Alþýðublaðið - 14.06.1966, Síða 1
ÞriSjudagur 14. júní 19SG — 47. árg. — 131. tbl. — VERÐ 5 KR.
Ný flugvél
Þessi vél, sem er af gerð-
inni PIPER PAWNER, kem
ur í stað áburðardreifingar
véiarinnar sem fórst á dögun
um. Svo mikið þótti ligg.ia
við að fá aðra í staðinn,
að landhelgisgæzluvélin var
send gagngert eftir henni
til Bandaríkjanna.
(Mynd: JV.).
FRÁSÖGN ÞJÓÐVILJANS þess efnis, að slitnað
hafi upp úr samningatilraunum milli verkalýðsfélaga
og atvinnurekenda, er mjög villandi. Hefur aðeins
slitnað upp úr samtölum um hugsanlegt bráðabirgða
samkomulag, er gildi fram á haust. Að þeirri hug-
mynd frátalinni ættu viðræður um nýja heildarsamn
inga nú að geta hafizt með fullum krafti.
Alþýðublaðið sneri sér í gær til tveggja ráð-
herra Alþýðuflokksins, þeirra Emils Jónssonar, og
Gylfa Þ. Gíslsonar, og spurði þá um samningamálin.
Sögðu þeir, að samningarnir hefðu á núverandi stigi
alls ekki komið til kasta ríkisstjórnarinnar.
Það verður
dregið 20. júní.
Hafið þér fengið
yður miða?
Ef ekki, þá
í síma
22710
HAB
I vor varS samkomulag milli
ríkisstiórnarimnar, verkalýðshreyf-
inarinnar og atvinnurekenda um
að skipa fjórar nefndir, sem skyldu
vinna ýms undirbúningsstörf fyrir
væntanlega samningagerð á þessu
sumri. Nefndirnar eru þessar:
1) Nefnd til að athuga hús-
næðismálin.
2) Nefnd til að athuga vinnu-
tíma.
3) Nefnd til að kanna orsakir
verðbólgumiar.
4) Nefnd til að fjalla um at-
vinnuástandið á Norðurlandi.
Þar að auki standa yfir sérstak-
ar viðræður um nýjan grundvöll
visitölunnar.
í öllum þessum nefndum eiga
sætl menn frá ríkisstjórninni,
verkalýðshreyfingunni og atvinnu
rekendum. Háfa nefndirríar énn
ekki lokiö störfum eða skilað á-
liti. Er varla hægt að segja, að
slitnað hafi upp úr samningum,
Framhald á 14. síðu.
Hitabylgja fyrir norðan
veldur vegatálmunum
Reykjavík. — GbG.
í FYRRADAG gekk hitabylgja
yflr Norðurland, sem olli því, að
vöxtur hljóp í ár og læki, sem
síðan runnu yfir vegi og ollu
nokkrum skemmdum. Þannig rann
yfir veginn á Öxnadalsheiði í gær,
en ekki var vegurinn þó lokað-
ur. Svarfaðardalsá rann í gær rigningu, sem á hefur dunið að
yfir veginn hjá Dalvík, en þeir
töldu sig þó ekki innilokaða af
þeim sökum.
í samtali við vegaeftirlitið kom
í ljós, að viða um land er ennþá
klaki í jörðu, sem veldur því, að
jörðin tekur ekki við allri þeirri
’ékk morbhótun frá Islandl
DANSKUR maður, nýkom-
inn frá Grænlandi, hringdi
fyrir nokkrum dögum frá
Reykjavík til konu í Kaup-
mannahöfn og sagðist vera á
leiðinni til Danmerkur þeirra
erinda að spretta upp magan-
um á fyrrverandi eigin-
manni konunnar.
Morðkandidatinn, sem er
53 ára að aldri, hafði verið
við vinnu í Meistaravík á
Grænlandi, en búið var að
segja lionum upp stöðu sinni
þar.
Þegar maðurinn kom til
Kaupmannahafnar hringdi
hann nokkrum sinnum í kon-
una og vildi hitta hana að
máli, en hún vildi ekkert liafa
með hann að gera. Þá hringdi
hann í vinkonu liennar og bað
hana að koma í kring stefnu-,
móti en hún neitaði einnig.
Konurnar hafa nú báðar kært
manninn fyrir morðhótanir.
Bera þær að liann hafi sagzt
hafa skotvopn í fórum sínum,
og hafi hótað að nota það til að
ryðja ýmsum persónum, sem
honum ekki líkar við, úr vegi.
Manninum hefur nú verið
stefnt fyrir rétt í Kaupmanna-
höfn og er hann ákærður fyrir
morðhótanir. Hann neitar sak-
argiftum, og segist hafa verið
drukkinn, þegar hann var að
tala við konurnar og hafi að
vísu tekiS nokkuð stórt upp í
sig, en hafi ekkert meint með
því. Dómur í málinu er enn
ekki fallinn.
undanförnu. Það er aðeins inni í
Eyjafirði og sums staðar í Eyja-
fjarðarsýslu, að klaki er horfinn,
þ. e. á þeim slóðum, þar sem
snjóalög voru komin á undan al-
varlegum frostum og komu f veg
fyrir að jörð frysi að nokkru ráði,
og svo á Suðurlandi, einkum í
Rangárvalla- og Skaftafellssýsl-
um. Klaki er enn í nágrenn
Reykjavíkur, nema rétt næst sjó
Þannig er enn klaki í kartöflu
görðum í námunda við Álafoss.
Búið er að moka veginn frá Hóls
fjöllum niður í Vopnafjörð, en
hann varð samstundis ófær vegna
aurbleytu. Færð liefur víða versn-
að á Suðurlandi vegna rigning-
anna. Fjarðarheiði er ófær, ófært
er á Vestfirði, Þingmannaheiði og
Þorskafjarðarheiði ófærar nema
jeppum.
f samtali við Veðurstofuna
inntum við Jónas Jakobsson veð-
mWWVtWi'yVWWWWWWmWmiiWViWWWjVt'iÆWWV HtMtWWVWWtWMMWWWWWtmWMMtWMWWWWWMWWW
Framhald á 14. síðu.