Alþýðublaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 5
s '-&É. at. senjdrítur og lágt verSSag - sting- ur óþyrmiiega í stúf við raunveruleik- ann. - Því hvers vegna er allt svona odýrt? Af því að daglaun éfaglærðs verkamanns eru ekki nema rúmar 40 krónur. Við sjáum útlendinga koma til Spánar, njóta dá- semda landsins og sólar- innar og snúa síðan aftur heim, án þess að geta feng ið nokkuð samhengi í það, sem þeir hafa reynt, og það sem þeir hafa heyrt um Spán sem einræðisríki, þar sem andstæðingar rík isstjórnarinnar eru fang- elsaðir eða drepnir og þjóðin líður mikinn skort. Nokkrir þeirra taka bein- línis upp hanzkann fyrir ríkisstjórnina eftir að hafa dvalið þar. — Þar cr nóg af öllu, segja þeir, þar eru hátíðir, sól, ódýr vín, flamenco, glaðværð og ódýrar senjórítur. Jú, við höfum þetta, og við er- um einnig vingjarnlegir og viljum gjarnan hjálpa útlendingum. En minnizt orðtaks upplýsingaráðu- neytis Francos: Spánn er öðru- vísi. Spánn er tvímælalaust öðru- vísi. Spánvcrjar eru glaðværir og vingjarnlegir — því þeir hata að vera sigraðir í augum annarra. Spánverjar syngja, þegar aðrir myndu ef til vill gráta. Leyfið mér þess vegna að segja yður, hvernig flestir Spánverjar berjast við að halda í sér lífinu. HVAÐ FÁUM VIÐ í KAUP ? Launakjörin á Spáni eru óskap- leg. Lágmarkslaun eru í kring um 40 krónur á dag fyrir átta tíma vinnu. Þau gilda fyrir ófaglærða verkamenn — peones. Sérfræð- ingar geta komizt upp í 4800 til 7000 krónur í laun á mánuði, en næstum allir aðrir eru með lægri laun. Þjónn hefur í grunnkaup um með drykkjupeningum hækkar með drykkjupeningum hækkað kaupið nokkuð, sérstaklega ef hann starfar við nýtizku veitinga- hús. Ungur bankastarfsmaður fær í laun rúmar 4000 krónur á mán- uði. Afgreiðslumaður hefur um 3500 krónur á mánuði. Sama fá strætisvagnastjórar og fastir starfsmenn við samgöngutækin í Madrid og Barcelona. Ólærður múrari vinnur sér inn 2700 krón- ur og lærður múrari eitthvað á milli 3600 og 4800 krónur á mán- uði. Til sveita eru laun mjög lág. Iðnvæðingin hefur laðað svo marga til borganna, að þeir sem ðftir hafa orðið fá um 2500 krón- ur á mánuði, en aftur á móti eru engar hömlur á vinnutíma, og tíu til tólf tíma vinnudagur er al- gengur. Opinberir starfsmenn búa við sultarlaun. Eftir fimm ára þjón- ustu komast þeir í 6600 til 8400 krónur á mánuði. Svo eru þeir, sem njóta góðs af stuðningi við Franco í borgarastyrjöldinni. — Þeir fá sérstaka launauppbót. Það er erfitt að segja hve hátt þeir komast, en þeir, sem eru í mestri náðinni fá allt að 21000 krónur á mánuði. Þegar öllu er á botninn hvolft, er hægt að segja, að meðallaun á Spáni séu á milli 3600 og 4200 krónur á mfinuði — en þeirra launa afla menn sér ekki nema með mikilli eftirvinnu. HVAÐ KOSTAR MATUR- INN ? En livernig er svo verðlagið? — Stærsti útgjaldaliðurinn er matur. Nautakjötið kostar um 120 krónur kílóið, lambakjöt 90 krónur, svínakjöt í kringum 100 krónur. Hægt er að fá lélegt kjöt fyrir rúmar 60 krónur kílóið. — Venjuleg hæna kostar um 66 krón- ur, eitt egg rúmar 2 krónur. Á- vextir cru tiltölulega ódýrir borið saman við aðrar vörur, og eru appelsínur ódýrastar. Ostur er mjög dýr. Eitt kíló af spönskum Manehego kostgr tæpar 80 krónur. Spánskar errano- skinkur kosta ekki undir 210 krón- um kílóið. Grænmeti er einnig dýrt, ef kál er undanskilið. Þetta verðlag kemur íslending- um ef til vill ekkert spánskt fyrir sjónir, en með þeim launum, scm Spánverjar fá í aðra hönd, er vandséð, hvernig hægt er að lifa mannsæmandi lífi þar suður frá. Aðrar vörutegundir eru einnig dýrar. Sjónvarpstæki kostar frá krónum 12 600 og ísskápur, sem er mikil nauðsynjavara í liinu heita loftslagi kostar svipað. Allir bílar á Spáni eru gerðir samkvæmt leyfum franskra og ít- alskra framleiðenda. Minnsti og vinsælasti bíllinn er „Seat 600”, byggður samkvæmt tcikningu af Fiat 600. Hann kostar um 66000 krónur kominn á götuna. Erlendir bilar eru rándýrir sökum óheyri- lega hárra tolla. — En hvað um aðrar nauðsynja- vörur? Ódýrustu skór kosta um 210 krónur, en venjulegir skór 420 krónur, klæðskerasaumu'ð föt kosta 2800 krónur, en hraðsaumuö um 1400 krónur. í Madrid eru alvarleg húsnæðis vandræði. í úthverfunum fæst ekki íbúð undir 2100 krónum á mánuði, og liinar ódýru ríkisreknu íbúðir eru ófáanlegar nema með 30—40 þúsund króna fyrirfram- gfeiðslu. TVÖ EÐA ÞRJÚ STÖRF. En hvernig hafa Spánverjar þá eíni á að fara í kvikmyndahús, á nautaat, kaupa sér sjónvarp, jafnvel bíla og fara á kaffihús? Skýringin er sú, að flestir vinna tíu til tólf tíma á dag og jafnvel lengur til að afla nægra peninga. Mörgum nægir ekki eitt starf, — heldur hafa þeir alls konar auka- störf. Staðre.vndin er sú. að dagleg innkaup fimm manna fjölskyldu á Spáni fara ekki undir 100—130 krónur. Til að rísa undir þeim útgjöldum verða menn að hafa mjög góð laun, og geri menn sam- anburð á tekjum og útgjöldum kemur í ljós, að ef Spánverji ætl- ar að borða góðan mat. þá er hon- um ókleyft að greiða húsaleigu eða kaupa munaðarvörur. Þess vegn^ er það algengt, a® endurskoðendur taki að sér í auka vinnu bókhald smáfyrirtækja, múrarar annist viðgerðir húsa, lögreglumenn annizt dyragæzlu.og j leigubílstjórar aki allan sólar- | hringinn. Margir Spánverjar véfða að láta sér nægja fimm stunda svefn, af því að þeir þurfa að sinna svo mörgum störfum. Eitt dæmi, sem mér er kunnúgt um: Á hverri nóttu vinnur hann við gestamóttöku á hóteli, klukk- an níu að morgni byrjar hann að vinna sem dyravörður í opintjerri stofnun, hættir klukkan tvö, fer þá heirn að sofa, en vaknar fyi'ir sjö til að byrja á enn einu stárf- inu, en úr því fer liann beint til vinnu sinnar á hótelinu, sem byrjar um miðnætti. 1 ' Er það þá nokkur furða, [þptt við fólki blasi tekin og þreytulcg andlit í neðanjarðarlestum Madrid snemma á morgnana? ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. júlí 1966 .5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.