Alþýðublaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 7
Minningarorð: Sigríður Ólahdóttir Sígríður Ólafsdóttir andaðist að Hrafnistu 10. þ. m. eftir allanga vanheilsu. Sigríður var fædd að Ási í Ása hreppi, Rangárvallasýslu, 9. maí 1885 og var því á 82. ári þegar hún lézt. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Erlendsson og Þur- íður Eyjólfsdóttir, sem bjuggu í Ásmúla og seinna í Bergsvík í Leiru. Hún ólst upp hjá Jóni Jóns- syni hreppstjóra í Ási. Var hún til heimilis í Ási þar til hún giftist 22. des. 1906 Eiríki Einarssyni, en þa u fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Eiríkur lézt 16. Sigríður Ólafsdóttir. janúar 1964 og var síðast verk- stjóri hjá Reykjavíkurborg. Var sambúð þeirra Eiríks og Sig ríðar hin bezta enda voru þau dugleg og samhent, ekki aðeins að því er laut að heimilinu og upp- eldi barnanna, heldur áttu þau einnig sameiginleg áhugamál og hugsjónir, sem þau stóðu alla tíð trúan vörð um meðan kraftar entust. Þau eignuðust 3 börn; Árna bifreiðastjóra, giftur Gústu Wíum; Jón lækni, giftur Guðrúnu Sigurðardóttur og Þuríði Ágústu, sem dó 19 ára gömul 9. júlí 1936 eða réttum 30 árum á undan móð- ur sinni. Mun Sigríði hafa fallið mjög þungt fráfall þessarar einu dóttur sinnar í blóma lífsins og aldrei til fulls komist yfir þann söknuð. Þau hjónin ólu einnig upp sonar dóttur sína Sigríði Árna- dótfur, sem gift er Jóni Ólafssyni barþjóni. Sigríður var glæsileg kona í sjón og raun, fríð sýnum, greind og stórmannleg. Hún var tilfinn- inganæm, þó hún léti lítt á því bera og náði hjarta hennar og göf- uglyndi langt út fyrir hinn þrönga hring fjölskyldunnar. Fólk, sem sem komist hefur á hennar aldur man vissulega tímana tvenna um fjárhagslegt og félagslegt öryggi og réttlæti. í þeirri hörðu lífsbaráttu voru þau hjón æfinlega frekar veitandi en þiggjandi, þó ekki væri af efn- um að taka. Vita kunnugir að ó- mæld er sú aðstoð, sem þau veittu ýmsum er um sárt áttu að binda eða halloka fóru í lífsbaráttunni. Af sama toga var hugsjónarbarátta þeirra spunnin. Sigríður tók mikinn þátt í fél- j agsmálum og gekk að þeim störf- um, sem öðrum heil og óskipt. Gat hún verið gustmikil í liita barátt- unnar og hinn mesti skörungur þeg ar því var að skipta. Hún átti iim 11 ára skeið sæti í stjórn V. K. F., Framsókn á þeim tíma er félagið eins og önnur verkalýðsfélög átti harðri baráttu fyrir félagslegum réttindum sem nú þykja sjálf- sögð og eru raunar lögvernduð. Þeir, sem til þeirrar baráttu þekkja, vita að þurfti kjarkmiklar og dugandi konur til þess að standa þar í fylkingarbrjósti. Verður hennar ávallt minnst sem einnar af hinum ti’austustu braut- ryðjendum á þe^su sviði félags- mála, enda var hún heiðursfélagi félagsins. Hún tók einnig mikinn þátt í baráttu Alþvðuflokksins og var þar sem annarsstaðar einlæg og óskipt. Var það ekki nema að vonum að hugcjónir jafnaðar- manna um nýtt og þetra þióðfélag væru henni að skaDi og í fullu sam ræmj við allt hennar starf og lífs skoðun. Sigríður liafði einnig mikinn á- liuga á málefnum kirkiunnar og var meðlimur í kvenfélagi frí kirkiusafnaðarins. Vnr hún bar sem annars^taðar frjálslynd og ;iá kvæð. Löngu. géðu ng óeieinpinrnn i'fs c+arfí er lokið. Áhrifa besc á brð- unina eætir meira en margír gpra c,’r grein fvrir og verður ekki máf? út. ffigffínr min. ‘K'iinrnnPÍar hinir minnast hín með hlýhnc o» hakk- iæti ne óska bér farprheilla tii nv- eg hetra lífs tii fnnda við ástvini hínn, sérn hnrfnir v,oru. SíffilfAlii* Tntfitmfloucnri Eyjólfur K. Sigurjónsson löggiltur endurskoðandi. Flókagötu 65. — Sími t790S 6uðjón Sfyrkársson, Hafnarstræti 22. sími 19354 hæstaréttarlögmaður. Málaflutningsskrifstofa. Koparpípur oje Rennilokar, Fittings, Ofnakranar, Tengikranar Slöngukranar, Blöndunartæki, Burstafell byggtngarvöruverzlu», Réttarholtsvegl S. Siml S 88 40. íbúar smábæjar eins í Danmörku voru ekki sammála lögreglunni, þegar hún taldi duga að setja aðeins stöðvunarmerki á aðalgatnamótin í bænum. Þeir töldu gatnamótin stórhættuleg, og 1 tóku því til sinna eigin ráða og settu upp tun ferðaskiltið, sem við sjáum hér fremst á mynd- inni, og þar að auki hafa þeir svo niálað orðið STOP stórum stöfum á veginn, skammt frá að- ;; vörunarskiltinu. Miöaldafræði ].>v utr m MANNKYNSSAGA 300-630 eftir Sverri Kristjánsson Mál og Menning, Reykja- vík 1966. 