Alþýðublaðið - 22.06.1966, Side 8
AÐ LOKNU LEIKARI
L
EIKSÝNINGUM
Reykjavík
fjölgar ár frá ári; hvert ár eru
þær nokkrum fleiri en þær voru
í fyrra. í vetur telst mér til að
■ frumsýningar hafi orðið 22 tals-
' ins í Reykjavík, 12 í Þjóðleikhús-
1 inu, 5 í Iðnó og 5 á vegum ann-
> arra aðilja, svo sem Grímu og
Herranætur. Þá eru ótaldir 3 er-
lendir gestaleikir í Þjóðleikhús-
inu, 2 frumsýningar Leikfélags
Kópavogs og víst einar 4 sýningar
aðkomuflokka í bænum. í fyrra
var sýningatalan 9 í Þjóðleik-
' húsinu, 6 í Iðnó, 2 sýningar ann-
arra, eða 17 sýningar samtals; og
, þá voru 3 frumsýningar leikfélag-
anna í Kópavogi og Hafnarfirði.
Þessi þróun virðist árvís og reglu-
fbundin. Veturinn 1963—64 munu
{rumsýningar í Rvík hafa orðið
112 á leikárinu sjálfu, en þar við
: bættust 3 sérstakar sýningar á
listahátíð um vorið, sýndar örfáum
jsinnum. Tvær þeirra voru teknar
|upp um haustið og eru taldar með
ísýningum þess árs hér að ofan.
j Þessar tölur tjá skilmerkilega
mikinn og vaxandi leiklistaráhuga
tsem einatt er talað um. Skýringin
'á hinum síaukna sýningafjölda er
vitaskuld fólgin í bættri starfsað-
stöðu leikhúsanna á seinni árum.
Þjóðleikhúsinu bættist litla sviðið
í Lindarbæ í fyrra, en skipulags-
breyting Leikfélagsins hefur gert
•því kleift að auka starf sitt þessi
ár; það hefur ásamt öðrum aðil-
um afnot af Tjarnarbæ til sýn-
inga. En áhugi og undirtektir al-
mennings er forsendan fyrir þessu
aukna starfi. Og leikhúsin bera
sig jafnan vel, þegar þau gera upp
hag sinn; fullsetnar sýningar, á-
hugi áhorfenda, góð afkoma leik-
húsanna virðist auðkenna þessi
leikár. Því virðist engin ástæða til
að ætla annað en þessi þróun geti
haldið áfram að sinni, þó vitaskuld
komi að því að markaðurinn fyrir
leiksýningar sé fullnýttur, sýn-
ingageta leikhúsanna hagnýtt til
hins ýtrasta. En bendir nokkuð til
þess að svo langt sé komið?
VFIRBURÐIR Þjóðleikhússinsí
1 eru ljósir af þeim tölum sem
nú voru taldar. Sýningum þess
hefur fjölgað jafnt og þétt þessi
ár, og þar er jafnan meira en
helmingur árlegra frumsýninga;
Þjóðleikhúsið sýnir jafnan veg-
legustu og viðamestu verkin á
hverju leikári. Ekkert er eðlilegra
um ríkisleikhúsið. En þrátt fyrir
alla yfirburði Þjóðleikhússins,
mannafla, húsakost, fjármagn,
fjölda sýninga, þykir nú ýmsum
það eiga í vök að verjast í marg-
umtalaðri samkeppni sinni við
Leikfélag Reykjavíkur. Þessi sam-
kepnni hefur tekið á sig ýmsa
skrinaiiega mynd undanfarin ár,
þó hljóðara hafi verið um hana
á milli — en aldrei þó jafn-
skringilega og í vetur og vor í
kapphlaupi leikhúsanna um síð-
ustu leikrit Halldórs Laxness.
