Alþýðublaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 14
Bráðabirgðalög Framh. af bls. 1. ikjör faglærðra framleiðslumanna •og barmanna í veitingaMsum. Hæstiréttur kveður á um, liver liinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins. Gerðardómurinn setur sér starfs a'eglur, aflar sér af sjálfdáðum nauðsynlegra gagna, og er rétt að krefjast skýrslna. munnlegra eða skriflegra af einstökum mönn um. og embættismönnum. ’Jíi2. gr. Gerðardómurinn skal við á- •fcýörðun þóknunar og starfskjara faafa hliðsjón af samningi frá 4. júní 1965 milli Sambands veitinga Og gistihúsaeigenda og Félags fltemreiðslumanna. svo og þeii-ra faauphækkana og kjarabóta, sem tsambærilegar stéttir háfa orðið að njótandi frá 4. júní 1965 as3. gr. ;>(,Verkföll, þar á meðal samúðar verkföll í því skyni að knýia fram aðra skipan kjaramála, sem lög Mssi taka til, eru óhoimi1, þar á f eðal framhald verkfalls Félags amleiðslumanna, sem bófst 8. julí 1966. 4. gr. !Ákvarðanir gerðardóms sam- Ívæmt 1. gr. skulu að því er varð ír greiðslur veitingahúsaeigenda til félaga í Félagi framreiðslu- manna gilda frá gildistöku laga þessara. Að öðru leyti skal samningur Sambands veitinga- og gistihúsa- cigenda og Félags framreiðslu- manna dags. 4. júní 1965, gitda, þar til gerðardómur fellur. • S. gr. R.Kostnaður við gerðardóminn, iþar á meðal laun gerðardóms- manna eftir ákvörðun ráðherra, greiðist úr ríkissjóði. *,!’ gr. j.JMeð brot gegn lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála. og varða brot sektum. ,^ög þessi öðlast þegar gildi og Iilda þar til nýr samningur tek gistihúsaeigenda og Félags fram reiðslumanna, þó eigi lengur en til 1. febrúar 1967. Gjört á Bessastöðum 15. júlí 1966. Ásgeir Ásgeirsson (L. S.) Ingólfur Jónsson Reykjavík GbG. í tilefni af lausn þjónaverkfalls ins, náðum við tali af formönn- um deiluaðila, Lúðvík Hjálmtýs- syni, formanni Félags veitinga og gistihúsaeigenda og Jón Marías- syni, formanni Félags framreiðslu manna. Lúðvík Hjálmtýssyni fórust orð á þessa leið: Með gerðardómnum er leystur mikill vandi, sem menn stóðu frammi fyrir. Verkfallið hefur haft lamandi afleiðingar, þrátt fyr ir undanþágur," sem veittar voru varðandi þjónustu við ferðamenn. Verkfallið gat hæglega haft áhrif á ferðaáætlanir fólks, sem hing að ætlaði og ekki vitað, nema svo hafi verið í einhverjum til fellum. Verkfallið skall mjög harkalega á með því að á síðasta fundi með sáttasemjara kom fram tillaga um að fresta verkfallinu á meðan að fram færu frekari við ræður, en þjónar harðneituðu að taka slíkt til athugunar. Þá gerð ist sá einstæði atburður í sam bandi við þetta verkfall, að boð uð samúðarvinnustöðvun var dreg in til baka á síðustu stundu, en sú ákvörðun hefur eflaust haft nokkur áhrif á gang málanna. Eins og komið hefur fram, þá stóð deilan ekki um kaup, heldur fyrirkomulag á vinnustað, eink- um það, hvort stimpilkassar skyldu notaðir eða ekki, Þjónar vildu fá kassana út. en kassamir eru í raun og veru hinn einasti fulltrúi neytandans á staðnum, svo fremi að úr honum komi kvitt- un. Við höfum fullan hug á að fylgjast með því, að svo verði. Ég fagna því. að deila þessi er nú leyst. Það er ástæðulaust að vorkenna þjónum með sinn hlut, þeir- eru hæstlaunaða stétt iðnað armanna í landinu með 3ja til 5 daga vinnuviku,” Jón Maríasson hafði þetta að segja um deiluna: Veitingamenn sköpuðu sjálfir þetta ástand. Þeir vilja stríð og þeir skulu fá það. Þeir voru bún ir að fá allar þær undanþágur, sem nauðsynlegar voru vegna er lendra ferðamanna, en síðan loka veitingamenn sjálfir, þannig að þeir enduðu í verkfalli við sjálfa sig. Veitingamenn hafa útmálað deiluna um stimpilkasssana á þann veg, að við vildum þar í engu semja. Hið rétta er, að við buðum upp á gerðardóm í kassa málinu og samninga um önnur atriði. Þessu var hafnað. Eftir að undanþágur vegna ferðamanna voru veittar, loka svo veitinga- menn sjálfir og fara þannig í verk fall við sjálfa sig. Síðan lvsa þeir þessu sem þjóðarvoða fyrir ráð herra, en síðan erum við skyldað ir til að lúta bráðabirgðalögum í sex mánuði, á