Alþýðublaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 4
Etltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt GrBndal. — RltBtJ^marfull-
trúl: ElBur GuBnason. — Slmar: 14900-14903 — Auglýstngaaíml: 1490«.
ABaetur AlþýBubúaiB vlB Hverfisgötu, Keykjavlk. — PrentsmlBja Alþýflu
bUBslns. — Askrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elnUkld.
Utgefandl AlþýBuflokkurlnfl.
Ýsaa og uppboðið
EFTIR FÁAR VIKUR höldum við þjóðhátíð. Þá
v-erður valin gullfalleg leikkona, klædd í glæsileg-
asta skautbúning og hún látin lesa yfir okkur kvæði
af svölum alþingishússins.
Hin eiginlega fjallkona — tákn íslands — er
þó ekki skrautklædd leikkona. Hún er 34 ára gömul
liúsmóðir, sem býr með manni sínum og fjórum
börnum í nýrri íbúð við Álfheíma. Hún er skol-
hærð, bláeyg og glaðlynd og þótti sérlega sæt á
sokkabandsárunum, er það raunar enn, en er að
byrja að tapa línunum. Maður hennar er trésmið-
ur og þénar vel, en vinnur myrkranna á milli.
Það kom fyrir Fjallkonuna okkar fyrir nokkrum
dögum, að hún lagði leið sína til fisksalans til að fá í
soðið. Hún 'valdi sér ýsuflök, eins og hún var vön
áð kaupa fyrir 25 krónur eða svo. En nú sagði fisksal-
inn 35 krónur, yppti öxlum og gretti sig. Fjallkonan
ságði nokkur vel valin orð um déskotans dýrtíðina
og stjórnina, og strunsaði heim — með ýsuna.
Þegar hún kom heim stóðu tveir menn við dyrn-
ar í dökkum rykfrökkum með skjalatöskur, hátíð-
legir á svip. Þeir kváðust þurfa að líta á innbúið,
það stæði til uppboð vegna vanskila á greiðslu á
tilteknu láni. Fjallkonan hleypti þeim inn, skelkuð.
Þegar þeir höfðu skrifað einhver ósköp, fóru þeir,
en hún rauk í símann til að ná í mann sinn og segja
^tionum ótíðindin.
— Það er ekkert, sagði hann. Vertu bara róleg,
ég- er búinn að fá inn fyrir þessu og redda því. Við
^tmissum ekki íbúðina. Við klórum okkur fram úr
skuldunum tvö eða þrjú ár, þá haekkar allt og skuld-
- '“irnar verða viðráðanlegri.
Fjallkonunni létti. Hún kvaddi karlinn, kveikti
undir könnunni og fékk sér sígarettu með filter. Það
var engin hætta á ferðum.
iSvona gengur það í landi okkar.
Verðbólgan hefur fylgt okkur eins og skuggi síð-
asta aldarfjórðung. Stundum er hún við fætur okkar
og íer lítið fyrir henni í svipinn. Svo þenur hún sig
yfir höfuð okkar og verður eins og ófreskja.
- í
En hve mörg heimili hefur hún ekki gert að hús
eig mdum — jafnvel efnafólki? Þótt hinum eiginlegu
ver ðbólgubröskurum sé sleppt, eru þeir margir,
sent vilja að verðbólgan haldi áfram, líklega svo
margir að grundvöllur fyrir raunverulegum aðgerð-
um til að stöðva verðbólguna er veikur, að ekki sé
meira sagt. Þetta er versta hliðin á meinsemdinni.
4 24. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
BÍLLINN SEM BYGGÐUR ER FYRIR ÍSLAND.
Hann sameinar siyrkleika, mýkf og aksturshæfni
betur en nokkurt annað farartæki sem flutzt hefur
til landsins. Lótið reynzlu annarra verða yðar
reynzlu.
LANDBÚNAÐARBIFREIÐIN
MEÐ DRIF! Á ÖLLUM HJÓLUM
mm> SVEINN EGILSSON H.F.
UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SlMI 22466
!
Koparpípur og
Rennilokar,
Fittings,
Ofnakranar,
Tengikranar
Slöngukranar,
Blöndunartæki,
Burstafell
byggingarvöruverzlnn,
Héttarholtsvegl 3.
Sfml 3 88 40.
r rúlof unarhringar
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12.
* BILLINN
Bent on Icecar