Þeirri keppni lyktaði eins og við
mátti búast: hið nýja verk Hall-
dórs reyndist forvitnilegra, sýn-
ing þess áhugaverðari í Iðnó en
sýning Þjóðleikhússins á Prjóna-
stofunni Sólinni. Undirtektir á-
horfenda skera úr um þetta svo
ekki verður um villzt. Prjónastof-
an gekk fá skipti við dræma að-
sókn og undirtektir en Dúfna-
veizlan er stöðugt leikin fyrir
fullsetnu húsi í Iðnó. Þar með er
að yísu alls ekki sagt að Dúfna-
veizlan sé til muna betra eða
markverðara ýerk en Prjónastof-
an: undirritaður er alls ekki
sannfaé'rður 'iim að svo sé. En
meðfe't'ðUóik'húsanna á verkefnum
sínum -gerði gæfumun sýning-
anna.
Það.er. ekki héldur nein nýjung
að syona takist til: sýningar nýrra
íslenzkra viðfángsefna hafa alla
tíð vetíð'vefkasti þátturinn í starfi
Þjdðleikhússins. Leikhúsið býr
við tilfinnanlegt leikstjóraleysi,
en í Iðnó starfa nú þrír álitleg-
ustu . feikstjórar ,'okkar úr hópi
yngri hnanná, Gísli Halldórsson,
Helgi fSkúlason, Sveinn Einars-
son., Við leiðsögn þeirra hefur
Leikféíagið s'ynt' ný íslenzk leikrit
áhugaýerðum sýningum, leikrit
Jökuls' Jakobssonár og nú síðast
Halldórs Laxness. Hitt er ekki
mitt að skýra hvers vegna þeir
Baldvin Halldórsson og Benedikt
Árnason ná ekki sambærilegum
árangri í Þjóðleikhúsinu.
i
CÉ litið yfir leikárið í heild
* verður ekki annað séð en Leik-
félag Reykjavíkur með sínar 5
frumsýningar megi vel una sam-
anburði við Þjóðleikhúsið með 12
sýningar, og skari jafnvel fram úr
að ýmsu leyti. Starfið í Iðnó virð-
ist einatt lúta markvísari list-
rænni forustu en í Þjóðleikhús-
inu, meiri sjálfsgagnrýni og aga.
Sýningar þess eru einatt betur
unnar, fágaðri út í æsar, verk-
efnin valin með meiri fyrir-
hyggju en í Þjóðleikhúsinu þar
sem nóg æfing virðist oft spilla
álitlegum sýningum, ótvíræður
vottur um virðingarleysi fyrir list
sinni, þó ófullnægjandi skiln-
ingur komi ekki til. Það ber jafn-
vel við að meðferðin í Iðnó beri
af eins og nú síðast á leikriti
Laxness.
En vitaskuld eru yfirburðir
Þjóðleikhússins miklir þar sem
þeir notast, eins og sézt hefur á
nokkrum sýningum þess í vor, fyrir
utan fjöida sýninga og meiri mögu
lega fjölbreytni í verkefnavali.
Fólksfrekar, íburðarmiklar sýn-
ingar. þar sem öllu er tjaldað sem
leikhúsið á til, oft við leiðsögn
erlendra leikstjóra hafa jafnan
verið styrkur Þjóðleikhússins —
þó stundum hafi. verkefnavalið
verið í léttvægasta lagi, eintómar
skraut- og skemmtisýningar. í vor
hafði leikhúsið tvær sýningar af
þessu tagi, sína árlegu óperúsýn-
ingu, Ævintýri Hoffmanns eftir
Offenbach, og rómaðan enskan
söngleik, Ó, þetta er indælt stríð.
Skömmu fyrr var sýning í Lindar-
bæ fyrir kvenstjörnu hússins, Her
dísi Þorvaldsdóttur, og leikárinu
lauk með heimsókn franska lát-
bragðsleikarans Marcel Marceaus
við mikla hrifning áhorfenda. —
Með þessum sýningum rak leik-
húsið af sér slyðruorð vetrarins;
vegna þeirra verður samanburð-
urinn við Iðnó, því ekki eins skað-
vænlegur og ella hefði getað orð-
ið.
