Alþýðublaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 4
/mmm&MME) Bttstjórar: Gylfl Gröndil (áb.) og Benedlkt Gröndsl. — RltstíSmarfuU- trtl: ElBur GuSnason. — Slmar: 14900-14903 — Auglýslngaalml: 14908. AÍBsetur AlþýCulnislð vlB Hverflsgötu, Reykjavlk. — Prentsmiðja Alþýðu bUSslna. — Aakrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. B.OO elntakMt Utgefandl Alþýðuflokkurinú. Sex orsakir UNDANFARNAR VIKUR hafa umræður spunn- izt um það vandamál, hverjum beri að kenna um yerðbólguna. Hafa aðallega komið fram tvær skoð anir á því máli. Önnur er sú, að eingöngu sé um að kenna slælegri forustu ríkisstjórnarinnar. Hin kenningín er á þá lund, að orsákir verðbólgunnar séu margvíslegar og mörgum aðilum, jafnvel allri þjóð- inni, sé um að kenna. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra gerði þessa ríeilu að umræðuefni í grein í Alþýðublaðinu síðastliðinn sunnudag. Taldi hann tvímælalaust, að örsakir verðbólgunnar væru margar og kæmu þar ýmsir aðilar við sögu. Benti hann á sex atriði, sem valdið geti verðbólgu, en þau voru þessi: Verið getur, að kaupgjald hafi hækkað umfram það, sem framleiðni atvinnuveganna hefur auk- izt, þannig að verðlagið hljóti að hækka, þótt = - hagnaður atvinnurekenda haldist óbreyttur. Verið getur, að atvinnurekendum og opinberum ' fyrirtækjum takist að hækka verðlag vöru sinn- ar eða þjónustu og auka tekjur sínar, þótt al- mennt kaupgjald sé óbreytt. Verið getur, að bánkakerfið auki útlán sín umfram framleiðsluaukninguna, þannig að aukið pen- ingamagn þrýsti verðlaginu upp á við. Verið gefur, að ríkisbúskapurinn sé rekinn með halla og setji þannig í umferð óraunhæfa kaupgetu, sem hækki verðlagið. Verið getur, að viðleitni sé til meiri fjárfestingar en svarar til vinnuafls og raunverulegs sparnaðar ■ og það þrýsti verðlagi upp á við. Og verið getur. að verðbólga erlendis bafi verðbólgu áhrif hér. Þessi upptalning Gylfa Þ. Gíslasonar er mjög fróð leg og ættu þeir, sem um þessi mál vilja hugsa, að athuga hana lið fyrir lið. Hljóta menn að komast að þeirri niðurstöðu, að engin ein þessara orsaka hafi valdið margra áratuga verðbólgu á íslandi, heldur þær flestar, stundum meira og stundum minna. Af þessari augljósu niðurstöðu leiðir, að ekki er til neitt eitt ráð til að hemla verðbólgu, heldur þarf að gera víðtækar ráðstafanir á flestum eða öllum þessum sviðum, nema hvað ókleift er að hafa áhrif á verð bólgu erlendis, sem hefur haft mikil áhrif nú síð ustu misseri. 1 Ekki mun núverandi ríkisstjórn færast imdan hlutverki sínu eða áhyrgð í þessum efnum. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir heilbrigðan skilning þjóðarinnar og þátttöku í baráttu við verðbólguna að sem flestir skilji hið margþætta eðli vandans. 4 19. júlí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ FLOTEX NÆLON-TEPPI með þykku vynil-imdirlagi, óof in, vatnsþétt, endurbætt, mjög sterk — hið bezta, sem hægt er að fá á: Stigahús skrifstofur ganga o. f I. Hagkvæmt verð. — Gulifallegt franskt litaval. FLOTEX-verksmiðjurnar hafa nýfengið gullbikarsverðíaunin í Frakklandi fyrir góðan smekk. FLOTEX-teppi fást aðeins hjá einkaumhoðinu á íslandi. Fransk - íslenzka verzlunarfélaginu Brautarholti 20. Sími 21999. krossgötum ★ TAMIN