Alþýðublaðið - 22.06.1966, Page 15

Alþýðublaðið - 22.06.1966, Page 15
DYGGÐIN MET- IN TIL FJÁR Tryggingarfélag eitt í Perú hef nr fært okkur enn eina sönnun ina fyrir því, að tryggja megi hvað sem er, en jafnfram. hefur félag þetta fært verkamanni nokkr um á Sikiley sálarfrið. Ha.in var nefnilega hlaðinn áhyggjum yfir því, að dóttir hans ætlaði til f>ýzkalands í vinnu. Lengi vel gekk bónda illa i viðureign sinni við tryggingarfé- lögin, enda um mjög óvanalega tryggingu að ræða. Hann vildi nefnilega fá í tjónabætur eina milljón líra eða um 70 þúsund krónur — ef svo illa tækist til, að dóttir hans glataði meydómi MÍnum á meðan hún dveldi í ■Þýzkalandi. Loks heyrði trygg- jngarfélagið í .Pei-ú um vandræði bónda og sló til. —■ Við höfum tekið meiri á- hættu en þetta, sagði talsmaður félagsins. Siðferði ítalskra kvenna er á mjög háu stigi, og úr því að sjálfsagt þykir að tryggja fallega fætur kvikmyndadísa, hendur píanóleikara og fótleggi knatt- spyrnumanna, þá er ekkert því til fyrirstöðu að tryggja dyggð ítalskrar jómfrúar. Ekki hefur verið gefið upp hvað hinn áhyggjufulli faðir varð að borga fyrir trygginguna, en talið er að dyggð dótturinnar sé peninganna virði. Ástæðan fyrir tiltækf þessu er sú, að litlar lík ur eru á því að sikileysk stúlka, sem glatað hefur meydómnum, komist í virðulegt hjónaband. Það ylli því fjölskyldunni miklu fjár hagstjóni, ef svo illa tækist til, að dóttirin yrði afvegaleidd í f>ýzkalandi. FARFUGLAHEIMILIÁ AKUREYRI UM síðustu mánaðamót var opnað Farfuglaheimili að Grund, Hörgárbraut á Akur- eyri. Er það Karl Friðriksson, sem hefur tekið að sér að reka þar gistiheimili fyrir farfugla, en fram að þessu hefur verið erfitt að fá inni fyrir þá, sem leitað hafa ódýrrar gistingar. Á vegum Bandalags ísl. Far- fugla eru nú rekm 4 gistiheim- ili auk skála fyrir ofan Lækjar- botna. Eru Farfuglaheimilin að Laufásvegi 41, í Rvík, á Akur- eyri, í Vestmannaeyjum og að Fljótsdal í Fljótshlíð. Þetta eru ekki geimfarar eins og margir kunnu þó ef til vill að lialda. Heldur eru þetta slökkyil iðsmenn í Bonn, sem nýlega hafa fengið sérstaka þjálfun og útbúnað til að flytja bólusóttarsjúkl- lnga. Þeir hafa fh Umráðá'sérstakan sjúkrabíl, sem á áð vera full- komlega einángraður, og- éftir klæðnaði þéírra að dæm'a áetti ekki aö vera nein hætf a ó að þeir sjálfir-smituðust: -- -• - Réö fjórum börnum banm □ Sargentina, bavian-api, dó fyrir fimm árum síðan á sovézkri rannsóknarstofu, en var vakin til lífsins aftur og hefur nú eignazt fjóra unga Þetta mun vera dæmi um þær lilraunir, sem gerðar eru af sovézkum læknum til að reyna að finna aðferðir til að lengja lífið. Tilraunin með bavi an-apann var gerð árið 1961. Vís indamennirnir létu dýrinu blæða út um leið og þeir kældu Það. Hálfum tíma eftir að apinn dó settu vísindamennirnir á hann öndunartæki og sprautuðu hann með ýmsum efnum, t.d. glykose. Þeir hófu síðan að hlýja líkama apans aftur. Hjartað tók að starfa á ný, stanzaði aftur en fór svo enn af stað, er apinn fékk raf magnshögg. Átta klukkustundum eftir tilraunina, sem hafði heppn azt svo vel, sat Sargentína aftur í búrinu sínu og át banana af beztu lyst. Briissel, 21. júní (NTB) Efnahagsbandalagslöndin verða bráðum sjálfum sér nóg með ál, að því er segir í orðsendingu frá grísku stjórninni til framkvæmda stiórnar EBE.Innflutningur frá öðrum löndum verður því nán- ast óþarfur, en ástæðan er sú að Grikkir eru að reisa stóra ál- bræðslu, sem frá og með næsta ári mun framleiða um 72 þús. iestir á ári. Golf Framhald af 2. «fðu. ur? Frakkar hafa tekið fram, að þótt þeir dragi hersveitir sínar undan yfirstjórn NATO muni þeir sýna bandalaginu hollustu. 