Alþýðublaðið - 17.05.1966, Page 8

Alþýðublaðið - 17.05.1966, Page 8
LEYSA ÞARF HUSNÆÐIS Það setur svip sinn á framboðs- lista Alþýðuílokksins við borgar stjórnarkosningarnar í Reykjavík, hversu mikið er af ungu fólki á listanum. Meðal fulltrúa ungu kyn slóðarinnar á A-listanum er Björg vin Guðmundsson, viðskiptafræð ingur. Björgvin er 33ja ára gam all Reykvíkingur. Hann varð stúd ent frá Menntaskólanum í Reykja vík vorið 1953 og lauk prófi í við skiptafræðum við Háskóla íslands vorið 1958.Hann var blaðamaður í 11 ár en hefur frá því, að hann hætti blaðamennsku um áramótin 1964—1965 starfað í viðskiptamála ráðuneytinu en þar er hann nú deildarstjóri. Sl. 5 ár hefur Björg vin annazt útvarpsþáttinn „Efst á baugi” ásamt öðrum. Björgvin er kvæntur Dagrúnu Þorvaldsdótt ur, en foreldrar hans eru Guð- mundur Kjartansson, verkamaður og kona hans Katrín Jónsdóttir. — Alþýðublaðið hefur komið að máli við Björgvin og átt við hann viðtal um nám hans og störf og þau mál, er nú ber hæst. — Þú byrjaðir ungur að starfa í Alþýðuflokknum? — Já, ég var 17 ára, ef ég man rétt, þegar ég innritaðist í Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Björgvin tók við umsjón útvarpsþáttarins „Efsta á baugi“ í jan. 1961 ásamt Tómasi Karlssyni. Þeir félagar höfðu umsjón þáttarins með höndum í tæp 5 ár eða þar til sl. haust. En síð- an hefur Björn Jóhannsson anriazt þáttinn með Björgvin. Mynd in er af þeim Tómasi og Björgvin. FOLKSINS Ég var þá handlangari hjá Eggert G. Þorsteinssyni ráðherra sem þá var múrari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Eggert var þá for maður Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík og dreif mig í félagið. — Eggert hefur þá kristnað þig í pólitíkinni, ef svo má til orða taka? —Það er kannski of mikið sagt. Ég hygg, að atvinnuleysis árin fyrir stríð og kröpp kjör, er ég átti við að búa í æsku, hafi átt stærsta þáttinn í því að gera mig að jafnaðarmanni. Faðir minn hefur ætíð verið verkamaður og kjör verkamanna voru oft bág borin, er ég var að alast upp. — Þurftir þú ekki snemma að byrja að vinna til þess að létta undir með heimilinu? — Jú, þegar ég var 13 ára gam al veiktist faðir minn langvarandi og með því, að vinna var næg í lok stríðsins, fékk ég vinnu á fullu kaupi hjá Vatnsveitunni, þ.e. yfir sumartíma. Næstu sumur vann ég ávallt í byggingarvinnu eða allt þar til, að ég hóf störf á Alþýðu blaðinu að loknu stúdentsprófi. — Þrátt fyrir erfið kjör, tókst þér að ganga menntaveginn. — Já og ég tel, að það sé fyrst og fremst Alþýðuflokknum að þakka, að menntun hefur síðustu áratugina verið fyrir alla, án til- lits til stéttar eða efnahags. Al- þýðuflokkurinn hefur átt stærsta þáttinn í því að opna skólana fyrir alla. — Tókstu mikinn þátt í stjórn málum á skólaárum þínum? — Já, þegar í Menntaskólan. um tók ég þátt í kappræðum um stjórnmál. Málfundafélagið Fram tíðin í Menntaskólanum í Reykja vík ræddi þá oftar stjórnmál en nú og þar leiddu menn saman hesta sína. í háskólanum starfaði ég í Stúdentafélagi jafnaðarmanna. — Tók ekki félagsmálastússið mikinn tíma frá náminu? — Jú, einkum í háskólanum það árið, er ég var formaður Stúdentaráðs. Sá vetur fór að mestu 'til spillis, þ.e. hvað nám snerti. : — Eb svo starfaðir þú jafnframt í æskul^'ðssamtökum Alþýðuflokks — Iíftir því sem tími leyfði, gerði ég það. Við ungu mennirnir í Alþýðuflokknum sóttum þá stjórn málafyrirlestra Gylfa Þ. Gíslason ar og Hannibals Valdimarssonar og drukkum í okkur hvert orð. — Þú varst lengi formaður í samtökum ungra jafnaðarmanna? — Ég var formaður FUJ í Reykjavík 1954—1955 og formað ur Sambands ungra Jafnaðar manna 1956—1962. — Það hefur þá verið lítill tími til þess að „stúdera” og vinna fyrir heimili. Iivenær gekkstu í það heilaga? — Ég kvæntist 1953 og hóf bú skap samhliða námi. Það var því ekki um annað að gera en að vinna með náminu. Öll skólaár mín