Alþýðublaðið - 22.06.1966, Page 16
PRESTASTEFNA OG PRESTAKOLL
Stundum eru það böruín er
ftalda hjónaböndum við lýði. En
W eru líka oft þau sem koma
tíjónaböndum á í upphafi.
Talsmenn héraðsnefndanna,
Steíán Jasonarson Vorsabœ,
Guðmundur Ingi Kristjánsson
Kirkjubóli og Hermóður Guð
'mundsson Nesi, sögðu blaða*
'•nönnum í kvöld, að fundinn,
sem hófst á sunnudag og LAUG
* dag, hafi setið kjörnir fulh
trúar úr fiestum sýslum lands
: Æt
Hvað eru menn að pípa um
a® táningamir liafi hagað sér
itla 17. júní? Hefur það ekki
alltaf þótt fallegt að deyja fyr
4r settjörðina.?
Ég vil eindregið vara konur
«tð þaí að stytta pilsin of mik
iS. Sé aðgát ekki höfð í þeim
efnum, geta þau hæglega breji;
magabelti .
Glöggskyggnir menn hafa tekið
eftir þvi, að undanfarna daga hef-
ur borið óvenjulega mikið á
prestum hér í höfuðborginni, og
þó að prestar borgarinnar sjálfr-
ar og nánasta nágrennis hennar
séu að vísu orðnir allmargir, þá
hafa þarna á meðal verið ýmsir
aðrir stéttarbræður þeirra, sem
ekki sjást hér á hverjum degi. En
þetta á sína eðlilegu orsakir, því
að nú stendur hér yfir synodus eða
prestastefna, þ. e. fundur alls
klerkdóms á landinu.
Hávaöasamt í bænum.
Hávaðasamt var í gær á götum í bænum.
Gæjarnir þóttust vera lögreglukór.
Við hringdum á Siöðina alveg I einum grænum:
í öllum lifandis bænum. ..
En lögreglan var ekki við — sem betur fór.
«MMMWMWMWWttmWtMMWWMM»WMWWUMWtWIWMW
á hljóðskrafi saman, þá geturðu
verið alveg viss um, að þeir eru
að tala illa um þriðja prestinn.
Af þessu sést, að prestar eru
raunverulega ekkert öðruvísi en
annað fólk, enda bera þeir fæstir
geistlegheitin utan á sér. Presta-
búningur með öfugum flibba í
hálsinn hefur aldrei komizt í veru-
lega tízku hér á landi, eins og
viða erlendis, þótt klerkur og
klerkur hafi raunar tekið upp
slíkan klæðaburð. En allur þorri
presta sker sig á engan hátt úr
hvað klæðaburð snertir, enda
mundi það fyrir suma satt að
segja koma sér betur margra
hluta vegna að vera ekkert að
trana geistlegheitunum fram á
virkum dögum.
Á prestastefnum er það alltaf
siður, að taka sérstaklega eitt-
hvert ákveðið mál til meðferðar,
þótt auðvitað sé líka talað um
margt annað. Og að þessu sinni
er umræðuefni fundarins presta-
kallaskipun landsins, skipting
landsins niður í sóknir. Svo virð-
ist nefnilega vera komið, að
prestunum sjálfum er farið að
þykja það óþarfi að hafa presta
yfir lyngmóum og fuglum himins-
ins, þar sem söfnuðurinn er löngu
farinn suður til að láta séra Árel-
íus jarðsyngja sig, þegar þar að
kemur. Sjálfsagt yrði þó reynt
í lengstu lög, að halda þessum
safnaðarlausu brauðum við, ef í
þau fengist nokkur prestur, en hin
síðari ár hefur það reynzt erfitt.
Fljótt á litið virðist það þó vera
dálítið skrýtið, því að varla er
hægt að hugsa sér notalegra starf
en vera sálusorgari í mannlausri
sókn. Tími til tómstundaiðkana
verður þar ærinn, en auðvitað ber
hinu ekki að leyna, að aukatekj-
urnar verða sjaldnast miklar í slík
um brauðum. Og má vera, að það
ráði úrslitum um afstöðu prest-
anna.
En það virðist sem sagt allt
stefna í þá átt, að prestaköll verði
stækkuð, sum lögð niður og önnur
sameinuð öðrum prestaköllum. Ef-
laust verður það mikið og við-
kvæmt deilumál, hvernig það skuli
gert, og er þetta prestakallamál
að því leyti hliðstætt kjördæma-
málinu sæla.
En væri ekki einmitt ráð að
taka sér lausn þess vandamáls til
fyrirmyndar? Yæri ekki hægt að
haga prestaskipun eftir kjördæma
skipun, þannig að í hverju kjör-
dæmi sæti ákveðinn fjöldi presta,
sem svo skiptu með sér verkum
sjálfir? Út af fyrir sig hlyti að
nægja, að hafa prestana jafnmarga
kjördæmakjörnum þingmönnum,
og mætti þá skipta þeim á kjör-
dæmin í sömu hlutföllum. Finnst.
mönnum það ekki nægilegur
prestafjöldi að hafa þá 49, og bisk-
up þann fimmtugasta, en það er
sami fjöldi og kjördæmakjörinna
þingmanna, þá mætti hafa 11 upp-
bótarpresta alveg eins og gert er
á þinginu. Þessir uppbótarprestar
gæti t.d. annazt útvarpsmessur og
jafnvel setið í Kaupmannahöfn
eða öðrum ágætum borgum utan-
lands. ef vildi.
Sjálfsagt munu margar ágætar
tillögur um þetta mál koma fram
á yfirstandandi prestastefnu. En
þótt Baksíðan eigi þar ekki sæti,
þótti henni rétt að koma sinni
tillögu á framfæri áður en sam-
koman verður á enda, og er hverj
um sem er, lærðum og leikum,
heimilt að taka þersa tillögu upp
og gera hana að sinni.
Þetta er Petersen, læknir, að
spyrja hvort gagn hafi verið að
svefntöflunum.
Baksíðunni er alltaf heldur
hlýtt til prestastefnunnar, og þess
vegna gleður það hjarta hennar,
að sjá svo marga guðsmenn sam-
ankomna í einu. Það er varla hægt
að stíga svo fæti inn á kaffihús,
að þar sitji ekki einhvers staðar
tveir eða þrír prestar saman við
borð og ræðist við og leiki á als
oddi og tali stundum í hvíslingum
og reki upp rokur þess á milli.
Ég spurði einu sinni prest um
það, hvert væri umræðuefni presta
þegar þeir hittust eða hvort við-
ræður þeirra væru ekki andríkar
og uppbyggilegar. — Þú getur nú
nærri, svaraði klerkurinn. — Ef
þú sérð tvo presta einhvers staðar