4. Hvernig verður háttað sam bandi Þýzkalandsherliðs Frakka og annarra hersveita ef hefja verð ur undirbúning á stríð'tímum og framkvæma venjulega samræm- . ingu á herstjórninni? J Þessar spurningar voru lagðar | fyr>r fulltrúa Frakka í ráðinu í dag, en heimildirnar herma að frönsku fulltrúarnir hafi ekki vilj að svara spurningum þar eð þeir verðí að bíða eftir nánari fyrir mælum frá Couve de Mureville utanríkisráðherra, sem er í fylgd með de Gaulle for-eta á ferða laei hans til Sovétríklanna. Ráð Ið heldur áfram umræðum sín 28. júní. Franskir og vestur-þýzkir em bættismenn ræða um þessar mund ir framtíðarstöðu frönsku hersveit anna í Vestur-Þvzkalandi. AFP hermir að Vestur-Þjóðverjar vilji ekki ræða þetta mál við Frakka fvrr en áfram miðar í umræðum NATO-ráðsins. Lesið Aiþýöubiaöiö Ískriftasíminn er 14900 Augiýsið í Alþýðublaðinu uglýsingasíminn 14906 v.í, :• :: . r,..' • Essen, 21. 6. (NTB-DPA). 19 ára gamall slátraralærling) ur, Jurgen Bartsch, játaðl í dag að hann hefði ráðið fjórum börn uni bana. Þar með hefur þýzka lögreglan haft hendur í hári „skemmtigarðamorðingjans“ frá Ruhr, islem grunaður hefur ver ið um morð á fimm börnum á einu ári. Það var 14 ára gamall dreng ur sem kom upp um Bartsch. Bartsch hafði talað við hann í skemmtigarði eins og fyrri fórn arlömb sín, lokkaði hann í gam alt loftvarnarbyrgi og misþyrmdi honum. En af einhverri ástæðu Iauk hann ekki verknaðinum og skildi drenginn eftSr með hend ur bundnar fyrir aftn bak í byrg inu, sem var lýst upp með kerti Drengunum tókst að svíða í sun* ur taugina yfir kertinu og komst út úr byrginu og gerði lögregl unhi viðvart. np ••’i * Er lögreglan rannsakaði byrgi# fann hún fljótlega lík fjögurra barna. Umfangsmikil leit hefur verið gerð að barnamorðingjan um, einm hinum kaldrlfjaðastá sem sögur fara af eftir heimS styrjöldina, og í gær hækkaði dómsmálaráðherrann í Nordrhein Westfalen 50,000 marka verðlauti sem heitin voru þeim er veittii upplýsíngar s«m leiða til þess, að þúsund mörk. Margt bendir til þess morðingjann y cmfæyp bgkéj mf að hinn 14 ára gamli Peter Frie sem slapp með naumindum úr klóm morðingjans fái verðlaunín | FARGJALD « GREITT SÍÐAR% | DANMORK OS ÍA-ÞÝZKAlAND'l r 1 /m////////////////^^ Verð: 11.500,00 kr. fyrir 19 daga. Fararstj.: Steinunn Stefánsdóttir listfræðingur. Hin árlega Eystrasaltsvika verður haldin dagana 9,-18, júlí í Rostockhéraði, — Við skipuleggjum ferð þang að sem hér segir: 7. júlí: Flogið til Kaupmannahafnar. 8. júlí: Farið verður til Warnemiinde. 9. —18.júlí: Dvalizt á Eystrasaltsvikunni. 18.—24. júll: Ferð með langferðábílum um Austur-Þýzka latnd. Komið í Berlín, Dresdén og Leipzig. 24. júlí: Farið frá Berlín til Kaupmannahafnar. 25. iúlí: Flogið til íslands, í Rostockhéraði hittast árlega á Eystrasaltsviku hóp- ar frá öllum löndum er liggja að Eystrasalti, auk Nor- egs og íslands. Þar fer fram allskonar skemmti- og fræðslustarfsemi. Baðstrendur ágætar, loftslagið milt og þægilegt. Þátt- taka er takmörkuð við ákveðinn hóp. Hafið samband við okkur fyrir 25. júní n.k. LAN DSHN ^ FERÐASKRIFSTOFA LaugavegL54. — Sími 22875 og SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK Auglysingasíminn er 14906 & ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. júní 1966 ’ ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.