322 bls. Langt er nú liðið síðan hófst Mannkynssaga Máls og Menning- ar. Fornaldarsaga Ásgeirs Hjartar- sonar kom út í tveimur bindunr árin 1943 og 1948, og var þá þegar farið að tala um framhald hennar, miðaldasögu eftir Sverri Kristjáns son. En nú tók við löng töf. Fram- hald varð ekki á útgáfu Mann- kynssögunnar fyrr en 1960 og 1963 með ritum þeirra Bergsteins Jóns- sonar og Jóns Guðnasonar um tímabilið 1648-1848. Og nú í vor kom miðaldasaga Sverris loks úr kafinu — eða réttar sagt forspjall hennar eins og höfundur getur í eftirmála. „Ætlunin er að þrjú næstu bindi Mannkynssögunnar verði helguð miðöldum.“ Er sann' arlega vonandi að framhald sög- unnar vinnist skjótar en upphaf hennar. í upphafi mun hafa verið ætlað að Mannkynssaga Máls og menn- ingar yrði ekki mjög mikil að vöxtum, alþýðlegt yfirlit sögunnar frá öndverðu framundir þennan dag í tiltölulega fáum bindum sem kæmust út á tiltölulega skömm um tíma, höfundar varla fleiri en tveir eða þrír. Slík sögugerð or á fárra meðfæri svo vel fari; hún kref«t í senn ýtarlegrar, greinar- góðrar þekkingar, víðtækrar sögu- legrar vfirsýnar, og síðast en ekiti ?ízt yfrið mikillar ritleikni; slíkum söguritum er ætlað að mennta iafnharðan og þau skemmta. En mér er í minni hver aufúsa mér var á unclingsárum að fornaldar- sögu Á£-seirc Hiartarsonar sem varð .priér. og eflaust f.iölmörguni lesendum öðruni, . skemmtibók og fróðleiksbrunnur í senn, læsilegt, i glæsilegt yfirlit sögunnar; og mikil eftirsjá að ekki skyldi j vera meira af svo góðu. Án ! þess ég geti rökstutt það að gagni virðist efa- mál að sögurit þeirra Sverris, Bergsteins, Jóns verði sínum les- endum jafnmikill feginsgestur og fornaldarsaga Ásgeirs varð mér og mínum líkum. Enda hefur upphaf- leg áætlun Mannkynssögunnar sýnilega tekið gagngerum breyl- ingum, og er hin áformaða mið- ✓ aldasaga ljóst dæmi um þann vöxt sem hlaupið hefur í hana; þau þrjú rit, sem nú hafa bætzt við söguna eru líka hvert fyrir sig meiri að vöxtum en upphafsbindi Ásgeirs. Líkast til reynast þau að því skapi ýtarlegri sagnfræði, haganlegar til kennslu eða sem söguleg upp- sláttarrit, en hin alþýðlega yfirlits saga sem til var stofnað í upphafi. Slík samfelld saga hefi þó eflaust orðið markvert og álirifamikið verk hefði útgáfa hennar auðnazt eins og ráð var fyrir gert í upp- hafi þó ekki tjái um að sakast. Nú er nýhafin á íslenzku, með Rómverjasögu Will Durants, út- gáfa hliðstæðrar mannkyn^sögu, að visu í miklu stærri sniðum. Verður fróðlegt að sjá hversu sagn fræðingum okkar vinnst samkeppn in við hinn rómaða söguliöfund þegar framhald verður á útgáf- unni. Hið nýja rit Sverris Kriytjáns- sonar greinir frá tímabilinu 300- 630, hrörnun og hruni -hins forna Rómaríkis og upphafi evrópskrá miðalda. Unigerðin að sögu hahs er saga hins síðrómverska ríkis og arftaka þess, kaþólsku kirkjunn ar í Evrópu, en hann færist !á'ð vísu miklu víðar til fanga og lýáir í ýtarlegum köflum sögu þjóðflíftn inganna í Evrópu, grönnum RóWi- verja og sókn þeirra inn í Róma- ríki, germönskum ríkjum á róm- verskri grund og þjóðflutningurh í Austur-Evrópu. En þégar sögutíni er komið um 630 telur hann ’að verði markaskil fornaldar og mið alda. „Um það leyti er er þjfið- flutningunum í hinum evrópáku hlutum Rómaríkis að mestu lok- ið með landnámi Slafa á Balkán skaga. Miklagarðsríki er þá að íær ast í það svipmót er einkenndi sögu þess á miðöldum* Á vestúr- hveli hins forna ríkis gætir þá æ meir áhrifanna frá þeim arflfier miðaldirnar fengu í sinn hlut frá Rómaveldi: hinu rómverska stórbúi og hinni rómversku kirkju. í báð- um þessum stofnunum síðróin- verskrar sögu áttu miðaldirnar ætt sína og óðul.“ Með þeim orðum lýkur Sverrir þessu forspjalli sögu sinnar. Um þetta tímabil hefur næsta fátt verið ritað á íslenzku áður; eins og raunar aðrir mannkyns- söguhöfundar Máls og menningar er Sverrir Kristjánsson að vinna brautryðjandastarf í íslenzkri sögu ritun. Eins og ljóst verður af þessu iauslega efniságripi sögunn ar er ógrynnum efnis viðað til hennar, enda rýfur höfundur víða í þióðflutningaköflunum timatalið sem henni er sett. Fer ekki hjá því þrátt. fyrir ritfimi höfundar- ins að saga hans vorði með lcöfl- um næsta þung í vöfum og sein- Framhaid á 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. júlí 1966 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.