Alþýðublaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 8
Söfnun er
lærdómsrík
Eins og frá hefur verið skýrt
áSur, var nýlega opnuð sýning
á náttúrugripum að Fríkirkjuvegi
11. — Sýningin er aðallega ætluð
til að vekja áhuga barna og ungl
inga á söfnun náttúrugripa, sagði
einn af fjórmenningunum, sem
að sýningunni standa, Pétur Hólm,
er við iitum þar inn nýlega og
forvitnuðumst nánar um sýning
una.
— Við erum fjórir, sem stönd
um að þessari sýningu, en 11
aðilar eiga muni á sýningunni,
segir Pétur. — Hér eru steinar,
skeljar, sjávardýr, blóm, þörung-
ar og skordýr svo eitthvað sé
nefnt, auk þess gamlar og nýjar
náttúrufræðibækur.
— Og eru allir gripirnir ís-
lenzkir?
— Já, þeir eru það.
— Hvað álítig þið merkilegast
hérna?
— Það er allt merkilegt. Hér
eru til dæmis kuðungar undan
Breiðamerkurjökli og milljón ára
gamlar skeljar frá Tjörnesi, 50
milljón ára gamall surtarbrandur,
ppalar úr Vatnajökli og dreka-
skelin sem Jón Bogason fann, en
drekaskeljar eru mjög sjaldgæf
ar hér.
— Var ekki mikil vinna að
koma safninu fyrir?
— Jú, það var mikii vinna,
við unnum við þetta langt fram
á kvöld siðustu vikuna fyrir sýn-
inguna.
— En hvað þetta eru skemmti
legir sýningarkassar, sem hlutirn
ir eru í.
— Já, þeir eru mjög góðir.
Þessir stóru kassar eru frá fyrstu
iðnsýningunni, sem haldin var á
íslandi, árið 1911. Veggkassarnir
eru aftur á móti nýir, þá hefur
Andrés Valberg smíðað.
— Hefur ekki verið góð aðsókn
að sýningunni?
— Jú, mjög góð. Á sunnudag-
inn komu t.d. á 5. hundrað manns.
— Er sýningin í samráði við
æskulýðsráð?
— Já, að vissu leyti. Og þeir
lánuðu okkur húsið að kostnað-
arlausu.
— Hyggið þið ekki á fleiri sýn
ingar?
— Jú, við vonumst til að halda
sýningar einu sinni á ári, og
gjarnan viljum við þá, að börnin
takj þátt í þvf að sýna líka. Næst
er ætlunin að sýna allt, sem hægt
er að gera með hlutina, t.d. slíp
aða steina og alls konar muni úr
skeljum og margt fleira.
— Hafig þér stundað lengi söfn
un?
— Nei, ég hef stundað söfnun
áðeins í tæp þrjú ár.
— Og safnað einhverju sérstöku
t.d. steinum?
— Já, ég safna að ví'u steinum,
en ef maður safnar hlutum úr
náttúrunni, þá er allt svo fallegt
og dásamlegt, að mörgu er safnað.
En f söfnuninni verður að gæta
þess að skemma sem minnst í n/|t
úrunni og ekkert að deyða að ó-
TEXTI:
ANNA BRYNJÚLFSDÓ7TIR
MYNÐIR:
JÓHANN VILBERG
Ekki er að efa, að margir hafa
áhuga á að sjá sýninguna að Frí
kirkjuvegi 11, enda er þar margt
fallegt og fróðlegt að sjá.
Meðan Náttúrugripasafn ís-
Petur Polni: Vil]um fa bormn Hl ao syna hka
þörfu. Varðandi börnin og ungl-
ingana vil ég segja það að söfn
un nátt'úrugripa hefur þroskandi
áhrif á þau og mjög gott er fyrir
þau að sjá hlutina, en ekki aðeins
að kynnast þeim af bókum. Og
að lokum vil ég segja það, að við
fjórmenningarnir vonum, að sem
flest börn og unglingar muni snúa
sér til okkar með leiðbeiningar
um söfnun, og munum við fús
lega veita þær.
lands er ekkj opið hlýtur sýn
ing 'sem þessi að vera vel þeg
in og hvort sem væri. Og virðist
mjög vel hæfa að halda sýn-
inguna einmitt í husi Æskulýðs
ráðs Reykjavíkur, þvi að þó
allir ha^i gagn og ánadgju af'
Framh. á 14. síðu.
Úr steinasafni
Drengurinn horfir með áhuga á munina
g 27. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