Alþýðublaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 7
Minningarorö: Eggert Guðmundsson frá Tröð „Víst eru engin vindhögg sleg- in” hjá þeim vopnfæra sláttu- manni, „sem slær allt hvað fyrir er” og „reiknar allt jafn-fánýtt.” Ekki er þar farið í manngreinar- álit eða eftir óskum manna eða vonum og mannleg skipulagning eða áætlanir hafa þar ekkert að segja. Of fljótt og óvænt þykir okkur að þessu sinni, sem oftar, að ljár- inn hafi numið vin okkar Eggert Guðmundsson frá Tröð. Fæddur var hann í Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi 14. apríl 1895 og var því á öðru ári hins áttunda tugar er hann lézt. For- eldrar hans, Guðmundur Eggerts- son og Pálína Sigurðardóttir, bjuggu lengst af í Tröð í Kol- beinsstaðahreppi og voru ætíð kennd við þann bæ. Guðmundur faðir hans var Mýramaður í ættir fram. Að öðr- um þræði voru forfeður hans Ein- arsness menn, sem bjuggu í Ein- arsnesi við Borgarfjörð, hver fram af öðrum og höfðu sýslu- völd í „Borgarfjarðarsýslum vest- an og sunnan Hvítár” eins og það var orðað á 17. og 18. öld. En að öðrum þræði var hann af æfc Marteins Einarssonar, sem sagði af sér.biskupsdómi vegna ágengni konungsvaldsins og gerðist bóndi á Álftanesi á Mýrum og bjó þar til æviloka. 'Pálína ljósmóðir, móðir Eggerts, váf líka að öðrum þræði af ætt Mýramanna. í ætt hennar var fjöldi andlegrar stéttar manna. í föðurætt hennar má nefna Sig- urð prest Jónsson í Stafholti og Markús prest Eiríksson í Hvammi í Norðurárdal og í móður ætt Jón biskup Vigfússon á Hólum, Sæ- mund Oddsson prest í Hítardal, Þór Jónsson prest í Stað á Öldu- hrygg og afi hennar var Páll Páls- son prófestur í Hörgsdal á Síðu, svo nefndir séu nokkrir. Það er því auðvelt að rekja ætt Eggerts Guðmundssonar til andlegra og veraldlegra höfðingja fyrri tíða og slíkt er alltaf til nokkurs gildisauka að vera grein af góðum stofni. Þegar ég kom unglingur í Kol- beinsstaðahrepp fyrir nærri hálfri öld, lenti ég þar sem Tröð var hinn næsti bær. Ég kynntist þá fyrst og bezt fólkinu þar, festi við það tryggð og vináttu, sem hefur haldist síðan. Eggert Guðmundsson var þá ungur maður í blóma lífsins, vel gefinn, listfengur og hagur til munns og handa og fyrirmynd ungra manna í sveitinni á marg- an hátt. Hann var þar um skeið formaður UMF. Eldborg og org- anisti í sóknarkirkju sinni, Kol- beinsstöðum. Eftir að hann flutt- ist til Reykjavíkur var hann lengst af starfsmaður hjá Reykja- víkurhöfn. í félagsmálum verka- manna hér í Reykjavík var hann alla tíð í fremstu röð, ötull og á- hugasamur. Hann var í stjórn og trúnaðarmannaráði Vmf. Dags- brúnar um margra ára bil. Hann var fulltrúi og í hverfisstjórn K r o n í deild sinni — og reynd- ist þar sem annars staðar áhuga samur og nýtur starfsmaður. Eggert kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigurrós Jónasdóttur frá Ystu-Görðum. Eignuðust þau tvö börn, Pálínu og Jónas, sem bæði eru búsett hér í Rvík. Eggert gekk ekki heill til skóg- ar hin síðari árin. Hann átti við erfiðan sjúkdóm að