Alþýðublaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 6
NÝLEGA MATTI lesa í einhverju dagblaðanna, að kona hefði fengið annars stigs brunasár í andlit, er hún gekk á Snæfellsiökul. Við göngu á fjöll og jökla er mjög hætt við miklum sólbruna, einnig við sjó, og þar sem oft er erfitt að ná til læknis ætti fólk að varast bruna með notkun góðra og heppilegra sól- krema. Þar sem við höfum hér á ís- landi stutt sumur reyna flestir að njóta sólardaganna, sem koma. Mar'gir liggja þá í sólbaði klukku- stundum saman hreyfingarlausir til að fá á sig hinn eftirsótta brúna lit, en eins og með flest annað, varast verður óhóf í sól- böðum. Til að gefa lesendum nokkrar upplýsingar og fræðslu um sólböð og sólkrem, spurðum við frú Mariu Dalberg, fegrunar- sérfræðing, nokkurra spurninga þessu lútandi. — Er það ekki nauðsynlegt fyr- ir okkur hér á íslandi, að nota sólskinsstundirnar eins og mögu- legt er? — Að sjálfsögðu eru sólböð holl og nauðsynleg, en þau geta lika verið skaðleg, séu þau iðkuð í ó- hófi. Ekki má fara of geist í sól- böð, gott er að byrja með 10— 15 mínútum og smálengja síðan tímann eftir því, sem hver þolir. Það er íekki gott að liggja kyrr í sólbaði; mikið betra að vera á hreyfingu. Og ef fóik verður slappt og þreytt í sólbaði er greinilegt að það hefur verið of lengi í sól og ætti því að fara varlega.. Alls ekki á að liggja marga klukkutíma i einu, nema manneskjan sé búin að þjálfa sig upp í það langan tíma. — Er ekki gott að nota sólkrem til varnar húðinni? — Til.eru ýmiss konar sólolíur og krem, bæði fyrir þurra og feita húð, og það er mjög nauðsynlegt að nota slík krem. Svo er einnig til krem, sem ver húðina algjör- lega sólargeislunum, sé- hún við- kvæm. Það er mjög gott fyrir fólk, sem ekki þolir sól. Einnig er það mjög gott fyrir fólk, sem fer í fjallgöngur, í ferðir á hestum, t. d. Það ver húð- ina fyrir ryki, óhreinindum, sól og kulda, má sem sagt notast allt árið. — En hvað um þessi krem, sem eiga að gera húðina brúna án sólar? — Það er til slíkt krem, sem er sprautað á húðina og húðin verður brún. Það krem gerir eng- an skaða vegna þess að það er venjuleg sólarolía og litar ekki húðina sjálfa, en kremið sjálft er litað, þannig að húðin verður ljós- brún. Þetta krem er því venjulegt sólkrem, sem eins og önnur slík krem verndar húðina og eðlilegur brúnn litur myndast af sólinni sjálfri. Slíkt krem er aðallega not að fyrst á vorin, þegar byrjað er að fara í sólböð, síðar verða það óþörf smyrsl er sólin hefur sjálf gert húðina brúna. En svo eru aftur til ýmiss kon- ar „spray” og krem, sem lita húð- ina. Slík efni er EKKi ráðlegt að nota, því að þau einangra sólina frá húðinni og mörg gera húðina alla flekkótta. — Eru ekki dæmi þess að kon- ur koma til ykkar með slæma húð vegna of mikilla sólbaða? — Jú, ég hef séð dæmi þess, að konur hafa komið með þannig húð, að bandvefurinn hefur verið skemmdur. En það er mikil hætta á því vifl of mikil sólböð, að band- vefurinn undir húðinni skemmist og þá verður húðin slöpp og hrukk ótt, og þegar bandvefurinn hefur eyðilagzt er ekki gott að ráða bót á því. — Nú segja margir fegrunar- sérfræðingar að íslentfingar hafi þurra húð. Er það vegna veðr- áttunnar? — Já, veðráttan hér er svo ó- stöðug. Miðstöðvarhitunin hefur þar líka mikifl að segja, því að umskiptin eru svo mikil, þegar farið er út úr heitri íbúð út í Framhald á 10. síðu. £ 19. júlí 1966 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.