Alþýðublaðið - 23.08.1966, Síða 3

Alþýðublaðið - 23.08.1966, Síða 3
Fliigvélasýnmg á Keflavíkurvelli Næstkomandi sunnudag, 28. ág úst, mun varnarlið Atlantshafs- bandalagsins á íslandi lialda sýn ingu á Keflavíkurflugvelli fyrir almenning. Sýningin hefst kl. 1 e.h. og eru allir Íslendingar vel komnir á þessa sýningu. Sýndar verða ýmsar gerðir flug véla og margs konar annar bún aður og tæki. Auk þess verður sýningargestum heimilt að skoða ný skólahús, íþrótta- og leiksvæði og annan aðbúnað, svo og ýmsa aðra staði stöðvarinnar, þar á með al slökkvistöð vallarins, en slökkvi liðið er skipað bæði íslendingum Tvennt slasast við dráttarvélaveltur Rvk.-ÓTJ. Tvö síys urðu á Snæfellsnesi um helgina, og bæði við það að dráttarvélar ultu. Fyrir öðru slys inu varg Ólafía Þorsteinssdóttir, húsfreyja á Setbergi í Skógar- strandarhreppi. Hún var við vinnu úti á túni, á dráttarvél, sem af einhverjum órsökum valt. Varð Ólafía undir vélinni og og- mun hafa mjaðmagrindarbrotn ag. Fyrir hinu slysinu varð drengur um fermingu, á túninu að Grund í Eyrarsveit. Valt drátt arvélin við að lenda ofan í skurði og varð drengurinn undir. Hann var fluttur á spítala í Stykkishólmi og þar gert að meiðslum hans sem voru mjög mikil, en ekki talinn í lífshættu. og Bandaríkjamönnum. Slökkvi- liðið mun sýna slökkvistarf og verður notuð skemmd þota við það atriði. Ennfremur geta gestir sýningari»ínar fengið að skoða veðurstofuna , en þar starfa ís lendingar og Bandaríkjamenn sam an. Verði veðurskilyrði hag- stæð er ráðgerð mikil flugsýning klukkan 3 e.h. ásamt fallhlífar stökki. Einnig muínu bjöngunar i sveitir vajlarins sýna björgunar 1 siörf með þyrlu. Við vallarhliðið verður afhent ur leiðbeiningabæklingur og í honum eru sýndir m.a. þeir staðir sem opnir eru sýningargestum. Á sýningu þessari gefst íslend ingum sérstakt tækifæri til að sjá útbúnað Atlantshafsbandalagsins og kynnast því starfi sem banda lagið hefur með höndum, til vernd ar friði og öryggi við ísland og annars staðar við norðanvert At lantshaf. ICÍBíverjar. „ Framhald af 1. síðu. götur skýi-ðar upp og heita nú menningarlegum baráttunöfnum. Menningarbaráttuspjöld voru hengd víða um borgina, og voru ritaðar á þau áskoranir um að fólk ætti að taka sinnaskiptum og láta af gömlum og úreltum siðum og hugmyndum, og helga liug sinn og líf hugsjónum menningarbylt- ingarinnar. Unglingarnir hafa meðal annars heimtað að fólk taki upp þjóðlega hárgreiðslu og hætti að ganga í támjóum skóm að hætti útlendinga. VOLSUNGAR I DYRHOLAOSI Reykjavík OÓ. Kvikmyndun Völsungasögu, það er að segja þeim hluta hennar, sem tekin verður á ís- landi, hófst við Dyrhólaey s.l. sunnudag. í Dyrhólaósi flaut skip af þeirri gerð, sem kennd er við víkinga, einmastrað. í stafni er gapandi drekahaus, sem gnæfir hátt yfir hafflötinn og skuturinn er fagurlega út- skorinn. Byrjað var á að mynda þau atri'ði er Sigurður Fáfnisbani leggur skipinu að landi, en síð- ar verður skipið sett á haf út og siglingin að landinu kvik- mynduð. Verður það gert vest- an Dyrhólaeyjar. Dyrhólaós er að austanverðu eyjarinnar og hefur hann verið stíflaður við ströndina, til að nægilegt vatn safnist í ofan- verðan ósinn, þannig að skipið fljóti og hægt sé að láta það sigla þar fram og til baka. Hópur kvikmyndafólks hafðist við á sandinum austan við ós- inn, meðan myndatakan fór fram á sunnudag. Þar gaf að líta