Alþýðublaðið - 26.06.1966, Síða 7

Alþýðublaðið - 26.06.1966, Síða 7
% ur hafa-skarað fram úr í frjálsum .. íþróttum? , — Já, menntaskólanemendur hafa getið sér mjög góðan orðátír sem íþróttamenn á flestum sVið- um. Við kepptum oft við háskól- ann í leikfimi, en það hefur lefeið niðri um sinn vegna þess að ejtki er rúm í húsinu fyrir aukaæfihg- ar, en áhuginn er þó sízt minni, en var áður fyrr. — Hvað er þér nú sérstakléga minnisstætt úr þínu langa starfi við Menntaskólann? i upp skfðaferðir. Við Pálmi Hann- esson, Einar Magnússon , og ég skiptum með okkur að fata með hópunum. Fimmtubekkjarferðirnar hef ég farið í flestar, síðan þær hófust um 1930, og framan af ferðuð- umst við þannig, að við gistum í tjöldum og matreiddum sjálf og voru ferðirnar þá, að ég held, miklu skemmtilegri, enda voru þær þá yfirleitt lengri. Þá vorum við ekki bundin við nein hótel eða þess háttar; einu sinni man — Og er nú ekki margs að sakna úr starfiríu? — Þú skalt bera kveðju mína til allra minna nemenda frá fyrstu tíð. Ég hef sérstaklega saknað þess að skilja við góða flokka og geta ekki fylgt þeim lengur, og enn þann dag í dag, þó að ég sé þreyttur og látur óg kem inn í góðan bekk,fer ég þaðan út aftur eins og nýr maður, öll þreyta horf- in. Og það er sérstaklega sú heilsubót, sem ég hlýt að sakna hér eftir. — Ferðalögin finnst mér mjög eftirminnileg. Helgarferðirnar voru sérstaklega eftirminnilegar, þá fórum við Pálmi Hannesson og Einar Magnússon oft á laugardög- um eða sunnudögum í „Grána”, menntaskólabílnum, með bekki út úr bænum. Við ókum þá „Grána” sjálfir og fórum oftast í gönguferðir á nærliggjandi fjöll og svo var komið heim að kvöldi. I fyrstu ferðinni, er við fórum, vár lítil þátttaka, aðeins 7 nem- endur úr öllum bekkjum, en brátt varð aðsóknin í ferðirnar svo mik- il, að við réðum ekki við það, þar sem bíllinn var aðeins einn; er skólinn átti, og of dýrt að leigja bíla um hverja helgi. Þá var ráð- izt í það að byggja selið. Við fórum einnig í skíðaferðir, oft um hverja helgi, Menntaskól- inn var fyrsti skólinn til að taka ég eftir að við Pálmi Hannesson vorum að koma með bekk í Hval- fjarðarbotn kl. 7 um kvöld á leið heim í glampandi sól og hita. Þá datt okkur allt í einu í hug að tjalda þar og fresta heimförinni. Daginn eftir gengum við svo á fjölk Lengsta ferð, sem ég man eftir var 13 daga ferð. En hún varð svo löng, vegna þess að Markar- fljót og Kerlingardalsá voru ó- færar og vötnin á söndunum líka. Og alltaf sat „Gráni” fastur. Lárus Pálsson leikari var þá í 5. bekk og hefur skrifað sögu urn þessa ferð og kannast margir við hana. Sú saga hefur oft verið les- in upp í selinu. Ferðalögin voru skemmtileg og ógleymanleg og ég tel að þau hafi haft mikla þýðingu fyrir skólann. Ég hef haft mjög marga góða nemendur. Ég hef verið heppinn að því leyti, að alvarleg meiðsli hafa aldrei komið fyrir í tímum hjá mér, og það tel ég mikla heppni. Mér hefur alltaf fallið vel við mitt starf, aldrei leiðzt að kenna leikfimi. Ég mundi gjarnan vilja segja það, að til þess að mönnum ekki leiðist kennsla, verða þeir að kynnast börnunum eða ung- lingunum. Það, sem ég held, að hafi verið minn styrkur, er, að ég hef aldrei verið með neinn her foringjastíl, nemendur alltaf ver- ið góðir vinir mínir og alltaf verið góð samvinna með okkur. A.K.B. Leikfimihús Mennt'askól- ans í Reykjavík, en þar hef ur Valdimar kennt leikfimi í áratugi. > : Bónstöð Garðars Skúlagötu 40. Vel bónaður bíll er yndisauki eigandans. Fljót og góð vinna. - Opið kl. 8 f.h. til 7 e.h. t í . t ' : TILKYNNING frá Háskólia íslands. Skrásetning nýrra stúdenta í Háskóla ís- lands hefst föstudaginn 1. júlí 1966 og lýk- ur föstudaginn 29. júlí 1966. Við skrásetningu skulu stúdentar út- fylla eyðublað, sem fæst á skrifstofu Há- skólans. Ennfremur skulu þeir afhenda ljós- rit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskír- teini og greiða skrásetningargjald, sem er 1000 kr. Skrásetningin fer fram alla virka daga nema laugardaga (á mánudögum til kl. 6 e.h.). Ekki er nauðsynlegt, að stúdent komi sjálfur til skrásetningar. i \ + i- í f Verð fjarverandi til 12. júlí. Þorgeir Gestsson Háteigsvegi. 1 gegnir sjúkrasamlagsstörfum fyrir mig. Ófeigur J. Ófeigsson læknir. -1 TILBOÐ óskast í nokkfar fólksbifreiðar er verða sýnd ar að Grensásvegi 9, má'nudaginn 27. júní kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. LOKAÐ Skrifstofur vorar og afgreiðsla að Lauga- vegi 114 verða lokaðar mánudaginn 27. júní vegna skemmtiferðar starfsfólks. Tryggingastofnun ríkisins. Áskriftasíminn er 14901 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. júní 1966 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.