Alþýðublaðið - 07.05.1966, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 07.05.1966, Qupperneq 11
ísland í riðli Pólverjum og með Svíum EINS og kunnugt er, fer fram Unglingameistaramót Norðurlanda í knattspyrnu í Horten dagana 10. —17. júlí næstk. íslendingar tóku í fyrsta sinn þátt í þessu móti í fyrrasumar og þótt liðið sigraði ekki í neinum leik, stóð það sig vel, sérstaklega í leiknum við Sov- étríkin, sem var með sem 6. lið. Nýlega upplýsti Nic. Johansen, ritari norska Knattspyrnusam- bandsins á fundi með blaðamönn- um, að Sovétríkin yrðu ekki með í keppninni að þessu sinni, aftur á móti væri ákveðið, að Pólland sendi lið. Wales var boðið, en treysti sér ekki til að vera með. Löndunum hefur verið skipt í riðla. ísland verður í riðli með Pólverjum og Svíum, en Norð- menn, Danir og Finnar leika í hin um riðlinum. Þetta verður þriðja Unglinga- keppni Norðurlanda, Noregur sigr aði í fyrra og nú á heimavelli eru þeir líklegir sigurvegarar. Memfm Mikill og vaxandi áhugi hjá Stangaveiðifélaginu Kvikmynda- rabb- veiðisögu- MIKILL og vaxandi áhugi er fyrir kastíþróttinni hér í liöfuð- borginni, sérstaklega eftir að Stangaveiðifélag Reykjavíkur fékk afnot af íþróttahöllinni í Laugar- dal til æfinga. Undanfarnar vikur hafa félag- ar í Stangaveiðifélaginu æft af kappi í íþróttahöllinni og margir nýir hafa bætzt í hópinn. Nýtt námskeið verður í íþróttahöllinni 8., 15. og 19. maí (uppstigningar- dag) kl. 10—IIV2 f. h. fyrir fé- laga SVFR og aðra áhugamenn eftir því sem húsrúm Ieyfir. Hægt er að láta skrá sig á námskeiðið á skrifstofu Stangaveiðifélagsins eða hjá formanni og ritara kast- nefndar, þeim Halldóri Erlends- syni, sími 18382 og Sigbirni Ei- ríkssyni, síma 34-205. Kastæfingar á æfingasvæði fé- lagsins við Rauðavatn eru hafnar og verða fram til 10. júní öll þriðjudags og föstudagskvöld kl. 8—10. Er öllum heimil þátttaka. Vanir leiðbeinendur verða að jafn aði til staðar, þeim sem þess óska. Göngukeppni á skíðum GÖNGUKEPPNI á skíðum verð- ur lialdin næstk. laugardag kl. 4 fvrir ofan Flengingabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. — Keppendur vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Skíðaráðs Reykjavíkur símar 19931 og 12371 fyrir kl. 6 í dag, föstudag. Mótstjóri verður Sigurjón Þórðarson, formaður skíðadeiidar ÍR, brautarstjóri verður Gísli Kristjánsson. Gengið verður 5 kílómetra. Langt er liðið síðan göngumót hefur verið haldið í Reykjavík og veröur gaman að fylgjast með, hvernig gengur nú. kaffisopa- „klúbbfundur” verður haldinn á vegum kennslu- og kastnefndar Stangaveiðifélags-' ins í Átthagasalnum að Hótel Sögu fimmtudaginn 12. maí og hefst kl. 8,30 e. h. Þessi fundur er aðallega ætlaður þeim, sem tekið hafa þátt í kastæfingum fé- lagsins, svo og öðrum félagsmönn- um eftir því sem liúsrúm leyfir. Aðgöngumiðar verða seldir (á káffiverði) á kastæfingu í í- þróttahöliinni sunnudaginn 8. maí og eftir það á skrifstofu fé- lagsins, ef eitthvað verður eftir. Auk kvikmyndar o.s.frv. standa vonir til að kunnáttumaður ræði stutta stund um „Náttúruvernd og sportveiðimenn.” ★ Ryun, USA, hljóp nýlega enska mílu á 3.55,8 mín., sem er aðeins 5/10 úr sek. lakara en bandaríska metið. Ryun er aðeins 18 ára gamall. ★ England sigraði Júgóslavíu mp& 2 'gegn 0 í knattspyrnu á Wembley á miðvíkudag. — Bæði mörkin voru gerð í fyrri hálfleik, Jimmy Greaves og Bobby Charl- ton skoruðu. ★ Vestur-Þýzkaland sigraði fr- land 4 gegn 0 í Dublin á miðviku- dao. tvö mörk voru gerð l hvorum hálfleik. Borussia vann Borussia frá Dortmund, Vestur- Þýzkalandi sigraði Liverpool með 2 gegn 1 í úrslitaleik Evrópubik- arkeppni bikarmeistara, en leik- urinn fór fram í Glasgow. Eftir venjulegan leiktíma var jafnt 1 gegn 1, en í hléi var 0:0. Það var fyrst í framlengingu, sem Borussia skoraði sigurmarkið, en það gerði Libuda. Fyrra mark Bo- russia skoraði Held, en mark Liv- erpool gerð Callaghan. Jón Erlendsson á æfingu í íþróttahöllinni. AHWWHUHMIWMMMIIMIMMIMMIHIMMHIMHmHMMI ATHUGIÐ! ^ Skrifstofur Aliýðu- flokksins í Alþýðuhúsinu verða opnar fram yfir kosn ingar frá kl. 9—22 alla virka daga, sunnudaga frá kl. 14 —18. Símar: 15020—16724— 19570. Skrifstofan veitir upp- lýsingar um kjörskrá, aðstoð við utankjörfundaratkvæða greiðslu og annað varðandi bæjar- og sveitarstjómar- kosningarnar 22. maí nk -fr Þeir stuðningsmenn A1 þýðuflokksins, sem vilja starfa fyrir hann á kjördegi eða við undirbúning kosning anna fram að þeim tima, eru beðnir um að skrá sig hið fyrsta. Jafnframt er tek ið á móti framlögum í kosn ingasjóð á aðalskrifstofunni. -fc Utankjörfundarkosning er hafin og er afar nauðsýn legt að allt Alþýðuflokksfólk hafi samband við skrifstof- una og gefi henni upplýsing ar um það fólk, er verður fjarverandi á kjördegi. Utankjörfundarkosning fer fram hjá bæjarfógetum sýslumönnum og hreppstjór um. Þeir sem dvelja erlendis á kjördegi geta kosið í sendi ráðum íslands og hjá þeim ræðismönnum, er tala fs- lenzku. í Reykjavfk fer ut ankj örf und ar atkvæða greiðsla fram í Búnaðarfé- lagsliúsinu við Lækjargötu. Þar er opið virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. sunnudaga 14—18. M.s. „Gullfoss" fer frá Reykjavík laugardaginn 7. maí kl. 9 síðdegis til Tórshavn, Hamborgar, Kaupmannahafnar og Leith. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 8. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Drengur eða telpa óskast til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í Álfheimum. Talið við afgreiðsluna. Alþýðublaðið sími 14909. Áskriftðsíminn er 14901 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. maí 1966

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.