Alþýðublaðið - 22.06.1966, Síða 7

Alþýðublaðið - 22.06.1966, Síða 7
WILSON Á VIÐ MÖRG VANDAMÁL AD GLÍMA Wilson forsætisráðherra hefur sýnt, að hann liefur enn full komin tök á þingflokki sínum. Nýlega samþykkti þingflokkur inn með hreinum meirililuta at kvæða stefnu stjórnarinnar í varnarmálum „austan Súez- skurðar", en lengi hafa verið háðar miklar deilur um þessi mái. Hins vegar standa and- H • W l L6> o Nl stæðingar þessarar stefnu bæði til hægri, vinstri og í miðju í flokknum, og er hér því um að ræða mjög áhrifamikinn minnihluta, sem kann að láta til sín heyra síðar. Varnarmálastefna stjórnarinn ar er á þá leið, að Bretar hafi enn skuldbindinga að gæta um allan heim og að návist Breta í Asíu sé nauðsynleg ef standa eigi við þessar skuldbindingar. 50.000 brezkir hermenn eru nú í Malaysíu og Singapore, 20,000 í Aden og í Hongkong er setu lið 4,000 manna. Auk þess eru var því gleðileg traustsyfirlýs ing við Wilson, sem hefur einn ig mætt miklu andstreymi á öðrum sviðum að undanförnu. Hvorki Wilson né öðrum kom það á óvart, að þingflokkur inn skyldi þá fyrst valda hon um verulegum erfiðleikum, þeg ar meirihluti Verkamannaflokks ins í Neðri málstofunni jókst í 97 atkvæði. Nú hefur einnig kastazt í kekki með stjórninni og verkalýðshreyfingunni, þó að stjórn verkalýðshreyfingár innar hafi að vísu lýst yfir sam stöðu sinni með forsætisráðherr anum. FARMANNAVERKFALLIÐ sýnir hvað það getur valdið hon um miklum erfiðleikum að halda fast í sparsemdarstefnuna í launamálum. Stjórnin hefur gert það nokkurn veginn að grundvallaratriði að hvika hvergi fyrir kröfum farmanna og einnig er fast lagt að stjórn farmannasambandsins að gefast upp. En farmannasambandið sit ur enn fast við sinn keip og hef ur ekki gert sig líklegt til að slá hiðí minnsta af kröfurrt sínum þrátt fyrir tilraunir sátta nefndar ríkisstjórnarinnar til að finna málamiðlunarlausn á deilunni. Og meðan á þessu þófi stend ur heldur farmannaverkfallið áfram og veldur efnahag Breta stórkostlegu tjóni. Allt bendir KASTLJÓS 70—80 brezk herskip að stað aldri á Indlandshafi. Þessar skuldbindingar kosta mikið fé, og mikilli byrði væri létt af viðskiptajöfnuðinum ef bimdinn yrði endir á nærveru Breta í fjarlægum heimshlut um. Ef sættir takast með Indó nesum og Malaysíumönnum, eins og allar líkur benda nú til, fá fylgismenn brottflutnings enn eitt vopn í hendur. En Wil son verður einnig að taka tillit til skuldbindinga sinna gagn vart Bandaríkjamönnum, og Bandaríkjastjórn lítur á dvöl brezkra hersveita Suðaustur- Asíu sem mikilsverða aðstoð, enda þótt hún telji ekki þörf á því að Bretar sendi hersveitir til Víetnam. Ástralíumenn hafa einnig ótvírætt látið í ljós von um að hersveitir Breta verði um kyrrt á þessum slóðum eins lengi og unnt er. Stuðningur flokksins ivið stefnuna „austan Súezskurðar“ til þess að Wilson telji að skyn samlegra sé að taka þeim áföll um, sem verkfallið veldur um stundarsakir, heldur en þeim langtímaáföllum, sem af mundi hljótast ef hann opnað; fyrir flóðgáttir nýrra launakrafa ann arra hópa. En vitað er að, ef farmenn fá kröfum sínum fram gegnt munu önnur verkalýðs félög heimta samsvarandi launa hækkanir. Þá kæmist sú stefna stjórnarinnar að viðhalda jafn vægi í efnahagsmálum í hættu. En áhrif farmannaverkfalls- ins eru nú þegar orðin svo al varleg, að það hefur stofnað ráðstöfunum stjórnarinnar til að auka útflutning i hættu, en þar við bætast aðrir erfiðleikar Ráðstafanir stjórnarinnar gerðu það að verkum, að útflutningur inn jókst hröðum skrefum, en síðan verkfallið liófst hefur sótt í sama farið aftur. Þá hef ur ákvörðun stjórnarinnar um að afnema innflutningstollinn umdeilda í haust ekki leitt til þess að innflutningur hefur minnkað . Allt hefur þetta valdið því, að viðskiptajöfnuðurinn hefur