Alþýðublaðið - 14.06.1966, Side 10
j=RitstiórTOm
! iöasti leikur Norwich er á morgun,
fiá leikur liðiö við ÍBK i Njarðvíkum
á
rvalið stóð sig sæmilega -
n Norwich sigraði með 2:1
ÞAÐ var sunnan rok og rigning
'Akranesi sl. sunnudag er Úrvals
lfc landsliðsnefndar lék við enska
1 íið Norwieh. Þrátt fyrir þessi
semu skilyrði komst íslenzka lið-
í saemilega frá lelk sínum og
r ega að minnsta kosti vel við úr-
slitin una, sérstaklega, ef úrslit-
in í leiknum við Dndee á dögun-
um eru höfð í huga.
Það var vörnin sem var sterk-
a ‘i hluti liðsins og barðist hún
\ ;1 allan leikinn út.
■Framlínan hafði ekki árangur
s >m erfiði og var greinilegt að
1 ún kunni ekki að notfæra sér
\ indinn í fyrri hálfleik. Það var t.
d mjög áberandi hjá Herði Mark-
ain hvað hann missti boltann oft
ut af, á hægri kantinum í fyrri
’álfleik af þessum sökum.
Allmiklar breytingar voru á ís-
lþnzka liðinu í leiknum.
Ellert Schram lék ekki, en í hans
að kom Jón Leósson. Þá yfir-
dáfu þeir leikvöllinn í fyrri hálf-
1 ?ik. Eyleifur og Guðmundur Har-
i Idsson, en í staðinn komu Skaga-
r íennirnir Guðmundur Guðmunds
spn og Matthías Hallgrímsson.
Fyrri hálfleikur var nokkuð
jafn, en þá sóttu íslendingarnir
undan vindinum, sem þeir kunnu
ekki að notfæra sér.
Það voru Bretarnir, sem skor-
uðu fyrsta mark leiks, eftir um
hálftíma leik og var það Bryce-
land innherji sem það skoraði.
Vonuðu margir að íslendingarnir
mundu svara fyrir sig, en sú von
brást og lauk hálfleiknum án þess
að fleiri mörk væru skoruð.
Eftir um 12 mín. leik í síðari
hálfleik bæta Bretarnir öðru marki
við, eftir misheppnað útspark. —
Curran. útherji, náði knettinum
og skoraði frá vítateigshorninu
með ágætu skoti, en Guttormur
markvörður var of seinn niður og
missti af knettinum.
Nokkru fyrir leikslok náðu ís-
lendingar að skora. Náðu þeir upp
ágætri sókn og skoraði Hermann
miðherji.
Lauk leiknum því með naumum
sigri Norwich, 2 gegn 1.
Landsliðsnefnd getur eftir at-
vikum verið ánægð með leik liðs
síns. Henni er vissulega mikill
vandi á höndum, með að velja
lið, eins og ástatt er, þar sem fáir
skara fram úr, en meðalmennsk-
an virðist allsráðandi hjá knatt-
spyrnuliðunum í dag.
Varnarliðsmennirnir, Guttorm-
ur, Árni, Ársæll og Þorsteinn áttu
allir ágætan leik og börðust vel
allan tímann. Jón Leósson, sem
kom inn sem varamaður, var að
vísu með slakara móti, en hann
hefur sýnt að hann á heima í lið-
inu.
Framlínan átti slæman dag og
náði aldrei að ógna, svo orð sé af
gerandi, ef undan er skilið þetta
eina mark sem skorað var. Því
ekki að notfæra sér vindinn í
fyrri hálfleik og reyna langskot?
Norwich átti að þessu sinni ekki
eins góðan leik og á móti Skaga-
mönnum á föstudaginn. En eins
og við var að búast voru þeir
fremri á öllum sviðum. Blautur og
háll völlur er ekkert óvenjulegt
fyrir þá, þar sem þeir leika meiri
hlutann af sínu keppnistímabili
við slíkar aðstæður. Helzt hefur
það verið rokið og kuldinn sem
hefur háð þeim. Magnús Péturs-
son dæmdi leikinn og gerði það
vel. — Síðasti leikur Norwich hér
á landi að þessu sinni, verður við
Keflvíkinga og fer hann fram nk.
miðvikudag á grasvellinum í Njarð
I vík. — Hdan.
