmdum. — Það er verst með rykið á sumrin, skýtur frú Erna inn í, þá er moldrok stundum svo mikið hér, að ekki er komandi út á svalir, ef nokkur andvari er í lofti. Þetta finnst okkur slæmt, því við höfum stórar og rúmgóðar svalir mót suðri. — Eru strætisvagna sam- göngur ekki góðar við svona fjölbýlt hverfi? — Jú, það þarf ekki að kvarta undan því. Þær eru nú með ágætum, — við höfum að minnsta kosti átta ferðir á klukkutímann. — Langt á næsta Ieikvöll? — Nei, hann er hérna skammt frá og er einkum ætl- aður minni börnum. — Kirkja og bókasafn eru í næsta nágrenni við okkur. X kirkjunni fer fram mikið fé- lagsstarf, eri þar eru prestar þeir séra Árelíus Níelsson og Sigurður Haukur Guðjónsson. Æskulýðsstarfsemin, sem þar fer fram er sérstaklega góðra gjalda verð, segir Gunnar, og félögin innan safnaðarins vinna mikið og gott starf. Um bókasafnið er ekki nema gott eitt að segja, sagði Gunn- ar að lokum, nema hvað það er byggt þar sem bílskúrarnir okkar áttu að standa. Endirinn verður sennilega sá, að ekki verða byggðir nema fáir bíl- skúrar fyrir þessar fjörutíu í- búðir hérna í húsinu, og það erum við að sjálfsögðu ekki á- nægð með. Því má skjóta hér inn í, að Gunnar starfar um þessar mundir við akslur á Bæjarleið- um. Spurðum við hann að lok- um hvað hann vildi segja um göturnar í borginni, sem marg- ir kvarta nú yfir að aldrei hafi komið verri undan vetri. — lUalargöturnar hafa lag- azt svolítið siðastliðinn hálfan mánuð, eítir að frostið fór úr. IJn gömlu malbiksgöturnar eru einstaklega slæmar og sumar illkeyrandi, og man ég aldrei til að þær hafi verið svona á sig komnar fyrr að vorlagi, sagði Gunnar að lokum. Háhýsin þrjú sem gnæfa yfir Voga- og Álfheimahverfi setja vissulega sinn svip á borgina, þótt ekki séu allir á eitt sáttir um ágæti háhýsanna. Á sjöttu hæð A í Sólheimum 27, sem er tólf hæða hús og hefur íbúafjölda á við sæmilegt kauptún úti á landi, hittum við Gunnar Oddsson viðskiptafræð- ing og konu hans, Ernu Magn- úsdóttur. Frú Erna Ma?núsdóttir og Gunnar R. Dddsson, kunna prýðilega við sigr, en leiðist rykið á sumrin. Moldrokið er verst á sumrfn g 24. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.