gef ið ástæðu til uggs upp á síð kastið. Þess vegna var það, að tíu lönd gerðu „björgunarráð stafanir" til að treysta gengi pundsins, og fólust þessar ráð- stafanir í lánum, sem þessi lönd veittu Bretum. Auk þess veittu Bandaríkjamenn lán, sem þjón ar þeim tilgangi. Wilson hefur því verið gefinn nokkur frest ur í utanríkisviðskiptum og kemur hann að góðum notuin. Og úr því að hér er verið að rekja hin mörgu vandamál sem brezki forsætisráðherrann á við að stríða, má geta þess, að hin boðaða úrsögn Breta úr Geimrannsóknastofnun Evrópu ELDO, sem vinnur að smíði eld flauga til að skjóta á loft gervi tunglum, er enn eitt dæmi bess hve Bretar eru aðþrengdir um þes^ar mundir. RHODESÍA er alvarlegasta vandamálið í utanríkismálum, og er hér um að ræða tíma sprengju, sem Wilson verður að handleika með mikilli var úð og nærfærni á næstu vikum. Bretum hefur enri ekki tekizt að knésetja stjórn Smiths, og í London er orðrómur á kreiki um, að Wilson hafi gengið lengra í samkomulagsátt í undir búningsviðræðunum við upp- reisnarstjórnina en hann hefur viljað láta uppskátt í opinber um yfirlýsingum. En ef Wilson lætur undan í grundvallaratriðum í Rhodesíu deilunni getur það leitt til upp lausnar brezka samveldisins. Og þótt Bretar hafi í sjálfu sér eng an sérstakan áhuga á Rhodesíu málinu er ekki hægt að ætla annað en að hann bíði alvar legan álitshnekki ef hann verð ur gerður ábyrgur fyrir hruni samveldisins. Hann mun hitta embættisbræður sína frá sam veldislöndunum að máli í júlí og þá verður hann að sýna fram á að stefna hans hafi borið á- þreifanlegan árangur ef hann vill komast hjá alvarlegri deilu. Loks. er það Efnahagsbanda lagið. Stjóm Verkamanna flokksins hefur gefið til kynna að hún óski eftir aðild og oft hefur verið gefið í skyn að bilið, sem aðskilið hefur Frakka og Breta, hafi minnkað. En mikið hefur verið af beggja hálfu og jafnskjótt og annar að ilinn hefur rétt fram hönd- ina hefur hinn aðilinn farið und an í flæmingi. Ljóst er, að það eru Frakkar einir sem komið hafa í veg fyrir aðild Breta að EBE, en sé horft langt fram í tímann getur það orðið Wilson áhyggjuefni að stefna hans í Evrópumálunum beri engu meiri árangur en stefna íhalds manna áður fyrr. Sigurvegari í skákkeppni ifín meistaratitil Sovétríkjanna 1965- varð stórmeistarinn Leonid Steiri. Eftirfarandi skák er frá umræd&u þingj og sjáum við hér Stein vinna laglegan sigxir á þekktum sovézkum skákmeistara: « í Síkileyjarvöm: Hvítt: Chasin. Svart: Stein. 1. e4 c5 x 2. Rf3 d6 i' 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Re3 a6 ■ i i- 6. Be2 e6 7. f4 Be7 8 Bf3 . . • <Betra virðist 8. 0-0 og Be3.>: 8. . . . 0—0 9 0-0 Dc7 lO.Khl Rc6 11. g4 ' <Talið er, að peðaframrás sem þes'-a þurfi að undirbúa með Rd\ til b3, því annáís fær svartur tæW- færi til gagnsóknar á miðbórpi eins og sannast hér.) 11. . . . Rxd4 12. Dxd4 Rd7 13. g5 b5 14. f5 Bb7 15. Be3 Re5 16. f6 (Skemmtíileg tilraun en ekki rökrétt, betra var 16. Bg2.) 16. . . gxf6 17. gxf6 Bxf6 18. Bh6 Kh8. iÞessi djúphugsaða skintamuns fórn færir svarti frumkvæðið. Forði svartur hróknum til d8 leik ur hvítur Bh5 og hefur góð sóknar færi.) 19. Bxf8 Hxf8 20. Ha-dl Hd8 21. Bg2 Bg7 22. Df2 Hg8 23. Dh4 f5! <Nú má hvítur ekki lc;ka ?4. exf5? vegna 24. . . . Bxg2- - Z% Kxg2.Bf6 — og tapar drottniöK unni) 24. Hd-el Rc4 25. Hf2 Bd4 26. Hf3 Rxb2 27. Re2 Be5 •: ' T 23. Rg3 f'xe4 29. Rxe4 Dg7 30. Hi’2 Bd4 31. Hf—e2 Rc4 32. Rg5 Be3 33. Bxb7 Bxg5 34. De4 d5! íRæður úrslitum þar sem svnrt ur vinriur nú mann og heldur sólffi arstöðu.) íf 35. Dxe6 Dxb7 - ' 36. Hgl d4+ „ 37. Hgl-g2 Hf8 38 h4 Hfl+ ' || 39. Kh2 Bf4+ ' . !l Hvítur gaf enda mát í nokii! um leikjum. H[ Björgvln • Víglundsson. - ALÞÝOUBLADtÐ — 22. júní 1966 p

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.