Bergsveinn Alfonsson (með knöttinn) skoraði mark úrvalsins í
leiknum á Akranesi. — Myndir: JV.
Mikil þátttaka í
Firmakeppni G.R.
Iíermann sækir að markverði Norwich í leiknum á sunnudag.
Hin árlega Firmakeppni G.R.
hófst á velli félagsins við Grafar
holt, laugardaginn 4. júní og lauk
eigi fyrr en síðdegis næsta dag.
181 firma tók þátt í keppninni.
Á laugardag var keppnin mjög
tvísýn og fór svo að eftirtalin 5
firmu voru jöfn í 'fyrsta sæti að
loknum 18 holum.
1—5. Blóm og ávextir, (kylfing
ur Hans ísebarn). Kristján Ó.
Skagfjörð (kylfingur Jón Þór Ó1
afsson) Bifreiðastöð Steindórs
(kylfingur Þorvarður Árnason)
Gufubaðstofan Kvi'thaga 29 (kylf
ingur Sveinn Snorrason)
Þennan dag kom skemmtilegur
atburður fyrir. Páll Ásgeir Tryggva
son lék fyrir Vogaver lék síðustu
Iholuna í umferðinni „í höggi“
(hole in one). Þetta skeði á 2.
holu, sem er 145 metra löng. Auk
þess er þetta í fyr>-ta sinn, er
Páll leikur „holu í höggi“, þó að
hann hafi stundum verið sjónar
vottur að slíku. Nokkrum dögum
áður en Firmakeppnin hófst, lék
frú Ólöf Geirsdóttir sömuleiðis
„holu í höggi“ þ.e. að segja 11
hoTuna, sem hlýtur að teljast mjög
vel að verið enda hefur frúin not
ið ágætrar leiðsagnar golfkennara
IféCagsirns, Magnúsar Guðmunds
sonar frá Akureyri. Frú Ólöf er
nýliði í golfíþróttinni og leikur
mjög sæmilega miðað við svo
skamman tíma.
Þessi 5 firmu léku síðan tij úr
slita sunnudaginn 5. júní. Leiknar
voru 18 holur (höggleikur). Eftir
harða og skemmtilega keppni feng
ust úrslit í Firmakeppni G.R. 1966
úrslit urðu sem hér segir.:
Sigurvegari varð Verzlunin Þing
holt (kylfingur Jón Þór Ólafsson)
á 89—29 60 högg
2. Kristján Ó Skagfjörð (kylfing
ur Tómas Árnason) á 81—19 62
högg.
3.-4. Bióm og ávextir (kylfingur
Hans ísebarn) á 88—22 66 högg.
3.-4. Gufubaðstofan Kvisthaga 29
(kylfingur Sveinn Snorrason) 88
—22 66 högg.
5. Bifreiðastöð Steindórs (kylfing
ur Þorvarður Árnason) á 88—21
67 högg.
Golfklúbbur Reykjavíkur er ört
vaxandi íþróttafélag og metur mik
ils þann góða stuðning, sem fé
laginu var veittur með svo góðri
þátttöku í Firmakeppni félagsins
að þessu sinni.
Frá Goífklúbb
Suðurnesja
Úrslit keppninnar um „Aðal-
stöðvarbikarinn1 ‘ fóru fram á
Hólmsvelli í Leiru miðvikudaginn
8 þ.m. við erfðar aðstæður, suð
austan roki og rigningu.
Þorbjörn Kjærbo sigraði Þor-
geir Þorsteinsson í úrslitum í mjög
jöfnum og tvísýnum leik Hafði
Þorbjörn eina holu yfir eftir að
18 holur höfðu verið leiknar.
Keppnin um „Aðalstöðvarbikar
inn“ hófst 21. fyrra mánaðar og
hefir verið mjög skemmtileg og
þátttaka í henni góð.
Beztum árangri í undanrás með
forgjöf náðu þessir:
Jón Þorrteinsson 70 högg, mínus
13=57. Hafsteinn Þorgeirsson 73
högg, minus 9=64. Högni Gunn
laugsson 91 högg, mínus 26 = 65.
Kristján Pétursson 84 högg, mínus
19 = 65.
Án forgjafar náðu bezturn ár
angri:
Framhald á 11. síðu.
20 ALÞÝUBLAÐIÐ — 14. júní 1966