Alþýðublaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 7
fær fsstjórn STQÐUGT berast fréttir um vopnavi'ðskipti og sprengjutilræði á landamærum ítalíu og Austurrík is. Hermdarverkamenn láta ekki undan síga, og síðan 9. september þegar síðustu morðin voru framin Ihefur loftið verið lævi blandið. | Orkuver liefur verið sprengt í loft upp. ítölskum landmæravörðum hefur nokkrum sinnum verið veitt fyrLrsát og einnig liafa ítalskir borgarar gerzt sekir um ofbeldis verk. Kveikt var í bifrerð austur- rísks ferðamanns í Róm, og unigir öfgasinnar lengst til hægri hafa varpað heimgerðri sprengju að austurríska sendiráðinu. Nýlega fóru fram umræður í fulltrúadeild ítalska þingsins um Suður-Tyrol. Moro forsæ'tisr'áð- herra skýrði svo frá, að á undan förnum mánuðum hefði ítalska Ktjórnin sent stjórninni í Vínarborg 11 ag Bonnstjórninni 7 mótmæla orðsendingar, án þess að það hefði borið nokkurn sýnilegan árangur Hvað eftir annað hefur slitnað upp úr viðræðum við fulltrúa austur ísku stjórnarinnar vegna hermdar verka á landamærunum, þar með væri ekki sagt, að viðræðum þeim, sem nú fara frarn, yrði hætt.„ Naz istarnir mega ekki ráða því, hvort við'semjum eða ekki',‘‘ sagði Moro. ★ SARAGAT HARÐORÐUR. ítölsku blöðin eru harðorð. Þátt tu- Austurríkis og Vestur-Þýzka- lands að málinu er stjórnum þess ara landa til lítils sóma, segja.blöð in. Höfundar forystugreina dag blaðanna gera flestir orð Sara- gats forseta að. sínum. Stuttum boðskap, sem Saragat sendi Preti ráðherra þeim sem fer með toll gæzlu og eftirlit á landamærunum í stjórninni, lauk með þessum orð um: — Aðeins eitt. svar er til við ögr un þessara nýnazista við lýðræðið á ítaÞ'u: Miskunnarlaus barátta gegn glæpamönnum, gegn mönn um þeim, sem standa á bak yið þá, gegn þeim, sem eru í vitcrði með þeim gegn þeim, sem veita þeim vernd, — Það er hörmulegt til þess að vita að tuttugu árum eftir hrun hinnar viðurstyggilegu einræðis stjórnar nazista skuli leifar þessa nazisma enn rjiöta verndar og þessir menn finni öruggt athvarf þannig að þeir geti myrt án þess að þeim sé refsað. Ég er sannfærð ur um, að gerðar verða allar nauð synlegar ráðstafanir, þanniig að endir verði bundinn 'á þetta óþol andi ástand. „La Stampa“ segir m.a. að bað sé á allra vitorði að vinnuveitend ur og verndarar glæpamannanna sé að finna í Austurríki og Vestur Þýzkalandi. „En til þess að finna þá sem raimverulega bera ábyrgð ina verður að leita út fyrir þröng an hóp einstakra manna og þeirra persóna sem við þekkjum. Orsök ina er að finna i vissu andrúmslofti sérstökum bæjarbrag, sem finna aná í Munchen og Innsbruck, en ekki einungis þar. Eitthvað svipað þessu mætir manni hvarvetna í Austurríki og Vestur-Þýzkalandi. Þetta er andrúmsloft, sem elur upp nýnazista. Stór-Þjóðverja og kyn- þáttahatara, því að enn hefur eng inn ábyrgur leiðtogi í Austurríki eða Vestur-Þýzkalandi þorað að fordæma framferði nýnazista opin berlega og afdráttarlaust." Orðsending sú, sem Fanfani ut anríkisráðherra sendi hinum aust urríska embættisbróður sínum var ekki síður eftirtektarverð. Hann sagðh — Um leið og ég þakka yður fyrir það, hve fljótt og afdráttarlaust þér fordæmduð og hörmuðuð það sem gerzt hefur er það skylda mín að baeta því við, að það er bjargföst sannfæring mín að það mundi hafa langtum meiri áhrif, bæði á fjölskyldur hinna myrtu og alla landa mina, ef við íengjum einnig tryggingu fyrir því að austurisk yfirvöld gerðu allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að sprengjutil ræði séu undirbúin á austurrísku yfirráðasvæði, að þetta yfirráða svæði sé notað sem igriðastaður og að ofbeldisverkin séu dásöm uð síðar. Bezta ráðið fil að hjálpa I hinum iðjusömu íbúum Suður-Tyr I } ol væri það að binda endi a starf :Æ semi þeirra manna, sem reyna að valda nýrri sundrungu og nýrri sorg í Evrópu. Fanfani sendi ei-nnig Bonnstjórn inni orðsendingu til þess að kvarta undan vestur-þýzka sjónvarpinu, „sem væri ávallt reiðubúið að bera blak af tilræðismönnunum." ; Þá bera ítölsk blöð til baka af mikilli vandlætingu fréttir austurískra