Alþýðublaðið - 17.05.1966, Síða 7

Alþýðublaðið - 17.05.1966, Síða 7
Mag'nús Reynir GuiYmundsson, cr fæddur 22. janúar 1944 og er yngsti maðurinn, sem skipar lista Alþýðuflokksins að þessu sinni. Ma/gnús hefir tekið töluverðan þátt í félagsstörfum, sérstaklega í íþróttahreyfingunni. Á sl. sumri var hann hótelstjórí í Valhöll á Þingvöllum. Hann er nú starfs maður Landsbanka íslands, ísa- firði. Bjarni L. Gestsson, er fædd- ur 30. maí 1940, Bjarni er gagn fræðingur frá Gagnfræðaskóla ísa fjarðar, og tók á námsárum mik inn þátt í félagslífi í skólanum. Síðan hefur hann að mestu stund að sjómennsku, verið landmaður á bátum á vetrarvertíðum, og stund að síldveiðar að sumrinu til. Bjarni er ritari sjóm.fél. ísfirðinga. Hann er nú starfsmaður Fjöliðjunnar hf., Bjarni er kvæntur Ágústu Ragnhildi Benediktsdóttur og eiga þau 3 börn. Sigurður J. Jóhannsson er fædd ur 12. desember 1934. Hann hefur á annan áratug verið virkur þátt takandi í félagsstörfum á ísafirði. Sigurður er formaður FUJ og Full trúaráðs Alþýðuflokksins, hann á sæti í stjórn Verkalýðsfél. Baldurs er formaður Byggingafélags verka manna og íþróttabandalags ísfirð inga. Hann hefir verið aðalbæjar fulltrúi síðan 1963 og hafði áður verið varabæjarfulltrúi frá 1958. Kvæntur er Sigurður Sæunni Sig urjónsdóttur og eiga þau tvö börn. Sigurður er starfsmaður í Lands banka íslands, ísafirði. Pétur Sigurðsson, er fæddur 18. desember 1931. Hann hefir um fjölda ára tekið mjög virkan þátt í félagslífi á ísafirði, bæði i stéttar félögum og íþróttahi’eyfingunni, þá hofir Pétur verið mjög virk ur liðsmaður Alþýðuflokksins og unghreyfingarinnar. Pétur er for maður Félags Járniðnaðarmanna á ísafirði, liann^á sæti í stjórn Al- Framhald á 15. síðu. Karl Einarsson, er fæddur 11. marz 1931. Hann hefur unnið alla algenga vinnu bæði til sjós og lands. Karl hefir starfað mikið að knattspyrnumálum Pg verið virkur dómaii í þeirri íþrótta- grein hin síðari ár. Þá hefur hann tekið mikinn þátt í hljómlistarmál um, leikið um fjölda ára í hljóm sveitum, og er nú formaður Lúðra sveitar Isafjarðar. Kvæntur er Karl Sigríði Sæmundsdóttur og eiga þau 5 börn. Karl er nú starfs maður Fjöliðjunnar hf. Eitt af þyí sem hvað mesta athygli vekur við framboð A1 þýðuflokksins að þessu sinni, svo að segja um land allt, er sú ánægjulega staðreynd, að ungir menn og konur skipa þar sætin að miklum meirihluta. Þessi þróun er í samræmi við stefnu flokksins og það traust, sem Alþýðuflokkurinn ber til unga fólksins. Þetta traust sannaði flokkurinn á sínum tíma með því ■ að beita sér fyrir lækkun kosningaaldurs í 21 ár, og enn á ný með því að hafa nú flutt tillögu um lækkun kosninga- aldurs i 18 ár. Á ísafirði er meðalaldur fram bjóðenda Alþýðuflokksins lægri en hjá noltkrum hinna flokk- anna. eða 39 ár. F.lzti maður listans er aðeins 56 ára, sá yngsti 22 ára. 6 menn eru 35 ára og yngri, eða á aldri þeirra, sem teljast til unghreyfingar- innar. Allt eru þetta menn, sem mikil afskipti liafa haft af fé- iagslegum málum og þekkja þau vandamál, sem að únga fólkinu snýr. Þetta únga fólk, sem skipar lista A1 þýðuflokksins á ísafirði, hefir • átt þar heima og þar vill það vera, og með framboði sínu vill Alþýðuflokkurinn gefa því tækifæri til að hafa áhrif á Ástvaldur Björnsson, er fædd- ur 30. marz 1932. Hann er múr ari að atvinnu og hefir unnið að þeirri iðngrein í alls um 11 ár, eða frá því hann hóf nám í iðn inni. Hin síðari ár hefir hann rek ið sjálfstæðan atvinnurekstur á- samt félaga sínum^ . Guðmundi Helgasyni, múrara ,og vinna að jafnaði hjá þeim þrír menn, aðrir. Ástvaldur hefir átt sæti í stjóm Byggingarfélags verkamanna. Kvæntur er Ástvaldur Ingileifu Guðmundsdóttur og eiga þau 3 börn. « ÍSAFJORÐUR er fyrsti kaupstaðurinn þar sem Alþýðuflokkurinn nær meirihluta í bæjar- stjórn. Meirihlutastjórn jafnaðarmanna gjörbreytti