Þorsteinn Ö. Stephensen í hlutverki pressarans í Dúfnaveislunni.
CTRÍÐSLEIKURINN úr Theatre
Workshop, Ó, þetta er indælt
stríð virðist hafa orðið Þjóðleik-
húsinu Iiappafengur; vonandi er
að aðsókn og undirtektir bregðist
ekki leiknum. Leikhúsmenn hafa
sjálfir verið ósparir að láta í ljós
ánægju sína með sýninguna sem
var formlega staðfest eftir frum-
sýningu með ráðningu leikstjór-
ans, Kevin Palmers, næsta leikár.
Erlendir leikstjórar hafa áður
starfað hér með góðum árangri;
margoft er eins og færist nýtt líf
og andi í leikhúsin við tilkomu
þeirra. Og Mr. Palmer hefur þeg-
ar sýnt að hann vinnur vel með
íslenzkum leikurum. Það er sjálf-
sagt hyggilegt ráð að fá hann til
starfa hér um nokkurt slceið í
senn í stað stöðugra lausamanna
við einstakar sýningar; verk
Gerdu Ring og Walter Firners í
Þjóðleikhúsinu fyrr í vetur sýndu
það ljóslega að það er engin
patentlausn á.vandamálum leik-
hússins að kalla til erlenda leik-
stjóra að koma einhverri mála-
mynd á sýningar. Mutter Courage
í Þjóðleikhúsinu snerist upp í
hneyksli sem undlrylgjuna af þvi
hefur ekki lægt enn — þó þýðing
® ALÞÝOUBLAÐIÐ - 22. júní 1966
Indriða G. Þorsteinssonar á Oh,
What a Lovely War bendi ekki til
að leikhúsið hafi dregið alla lær-
dóma réttilega af þeirri sýningu.
Nýtt líf, nýr andi: þetta er ekki
nóg einu sinni í senn. Þessi áhrif
þurfa að notast leikhúsunum til
frambúðar. Það má vel vera að
vetrarlangt starf erlends leik-
stjóra verði leikhúsinu heilla-
drjúgt. Hitt er að vísu alveg ljóst
að aðkomugestir, lengur eða skem-
ur í senn, gera ekki upp sakir
leikhússins. Hér þarf að vaxa upp
innlend leikforusta, þess umkom-
in að hagnýta möguleika leikhús-
anna til fullnustu og varanlega.
pÁTT bar fyrir af markverðum
nýjungum í leikhúsunum í vet-
ur, ef frá eru talin leikrit Hall-
dórs Laxness. Leikrit Jökuls Jak-
obssonar, Sjóleðin til Bagdad,
bar að ýmsu leyti vitni um fram-
för, gaf góð fyrirheit — en það
skar engan veginn úr um leikrit-
un Jökuls. Hann á vonandi öll sín
helztu verk óskrifuð. Aðrir inn-
lendir höfundar á árinu, .Oddur
Björnsson, Magnús Jónsson, Birg-
ir Engilberts eru ekki mikið um-
talsefni — að þeim Sigufði Pét-
urssyni og Davíð Stefánssyni ó-
nefndum og ólöstuðum.
Þó báru bæði leikhúsin við nýj-
ungar. Þjóðleikhúsið lék á litla
sviði sínu ýms „framúrverk” sem
menn kalla svo án þess sögur
færu af því. Og Leikfélagið -reyndi
svipaða sýningu, þrjá þætti eftir
Tardieu, Beckett, Arrabal, stíl-
hreinni og svipmeiri sýningu en
gerizt í Lindarbæ. Því miður
mun hún hafa farið fram hjá á-
horfendum almennt, sýnd síðdegis
í Iðnó. En tilraunasvið það sem
oft hefur verið kallað eftir hjá
leikhúsunum er enn ókomið á
daginn.
CILFURLAMPI leikdómenda var
að vanda veittur í lok leikárs-
Helgi Skiilason, Inga Þ