knálega liðsmenn Guðrún- ar Gjúkadóttur, íklæddum skó- síðum kirtlum og girtum sverð- um afar hárprúðar ljóshærðar konur sem vöfruðu fram og til baka um sandinn í fádæma efnismiklum pilsum, og biðu eftir að kæmi að þeim atriðum, sem þær eiga að leika í. Og einsog alltaf þegar verið er að talca stórmyndir sátu óteljandi menn og konur á stólum, sem hægt er að leggja saman, hér og hvar umhverfis athafna- svæðið, og virtust lítið hafa annað að gera en sofa. Við vestanverðan ósinn er hár. höfði með frábæru útsýni yfir kvikmyndasvæðið, og þar héldu áhorfendur sig og horfðu á skipið dregið fram og til baka um ósinn meðan kvik- myndað var í sífellu. í skut skipsins stóðu Fáfnis- bani við stýri íklæddur brúnni skyggju og brynju, með hár- greiðslu sem sóma mundi hvaða titli, sem væri og bak við hann sat dvergur, sem lagði á ráðin hvernig Sigurður skyldi haga sér þegar á land er komið við að vekja Guðrúnu Gjúka- dóttur af værum hundrað ára blundi og taka sér fyrr konu. En þeir sigldu farkostinum einir til íslands. Kvikmynda- vélinni var komið fyrir mið- skips og atriðið tekið aftur eft- ir skipinu. Aðeins eitt atriði var tekið fyrsta daginn, það er að segja af dvergnum og Sigurði í skutnum. Heldur illa gekk í fyrstu meðan verið var að læra hvernig stjórna skyldi skipinu, en þegar leið á daginn fór allt að ganga betur. Sá sem mest hafði að gera var Bjarni Ein- arsson, skiþasmiður, en hann sá um smíði skipsins. Var hann á þönum fram og til baka við stjórn skipsins. f landi voru nokkrir menn sem höfðu þann starfa að draga farkostinn fram og til baka um ósinn, en hann þurfti að vera á ferð meðan myndirnar voru teknar. Atriðið var tekið upp aftur og aftur og virtist leikstjórinn, sem sat framan við kvikmyndavélina aldrei ætla að verða ánægður, og dráttarmennirnir í landi máttu draga skipið aftur á bak og áfram klukkutímum saman meðan flestir leikara og að- stoðarmanna í landi sváfu í stólum sínum eða tuskuðust á sandinum. Ógnvekjandi öskur úr Iandi eyðilagði eina upptökuna. Her- klæddur leikari hafði fengið hest að láni hjá manni sem komið hafði að skoða undrin. Eitthvað kunni hrossið illa við knapann og setii hann af baki eftir stutta reið og gaf reið- maðurinn frá sér hljóðin. Fáfn isbani hrökk í kút þar sem hann stóð við stýri og fólkið í stólunum vaknaði og spratt upp. Það gerði sá síðklæddi einnig og varð ekki meint af. Allir hlógu að þessum atburði og höfðu gaman af, nema leik- stjórinn, dr. Reinl. Heimtaði hann að enn skyldi atriðið tek- - ið upp og enn máttu dráttar- menn taka á honum stóra sín- um. Þegar leið að kvöldi fóru á- horfendur á höfðanum að tín- ast til bíla sinna og halda heim og kvikmyndamenn að taka saman pjönkur sínar. Kvik- myndað verður í ósunum í nokkra daga, en síðar í vik- unni verður stíflan tekin úr og skipinu siglt út á haf og myndað þar. Þá verða tekin nokkur bardagaatriði 4 Þing- völlum og ef til vill víðar. Ekki mun enn ákveðið hvort búið verður til eldfjall til kvik- myndunar eða gamli Surtur fær hlutverkið. Búið er að taka mestan hluta kvikmyndarinnar í Þýzkalandi og í Júgóslavíu, en þangað verður aftur haldið þegar Iok- ið er við upptökur hér. Búizt er við að ljúka kvikmyndun- inni á íslandi eftir um þrjár vikur, en það getur dregist ef illa viðrar. 23. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3g

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.