öllum rekstri bæjarfélagsins strax á fyrstu árum stjórnar þeirra. ísafjarðarkaupstað'ur eignaðist hafnarmannvirk- in og landið sein kaupstaðurinn stendur á, en hvort. tvcggja hafði áður verið í einkaeign. Bæj- arstjórnarmeirihluti jafnaðarmanna lét einnig leggja rafveitu fyrir kaupstaðinn, reisa stórt og vandað sjúkrahús á þeirra tíma mælikvarða, byggði fyrsta elliheimilið á íslandi, stofnsetti út- gerðarfélög, reisti mikið mjólkurbú sem tryggði kaupstaðarbúum næga mjólk og mjólkurafurðir, hóf byggingu íþrótta- og sundhallar og reisti nýj- jn gagnfræðaskóla auk ýmissa annarra framkvæmda. Hin öfluga og trausta stjórn jafnaðarmanna gerði það' fljótt að verkum, að ísafjarðarkaupstaður varð landsfrægur sem eitt höfuðvígi jafnaðarstefn unnar á Islandi Hreinum meirihluta héldu ís- firzkir jafnaðarmenn til ársins 1946 er íhald og kommúnistar tóku við stjórn bæjarfélagsins. Eítir sex ára samstjórn þessarar óheillasam- steypu hrökklaðist hún frá völdum og skildi hið áður blómlega bæjarfélag eftir í óreiðu og skuldafeni Verkamenn bæjarins höfðu ekki feng- ið kaup sitt greitt vikum saman og sama er að scgja um mánaðarkaupsmennina. Verzlunarskuld ir kaupstaðarins hlóðust upp unz svo var komið að jafnvel styrkþegar bæjarins áttu undir högg að sækja með úttekt brýnustu lifsnauðsynja auk þess sem allt lánstraust kaupstaðarins hjá bönk- um og lánastofnunum var þrotið. Það varð svo hlutskipti Alþýðuflokksins að taka við strand- góssinu og endurreisa álit ísafjarðar. Þetta tókst Alþýðúflokksmönnum méð ómetanlegri aðstoð bæjarstjórans Jóns Guöjónssonar og nú í dag er Isafjarðarkaupstaöur blómlegur framkvæmdasígð ur. Síðari árin hafa Alþýðuflokksmcnn stjórn&ð; ísafirði í samstarfi við Framsóknarflokkinn ogl Alþýðubandalagið. Þetta samstarf liefur gengiði, algjörlega árekstrarlaust og orðið þess valdantH að deilurnar, sem ísafjörður var áður frægur fyrir, hafa að mestu iagzt niður en í staðinn upptekið vinsamlegt samstarf og jafnvel minni- hlutinn, Sjálfstæðisflokkurinn lagt niður fyrri baráttuaðferðir sína og unnið með meirihlutanuin að farsælli stjórn kaupstaðarins. Nú fyrir bæjar stjórnarkosningarnar skeði hins vegar það að Framsóknarmenn rufu fyrirvaralaust þetta heilía ríka samstarf án þess einu sinni að geta bori'ð fram tylliástæðu til þess og neituðu algjörlega viðræðum um áframhaldandi samstarf. Þeir héldu að með ýmsum aðstæðum sem þeir hafa búið sér í bæjarfélaginu gætu þeir eitthvað aukið veg síns flokks og þá varð hagur kaupstaðarins aðf víkja fyrir flokkshagsmununum. Framsóknai- menn liafa því á ný innleitt Ulindastefnuna í bæj' armálum isafjarðar og kjósentíur á ísafirði munu. rækilega sýna þeim fram á það á kjördegi að í þeim efnum fara hagsmunir Framsóknarflokksins og hagur bæjarbúa ekki saman. Listi Alþýðuflokksins á ísafirði er skipaðtir jöfn um höndum reyndum mönnum og ungu og efrii- legu fólki Meðalaldur þeirra er listann skipa éi- aðeins 39 ár, elzti maður listans 56 ára en sá yngsti 22 ára. Unga fólkið á lisia AlþýðuflokksinD sannar það ótvírætt að æskan styður A-listann. * ísfirzkir kjósendur múnu á kjördegi veita þýöuflokknum atkvæði sitt, þeim fiokki er hefur ísafjörð að einum myndarlegasta Iandsins, og borið hitann og þungann af stjórn bæjarfélagsins undanfarin ár. stjórn og framgang bæjarmála. Störi' Alþýðuílokksins á liðn urn fimm ératugum hafa sýnt t það að hann er trausts verður. Stefnumál hans miða að því að húa okkur betra þjóðfélag og flokkurinn heíur ekkert það rnál iátið sér óviðkomandi, scm miðað hefur að þvi að bæta lífs kjör alþýðunnar. Stefna Alþýðu flokksins er stefna framfara og hagsældar og flokkurinn mun lialda áfram baráttu sinni fyrir land og lýð. Alþýðuflokkurinn gengur bjartsýnn til kosninganna. Framhald á 10. síðu. AtÞÝÐUBLAÐID - 17. maí 1966 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.