blaða þess efnis að síðustu moi'ð in hafi alls ekki verið morð held ur slys vegna óvarkámi í meðferð sprengiefnis, sem ítalir ættu sjá)f ir sök á. Nokkur blöð í V'narborg segja, að hermdarverkamönnum sé st.iómað frá Bæjaralandi, blöð í Vestur-Þýzklandi segja að þeim §é stiórnað fr*á Austurríki. í umræðum: ítalska þingsins skýrði Taviani innanrikisráðherra frá því, að vitað væri um briý samtök nýnazista og Stór-Þjóð- verja, sem störfuðu i Bæiaralandi og Austurr'ki., Og hann bætti bví við, að baráttan við hermdarverka mennina yrði löng og hörð. Hver varð niðurstaða þessara þingumræðna? Moro forsætisráðherra laigði á það áherzlu, að Suður-Tyrol væri og yrði áfram hluti af Ítalíu. Hann Suður-tyrolskir hermdarverkamenn sprengdu nýlega þessa ítölsku landamærastöð Mlga Sasso í Ioft upp. | Framhald á 10. síðu. •mWWlWMVVmMWWWWVWWWWWWVWWMWVtWW flMMMWWWWIi^WWtWTOWWWWWVWWMWWWVHW FRIMERKI MWWWWWWWWWWWtiWMMiWWWWIWtMiMMWM mHMMMWHWWmWWWMMWWWMMWMWWWWM*WMtW ísbjörninn á frímerkjum. Skeð hefur það, að erlendir ferðamenn, sem hingað hafa kom- ið, hafa búizt við því, að sjá frúrnar í Reykjavík spóka sig á götum borgarinnar með ísbjarn- arhúna í bandi, í stað hunda. — Einnig koma þeir stundum inn í vestri, Grænlendingar, cru aftur á móti birgari af ísbjarnarmerkj- um, því að þeir eiga fjórar teg- undir frímerkja með bjarnar- myndum og þar að auki eina teg- und bögglapóstmerkja, einnig með ísbjarnarmynd. Fyrsta græn- lenzka ísbjarnarmerkið var „pakka-porto“ merkj og kom það verzlanir og biðja um ísbjarnar- I út árið 1905. Verð þess var þá frímerki. Ef til vill stafar þessi misskilningur þeirra af hinu kaldranalega nafni, sem landið okkar ber. Nágrannar okkar í einn eyrir, en kostar núna um 280 krónur sænskar. — Næstu grænlenzku ísbirnirnir koma svo á venjulegum póstfrímerkjum 1938, 30 aur. blátt og 1 kr. brúnt. Á þeim merkjum sézt björninn á gangi yfir ísbreiðu. Þetta krónu- merki var svo yfirprentað með 60 aur. árið 1956 (upplag 190 þús,). Næst sést svo ísbjörninn á krónumerkinu í amerísku út- gáfunni 1. febr. 1945. Þá var Grænland að nokkru leyti undir yfirráðum Bandaríkjamanna, vegna heimsstyrjaldarinnar, sem þá geisaði. — Danmörk var þá hersetin af Þjóðverjum. Upplag þessarar frímerkjaútgáfu var að- eins 70 þúsund sett, en í settinu voru 9 frimerki. — Eftir stríðs- lok 1945 var svo þessi „sería” yíirprentuð með orðunum: „Ðan- mark befriet 5. maí 1945.” Yfir- prentuð voru 30 þvis. sett. Síðasti ísbjörninn kemur svo á græn- lenzkum frímerkjum árið 1963. Það voru 4 merki, 1 kr„ 2 kr., 5 kr. og 10 kr. Þessi frímerki eru með mynd af ísbirni, sem rís upp á afturfæturna og glennir upp ginið. — Þessi stóru rándýr, ísbirnirnir, reika um hina víðáttumiklu ís- fláka norðurheimskautssvæðis- ins. — Þeir fara mest einförum, nemá hvað birnan gætir unga, sem oftast eru tveir, meðan þeir eru að læra að bjarga sér á eigin spýtur. Aðalfæða isbjarnarins er selurinn, þótt hann slái ekki hramminum á móti hérum, fugl- um og eggjum, ef færi gefst. Nú mætti halda, að selurinn væri fremur auðveld bráð fyrir björn- inn, en svo er þó ekki. Sjái ís- björn sel, sem venjulega liggur stutt frá vök sinni, leggst hann marflatur á ísinn og mjakar sér síðan að bráð sinni. Hann notfærir sér allar ójöfnur á ísnum til að skýla sér og liggur grafkyrr, með- an selurinn skimar í krmgum sfg. Þegar færið er orðið hæfilega stutt, stekkur björninn á selihn og er þá síður en svo svifaseihn. Eitt högg frá honum nægir til þess að dauðrota bráðina. — Þég- ■ar vetrar, gerir birnan sér hýði í snjónum og síðar elur hún unga sína, sem eru merkilega litljr, ekki mikið stærri en rottur. Ljtlu húnarnir lifa svo á móðurmjólk. inni til vors, eða þar til birnan fer úr hýði sínu, horuð og sojtin. Þá hafa þessir litlu ungar vaxið það mikið, að þeir’ líkjast litlum ísbjörnum. Húnarnir fylgja mqður sinni alllengi, en þegar þeir -eru að verða næstum fullvaxnir og sjálfbjarga, grípur einveruþörfin þá, og þeir þramma hvor Framhald á 15. síðú 22. september 1966 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.