vann ég fulla vinnu á Alþýðublað inu. Vinnutíminn var eins og tíðk ast á morgunblöðum, eftir hádegi og á kvöldin. Ég sótti tíma í háskólanum fyrir hádegi en vann eftir hádegi og stundum fram á nótt. Jú það ,var oft lítill tími til lesturs. En fyrir prófin reyndi ég að taka mig á og lesa í skorp um. Tók ég venjulega nokkurt frí fyrir vorprófin. — Ekki hefurðu þó tekið loka próf án þess að hafa góðan tíma til letsturs. — Nei ég tók mér 6 mánaða frí fyrir lokaprófin. Það vildi þá svo vel til að ég átti rétt á 3ja mánaða leyfi á fullu kaupi eftir 5 ára starf sem blaðamaður. Ég þurfti því ðeins að vera kauplaus í 3 mánuði. — Þú átt marga stráka og áttir nokkra þegar á skólaárum. Vildu þeir ekki valda ónæði við námið? — Við áttum fjóra stráka er ég lauk háskólanámi en aldrei urðu þeir mér til trafala við nám ið. Ég hvgg að félagsmálastússið hafi tafið meira fyrir mér. Nú eru strákarnir okkar orðnir sex. — Ertu að safna í knattspyrnu lið, eða hvað? - Ég er oft spurður þessarar spurningar. En ég held, að ég láti handboltalið nægja. — Þú hélzt áfram í blaðamennsk unni eftir viðskiptafræðiprófið? — Já, upphaflega ætlaði ég að eins að vinna við blaðamennsku meðan ég væri við nám. Ég ílengd ist í starfinu, bæði vegna stjórn málanna, svo og vegna ábyrgðar starfa, er mér voru falin við blað ið. — Hvernig líkaði þér blaða- mennskan? — Mjög vel. Mér þótti liún skemmtilegt starf. Hún gat að vísu verið erilsöm og þreytandi en líf ræn og spennandi var hún. Og ég tel. að hún sé einnig þroskandi starf. — Hvaða þátt blaðamennsk- unnar féll þér bezt við? — Því er erfitt að svara. Ég hygg þó a’ð fréttamennskan sé ætíð skemmtilegust, einkum ef líf legt er í fréttum. Það var mjög gaman að vinna við Alþýðublaðið þegar Gísli J. Ástþórsson var rit stjóri og við birtum í blaðinu hverja „sensasjonina” á fætur ann arri. — Er ekki rnikill munur á starfi ^jaðamanns og embættismanns? Myndin er tekin á heimili Bj irnir standa, þeir Björgvin 10 2ja ára. Við hlið lians situr — Jú, en þó fer það mikið eftir því hvaða þótt blaðamennsk unnar maður hefur í huga.Eg starf aði á mínum blaðamannsferli við öll stig blaðamennsku við prófarka lestur, umbrot, fréttasöfnun, stjórn málaskrif, fréttastjórn og ritstjórn. Það var vissulega mikll munur á því að standa I prentsmiðju við umbrot á blaði og að vinna í ráðu ne.vti. En það er ekki mikill mun ur á því að semja grein um við skiptamál í blað og að skrifa skýrslu um svipað efni í stjórnar ráðinu. — Saknar þú ekki blaðamennsk unnar? — Nei, þó undarlegt sé, geri ég það ekki. Það er sennilega að nokkru leyti vegna þess, að ég iiefi ekki slitið böndin við blaða mennskuna að öllu leyti. Ég annast enn útvarpsþáttinn „Efst á baugi”, og skrifa ávallt talsvert í blöð. En einnig mun ástæðan sú, að ég er í skemmtilegu starfi sem að hluta er mjög hliöstætt þeim þætti blaða mennskunnar er ég sinnti síðustu árin, er ég starfaði við dagblöð; en þar á ég við athugun markaðs málanna í Evrópu. — í hverju er starf þitt í við skiptamálaráðuneytinu einkum fólgið? — Segja má, að starf rnitt sé tvíþætt. í fyrsta lagi vinn ég í gjaldeyrismálum og er full- trúi viðskiptamálaráðuneytisins, Gjaldeyrisdeild bankanna. En í öðru lagi vinn ég að athugun á markaðsbandalögum og þeim al- þjóðastofnunum um viðskiptamál, sem ísland er aðili að. — Er ekki unnið illa í stjórn arráðinu? — Nei síður en svo. Þar er mjög vel unnið. Menn mæta vel þar sem ég þekki til og ganga vel að sínu verki. Allt tal um slæm vinnu brögð í stjórnarráðinu er „þjóð saga” ein. — Er samt ekki mikijl munur á hraða vinnubragða á dagblaði og í ráðuneyti? — Jú, vissulega. Blaðamennskan er hraðvinna en embættismanna staríið krefst nákvæmni og glöggr ar athugunar. Það verður að taka tillit til þess þegar störf blaða Viðtal við Björgvin Guðmu skipar þriðja sæti A-listan: $ 17. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.