Alþýðublaðið - 17.05.1966, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 17.05.1966, Qupperneq 11
tsRitsti^rf Örn Eidsson Igerésj iafntefli MARKALAUSIR leikir í knatt- spvrnu geta verið skemmtilegir, þó mörkin séu hins vegar há- púnktur sóknarinnar og meginvið- burður, hverju sinni. En til þess að slíkir markalausir leikir séu skemmtilegir, þuría þeir að vera fjörlega og skipulega leiknir. En l þrátt fyrir það þó bæði skorti mörk og skipulegan leik, geta þeir samt verið spennandi. Leikur Vals og Þróttar í Rvíkur mótinu á sunnudagskvöldið, sem lauk með jafntefli og án marka, var einmitt dæmigerður slíkur leikur, spennandi en lítið skemmti legur. Spennandi vegna þess að tilviljunin ein gat ráðið því, hvort liðið hlyti sigur með „heppnis" marki, sem gat borið að á hinn ólíklegasta hátt. Óskemmtilegur að öðru leyti, vegna lélegra og fálmkenndra vinnubragða beggja liða einkum framlínunnar. Sókn- araðilarnir áttu aldrei allan leilt- inn, teljandi skot að marki. Vá> vantaði Hermann Gunnarsson í sína framlínu og virtist það skipta meginmáli fyrir liðið og þróttar- framlínu virtist skorta þol. Beztu menn beggja aðila voru framverð- irnir, Ómar Magnösson og Jóti Björgvinsson hjá Þrótti og HalK dór Einarsson og Björn Júlíus- son hjá Val. Þeir börðust allir af miklum dugnaði. Valsmenn sóttu fast á til a3 byrja með og áttu þá möguleika á forskoti, sem hefði átt að end- ast þeim til sigurs, en tókst ekkk Síðan jafnaðist leikurinn og skipu lagslitlar sóknir skiptust á, o;a> honum lauk með jafntefli, eins og ; áður segir, sem eftir öllum gangi ; hans, virtust vera næsta réttlál úrslit. | j Steinn Guðmundsson dæmdi leikinn. — EB. Þátttakcndur í Fjórðungsglímu Norðlendinga, Þóroddur Jóhannsson, sigunægarinn í miðið. Fjorbungsglímumót Nor&lendinga: ÞóroddurJóhannsson sigraði, hlaut 4 vinningar Fjórðungsglímumót Norðlend- ingafjórðungs var háð á Akur- eyri laugardaginn 30. apríl sl. — Þátttakendur voru 5, þrír frá Ung mennasambandi Eyjafjarðar og 2 frá íþróttabandalagi Akureyrar. Þetta er í fyrsta skipti sem Fjórðungsglímumót Norðlendinga- fjórðungs er háð. Keppt var um fagurt glímuhorn, sem Kaupfélag Eyfirðinga gaf til þessarar keppni. Úrslit glímunnar urðu þau, að sig- lirvegari varð Þóroddur Jóhanns- son frá Ungmennasambandi Eyja- fjarðar. Ú r s 1 i t : Þóroddur Jóhannsson, Umse 4 Hafnfirðingar eru efstir LITLA bikarkeppnin hélt áfram um helgina Á laugardag sigruðu Keflvíkingar Breiðablik úr Kópa- vogi með 7 mörkum gegn engu. Staðan í hléi var 4 gegn 0. Jón Ólafur skoraði 2 mörk, Sigurður Albertsson tvö úr víti og Magnús Torfason og Karl Hermannsson 1 hver. Á sunnudag gerðu Akurnes- ingar og Hafnfirðingar jafntefli 2 gegn 2. — Hafnfirðingar ;eru nú efstir í keppninni með 5 stig, Keflavík 4, Akranes 3 og Breiða- blik ekkert stig. Valgeir Stefánsson, Umse 3 Sigurður Sigurðsson, íba 2 Ólafur Ásgeirsson, íba 1 Einar Benediktsson, Umse 0 Mótið hófst kl. 4 stundvíslega þann 30. apríl sl. í íþróttasal barna skólans á Akureyri, með því að formaður íþróttabandalags Akur- eyrar, ísak Guðmann, flutti snjalla ræðu um gildi íþrótta almennt og tildrög þessarar fyrstu fjórðungs- glímu Norðlendingafjórðungs. — Einnig minntist hann á hinn fagra grip, er glíma átti um og gefinn var af Kaupfélagi Eyfirðinga. Er það horn eitt veglegt, er keppa skal um ár hvert, og vinnst það til fullrar eignar, ef sami maður vinnur það þrjú ár í röð eða fimm sinnum alls. Þá hófst glíman, og var Haraldur M. Sigurðsson glímu stjóri. Yfirdómari var Þorsteinn Kristjánsson frá Reykjavík. Með- dómarar voru: Sverrir Sigurðsson frá Arnarvatni og Haukur Berg frá Akureyri. Að glímunni lokinni afhenti Þorsteinn Kristjánsson, lands- þjálfari Glímusambands íslands, sigurvegurunum verðlaun og sleit mótinu með nokkrum hvatningar- orðum til norðlenzkra glímumanna Glíman einkenndist af dreng- skap og góðum vilja til að gera sitt bezta. Framkoma öll var góð, og auðséð, að kennarinn, Haraldur M. Sigurðsson, hefur lagt mikla rækt við kennslu á grundvallar- atriðum glímunnar. Bol og níð var ekki sjáanlegt í þessari glímu, og vonandi tekst Norðlendingum að halda ótrauðir áfram á sömu braut. Er þá sennilegt, að frá þeim komi snjallir og góðir glímumenn í fram tíðinni. — Þ.K. Ármann J. Lárusson sigraði hlaut 7 v< Ármann J. Lárusson, Breiða- nú eru 60 ár síðan fyrst var glíxnt bliki sigraði í 56. Íslandsglímunni, sem fram fór í Austurbæjarbíói á laugardag. Hann hlaut alls 7 vinn- inga og felldi alla keppinauta sína. Annar varð Sigtryggur Sig- urðsson, KR, með 6 vinninga og þriðji varð Ingvi Guðmundsson með 5 vinninga. Áður en glíman hófst flutti menntamálaráðherra, dr Gylfi Þ. Gíslason ávarp, en Gísli Halldórs- son, forseti ÍSÍ setti glímuna, en um Grettisbeltið. VORMÓT ÍR í frjálsum íþrótt- um fer fram á Melavellinum 24. maí næstk. Keppt verður í eftir- töldum greinum: 100 m. hlaupl, 800 m. hlaupi, 4x100 m. boðhlaupl, 100 m. hlaupi drengja, langstökkA, hástökki, kúluvarpi, sleggjukastA spjótkasti og kringlukasti. Þátttökutilkynningar sendist Karli Hólm, formanni Frjáls- íþróttadeildar ÍR í síðasta lagi 1A maí. Pétur Kristjánsson afhendir forseta íslands merki Tyrsta daginn syntu 383 í Reykjavik. norrænu sundkeppninnar á sunnudagsmorgun. VaSur og Þróttur ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. maí 1966 II.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.