stríða, astma, sem hann bar þó með ró óg karl- mennsku. Hann andaðist 12. þ. m. eftir stutta legu. Með Eggerti Guðmundssyni frá Tröð er horfinn vinsæll maður, vel gefinn og vel metinn af öll- um er þekktu hann, mannkosta- maður og drengur góður. Blessuð sé minning hans. Guðvi. lllugason. Koparpfpur o* Fittings, Ofnakranar, Tengikranar Slöngukranar, Blöndunartæki, Burstafell bygglngarvöruverzln*, Kéttarholtsvegl S. Síml 3 88 40. Eggert Guðmundsson. Rennilokar, Bronstein sagði fyrir nokkru í blaðaviðtali, að hann teldi Kors- noj vera sigurstranglegan í væntan legri keppni um heimsmeistaratit ilinn. Við skulum nú fara yfir aðra sigurskák hans gegn Petrosjan í borgakeppninni Móskva/Lenin- grad,, en sem kunnugt er sigraði han heimsmeistarann tvívegis í þeirri keppni. Hvítt: T. Petroshan. Svart: V. Korsnoj. Spánski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 aG 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe Be6 9. c3 Be7 10. Bf4 Rc5 11. Bc2 .... (ekki var betra fyrir hvítan að leika 11. Rd4—Rxb3 12. Rxc6— Dd7) 11.....Bg4 12. h3 Bh5 13. De2 Re6 14. Bh2 Bc5 15. Rbd2 Re 7 16. Hadl Dc8 17. Rb3 Bb6 18. Khl .... (Ekki kom til greina 18. Rbd4 — Bxd4, 19. cxd4—RG5 og svartur hefur betra tafl.) 18.....c5 19. g4 Bg6 20. Rh4 Bxc2 21. Dxc2 Dc6 22. f4 d4 23. Dg2 Dxg2 24. Rxg2 .... (Ekki er gott fyrir svartan að leika 24.....d3 vegna 25. c4-bxe 26. Rd2) 24..... dxc 25. f5 Rc7 Ef 26. bxc þá Red5 Svartur svarar 26. e6 á sama hátt) 26. Bgl Red5 27. Rxc5 cXb 28. Hd2 0-0-0 29. Re4 Bxgl 30. Kxgl Rb6 31. Rd6 Hxd6 32. exd Rc4 33. d7 Kd8 34. Hd3 Ra8 35. Rf4 Rab6 36. Hfdl b4 37. Rd5 Rxd5 38. Hxd5 Re3 39. Hd5d3 Rxdl 40. Hxdl Kc7 41. Hbl Kxd7 42. Hxb2 a5 Hvítur gaf. Utsala - Utsala byrjar á morgun á ...SUMARHÖTTUIVI einnig blússur og peysur, seldar allt að hálfvirði. HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR Laugavegi 10. Plastefni íBAÐHERBERGI nýkomin. Gardínubúðin Ingólfsstræti. ! i STARFSSTULKUR OSKAST Starfsstúlkur vantar til afleysinga í eldhús Flókadeildar, Flókagötu 31. Upplýsingar gefur matráðskonan, eftir kl. 1 (ekki í síma). Reykjavík 18/7. 1966 Skrifstofa ríkisspítalanna. ATVINNUREKEKÐUR sem hafa starfsfólk búsett í Kópavogi. eru minntir á að senda bæjarfógetaskrifstofunni að Digranesvegi 10 tilkynningu um nöfn og heimili starfsmanna sem fyrst og eigi síð- ar en 31. þ.m. Vanræksla veldur ábyrgð á skattgreiðslu. Bæjarfógetinn í Kópavogi. FIAT-EIGENDUR TAKIÐ EFTÍR Nýkomið í rafkerfið svo sem: Startarar Dynamóar Straumlokur Anker Spólur Bendixar og margt fleira. Bílaraf S/F Höfðavík v/Sætún — Sími 24-700. Brenni - Oregon pine Nýkomið. Brenni (Hvítt): 1” - 1V4” m” — 2” - 2W’ Oregon Pine: 3V4” — 2” Askur: 1V2” - 2” Aimur: 1W’ — 2” Palisander: 2” Teak — margar stærðir og þykktir. ZEBRA — spónn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. júlí 1966 J fllt; 1------------- --- ■ --------— —— —— — ----------------------!■ ....------------------TT —■>i>i,*UlrHi«i» ipMiljÍilHllM—

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.