Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 1
Nliðvikudagui 1. júní 1966 — 47. árg. — 121. tbl. — VERÐ 5 KR. 24 skip meö 4,455 tonn Gott veður var á síldarmiSun- um sl. sólarhring. Veiðisvæðið er 220—260 milur réttvisandi NA frá Glettingarnesi. Síldin er mjög stygg og erfið viðureignar. Samtais fengu 24 skip 4.455 tonn. Axel Benedikts- son látinn &fM| - mm Upplýsingar frá síldarleitar- skipinu Hafþóri um afla einstakra skipa. Gullberg NS 130 tonn, Halkion VE 240, Auðunn GK 150, Björg N K 170, Heimir SU, 220, Margrét SI, 200, Guðbjartur Kristján IS 200, Krossanes SU 160, Jón Finns son GK 210, Björgvin EA, 60, Gull ver NS 280, Óskar Halldórsson, RE 230, Siglfirðingur SI 190, Ás- björn, RE 190, Bjartur NK 235, Guðmundur Pétursson, IS 170, Sigurður Bjarnason, EA 170, Bára SU 200, Ólafur Sigurðsson, AK, 260, Guðrún Þorkelsd. SU 150, Þorsteinn RE 200, Guðrún GK 150 Gullfaxi NK 120, Bjarmi II. 170. S BRENNA SIG TIL AXEL BENEDIKTSSON, fyrr- um skólastjóri, andaðist í Landa kotsspítala annan dag hvítasunnu eftir nokkurra mánaða sjúkdóms- legu. Axel Benediktsson var fæddur að Breiðabóli á Svalbarðsströnd 24. april 1914. Hai'.n lauk stúd- entsprófi frá Menntaskóianum á Frh. á 14. síðu. SAIGON, 31. maí (NTB-Raut- er). — Stjórnin í Suður-Víetnam og leiðtogar Búddatrúarmanna gerðu í dag misheppnaða tilraun til að binda enda á ólgu þá sem ríkt hefur meðal landsmanna að undanförnu og er nú komin á það stig að styrjöldin gegn Viet cong hefur horfið í skuggann. Samtímis skoraði einn af leiðtog um búddatrúarmanna á stuðnings menn sína að mótmæla ekki her foringjastjórn Kys forsætisráð- herra með því að brenna sig til bana. Fimm manns hafa ráðið sér bana undanfarna þrjá daga með þvi að væta klæði sín benzíni, kveikja í þeim og brenna sig til bana. 17 ára gamall búddastúdent fyrirfór sér með þessum hætti í dag í Hué í norðurhluta lands- MWIMMMMtmtMMMMMMMMMIMWWMWIMWWWMWMIWHMWMMMMMWWMWMM* Slógu upp balli á torginu Reykjavík. OÓ. NÆR þúsund franskir sjó- liðar áttu . heldur daufa vist í Reykjavík um hvítasunnuhelg- ina. Þá daga sem herskipin dvöldu hérlendis var látlaus rigning og dimmt yfir. Ekki bætti úr skák að vegna trúar- hátíðarinnar voru öll veitinga- hús lokuð á sunnudag og hvergi mátti dansa á laugardagskvöld. Sjóliðarnir gátu lítið gert sér til dundurs meðan á kurt eisis heiinsókninnf stóð annað en rangla um regnvotar göturn ar og staldra við og brosa til þeirra tiltölulega fáu stúlkna, sem þar voru á ferli. En eins og kunnugt er leitaði mikill hluti æskulýðs höfuðborgarinn- ar út í guðsgræna náttúruna um helgina og kaus heldur rigninguna á Laugarvatni og í Borgarfirði en rigninguna í Reykjavík. Þegar sjóliðarnir voru orðnir úrkula vonar um að nokkurs staðar væri hægt að skemmta sér á laugardagskvöldið tóku þeir til eigin ráða og slógu upp eigin balli á Lækjartorgi. Söfnuðust þeir þar margir sam an og drógu upp munnhörpur og mandólín úr pússi sínu og léku dátt. Safnaðist þarna að talsverður mannfjöldi og var ekki að sjá að neinum þætti framin helgispjöll. Á hvítasunnudag fengu nokk- ur hundruð sjóliða landgöngu- leyfi. Þann dag var aðeins eitt veitingahús opið í höfuðborg- inni Var það Kjörbarinn við Lækjargötu. Enda var .ekki að sökum að spyrja að hann varð yfirfullur af Fransmönnum all- Frh. á 14. síðu. ins, en þar hafa búddatrúarmenn staðið fyrir óeirðum í marga mánuði. Ky forsætisráðherra og Van Thieu forseti voru i forsæti sex manna ráðherranefndar, sem í dag settist að samningaborði með nefnd búddatrúarmanna undir for sæti Thieh Tan Chau. Eneinn ár angur náðist á fundinum. sem stóð í tvo tíma, en annar fund ur hefur verið boðaður á morgun. Búddatrúarmenn endurtóku kröfu sína um, að stjórn Kvs færi frá völdum, að efnt yrði til kosn inga og að stjórn borgara yrði skipuð. Eina krafan sem stjórn in vildi ganga að á fundmum í dag var sú, að óbreyttir borgarar yrðu skipaðir í stjórnina. í Hué fjarlægðu stúdentar í dag Frh. á 14. síðu. Balletskólinn j lýkur störfum j í tilefni þess að starfsár Ball 5 ettskóla Þjóðleikhússins var að | ljúka brugðum við okkur upp 1 í Þjóðleikhús og litum inn á = síðustu æfingarnar í yngstu 1 flokkunum hjá ungfrú Fay : Werner, sem verið hefur kenn- j ari skólans í tvö ár og verður j ; am.k. næsta ár. Ungfrú Werner hefur bæði j i dansað og kennt ballett í heima j i landi sínu, Englandi, og ferð- [ i ast sem aðstoðarstjórnandi ball- j i ettsflokks og dansmey um ír- ; i land og Ameríku. Og hún hefur j i vissulega sínar skoðanir um j i ballett og ballettkennslu: íslendingar þurfa amk. að i j fara að hugsa um að bæta i j ballettkennsluna ef þeir gera i j sér vonir um að koma einhvern j tíma upp þokkalegum ballett- i j flokki. Ballettskóíi Þjóðleik- j hússins þarf að geta gert ráð Framhald á 15. síðu. WWWIWMWMIWWWWWW.WMMMIWW Blöðin hækka ÖLL dagblöðin í Reykjavík hækka um þessi mánaðamót: Áskriftarverð Alþýðublaðsins verð ur framvegis 105 krónur á mán uði, en var áður 95 kr. og auglýs ingaverðið 65 kr. á dálksentimet er, en var áður 60 kr. Hins vegar verður lausasöluverðið hið sama og áður, aðeins 5 krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.