HUGSUN — BETRI HEILSA. Óskar Jónsson í Hafnarfirði hefur birt ágæta grein í ritinu „Hjartavernd”. Nefnist hún: „Frá sjónarhóli leikmanns séð” og fjallar um áhrif andlegrar líðan á iíkamlega heilsu. Er þar margt athyglisverðra hugmynda, sem Óskar byggir að nokkru leyti á eigin reynslu, enda er hann glögg ur maður og gáfaður. Hann segir meðal annars: „Maður, sem hefur tamda hugsun, er andlega heilbrigður, ber miklu léttar alla líkamlega kvilla en hinn, sem hefur ótaminn huga og lítinn sálrænan styrk. Það er líka víst, að hinn bjartsýni, glaðværi og geðprúði sjúklingur ber sjúkdóm sinn léttar en hinn svartsýni og dapri, sem alls staðar sér Ijón á veginum og hefur ávalt allt á hornum sér. Og ég er öldungis viss um, að hinn fyrrnefndi hefur miklu meiri mótstöðu gegn sjúkdómum almennt heldur en hinn síðartaldi. Þeir, sem veilir eru og leggja það í vana sinn að vera sífellt að hugsa um sjúkdóm sinn, eru með sífelldar gruflanir um, til hvers sjúkdómurinn leiðir að lokum. Þetta er einn hinn versti óvinur allrar heilbrigði og eykur ábyggi- lega hættuna, og mun það gilda um hvaða sjúk- dóm, sem við er að stríða. Þetta ættu allir að athuga, sem umgangast sjúka menn. Og það er fáránleg framkoma við hina sjúku að vera sífellt að aumka þá og gera ýmislegt sem minnir þá jafnan fastlega á sjúkdóm- inn, hvort sem fram kemur í orðum eða gerðum. Allt slíkt lamar viðnámsþrótt hins sjúka. Betra að uppörva þá, sýna þeim jafnan glaðlega fram- komu án allrar minnstu meðaumkunar. Það er líka áreiðanlegt, að fátt er verra fyrir hinn sjúka en algert iðjuleysi.” ★ AÐ FORÐAST ÆSINGAR. Óskar segir ennfremur: „Jafnvel viðmót og framkoma sam ferðamanna á lífsleiðinni getur oft og tíðum haft stórkostleg áhrif á þá, er þjást af fyrrnefndum kvillum. Hinir heilbrigðu ættu að forðast að sýna þeim ónot og skæting, að ekki sé meira sagt. Stund um getur slíkt haft liinar alvarlegustu afleiðingar. Það er líka nauðsynlegt fyrir hinn sjúka — og raunar fyrir alla menn — að temja skapgerðarlist. Hinn sjúki verður að forðast allar æsingar, og þótt einhver vilji hefja við hann ill- deilur, þá ber hinum sjúka ávallt að leiða allt slíkt hjá sér. Hainn á þá ekki að vera til viðtals. Hann þarf að kunna þá list að halda huganum i sem mestu jafnvægi, hugsa ekki Ijótar hugsanir, fylla hann ekki af hatri til eins eða neins, heldur ávalt temja sér liið gagnstæða. Þetta, sem ég hef hér að framan sagt, byggi ég á reynslu sjálfs mín og einnig af sam tölum við ýmsa þá, sem hafa átt við heilsuleysi að stríða árum saman. Og sagt er ,að reynslan sé ólýgnust, og þess vegna þori ég að setja þessa punkta hér fram. Hugur mannsins er afl sem getur orðið öflugt vopn, og lionum er í sjálfsvald sett, hvernig hann vill nota þetta vopn. Hann getur notað það sjálfum sér til framdráttar, linað þján- ingar mannlegra meina og haft áhrif líka á sam- ferðamennina á lífsleiðinni ,og þá er ekki sama, hvort áhrif eru jákvæð eða neikvæð, allt eftir því hvernig maðurinn vill beita hugsun sinni. Og per- sónulega er ég sannfærður um, að hver og einn, sem temur sálarorku sína og stefnir henni á æðri leið- ir, getur oft bægt frá sér kvillunum og að minnsta kosti mildað áhrif þeirra.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.