meðan öll örnur fé lög hafa uppsegjanlega samninga 1. október. Það hefði þó verið ögn meiri sanngirni í ósanngirn inni, ef lögin hefði aðejns náð til 1. október. Allar okkar kröfur standa enn. Orrustan er ekki töpuð, lokaorr ustunni hefur aðeins verið frest- að. Veitingamenn skulu ekki láta sér detta í hug að við leggjumst niður og grátum, þótt við höfum verið beittir því óréttlæti, sem í bráðabirgðalögunum felst. Dýrast hér Farmhald af síðu 1. ferðaskip, Andes og Caronia með samtals yfir eitt þúsund farþega. Þetta er í fyrsta skipti síðan fyr ir stríð, að hingað koma tvö skip sama daginn. Amsterdam var hér í fyrradag og er nú á Akureyri. Á morgun verður Andes á Akur eyri, en þar er nú bezta veður og ferðafólkið ánægt með viðkom una hér. ,í næstu viku koma þrjú þýzk skip: Bremen, Hanseatic og Ev rópa, öll með um 800 farþega hvert. Tvö þeirra fara til Akureyr ar. Aðstaða til að taka á móti skip um hér er ekki nógu góð, bryggj an of lítil og alis ekki hægt að afgreiða tvö skip samtímis, eink um er þetta erfitt, ef fólkið talar sama tungumál á báðum skipun st milli Sambands veitinga og ^^OiX^OOOOOOOOOOOOOOOOOO cxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx- útvarp 08 Pí Laugardagur 16. júlí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegisútvarp 13.00 Óskalög sjúklinga g(í Þorsteinn Helgason kynnir lögin. U5.00 Fréttir. Pí Lög fyrir ferðafólk — með ábendingum og viðtalsþáttum um ö'i umferðarmál og náttúruvernd. 1 Andrés Indriðason og Pétur Sveinbjarnar tjfi son sjá um þáttinn, Ifi. 30 Veðurfregnir. -•« Á nótum æskunnar .rr Dóra Ingvadóttir og Pétur Steingrímsson bq kynna nýjustu lægurlögin. ÍX.00 Fréttir. JS Þetta vil eg heyra Gígja Sigurjónsdóttir ökukennari velur sér hljómplötur. 18.00 Söngvar í léttum tón Franski söngflokkurinn Les Double Six, Edith Piaf og útvarpskórinn í Leipzig syngja. 18.45 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir 20.00 í kvöld Hólmfríður Gunnarsdóttir og Brynja Bene diktsdótti-r stjórna þætinum, 20.30,, Raddir heyri ég ótal óma“ , Egill Jónsson kynnir lög af hljómplötur. 21.10 Leikrit: „Herra Sampson", gamanleikur eftir Charles Lee Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Helgi Skúlason, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. ÉSCSOOOOOOOOOOOSOOOOOOOOOOO oooooooooooooooooooooooo V 0 16. júlí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ um eins og núna. þá vill fólkið , biandast saman og af þessu geta Ác|friffacíminn M lÁQOfl hlotizt vandræði og ruglingur. AiRl 1110351111111! Cl IH7U TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN 22. maí voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thorar- ensen ungfrú Sylvia Viderö Gunnarstein og Napoleon Viderö, Þjórsárgötu 4. — Ljósm. Nýja Myndastofan, Laugavegi 43 b, sími 15125. 21. maí voru gefin saman í hjónaband af séra Frank M. Hall- dórssyni ungfrú Kristín K. Bald- ursdóttir og Guðmundur F. Ottós- son. Heimili þeirra er að Laufás- vegi 38. Ljósm. Nýja Myndastof- an, Laugavegi 43 b, sími 15125. Laugardaginn 21. maí voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Guð- björg Magnúsdóttir og Sigurjón Gunnarsson. Heimili þeirra er að Hofi í Öræfum. Ljósm. Studio Guðmundar, Garðastræti. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Langholtskirkju af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Kristín Jóna Halldórsdóttir skrif- stofustúlka og Sæmundur Bjark- ar, bankastarfsmaður. Heimili þeirra er á Grenimel 4. Ljósm. Studio Gests, Laufásvegi 18. Laugardaginn 21. maí voru gef- in saman í hjónaband í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen ungfrú Sigríður Guðmundsdóttir, Sörla- skjóli 13, og Guðmundur Jónat- ansson, Sörlaskjóli 24. Heimili þeirra er að Sörlaskjóli 24. Ljósm. Studio Guðmundar, Garðastræti. Þann 14. maí voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði H. Guðjónssyni í Langholtskirkju ungfrú Sigríður Sigurðardóttir og Gísli Ingólfsson. Heimili þeirra er í Efstasundi 71. Ljósm. Studio Guðmundar, Garðastræti,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.