Alþýðublaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 13
Vofan frá Sako. Óhemju spennandi CinemaScope . kvikmynd byggð á sögu Edgar "Wállace. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. Aukamynd: með Bítlunum. Sími 50249 Devil smile^s- öfdeandre BjleafDemselv/ / fitHUdeMefiJm , . jned poesi-humor,satirer fAISBELÍ«llfI/iSk f CftNHES 'J5§ Ný tékknesk, fögur litmynd í CinemaScope, hlaut þrenn verð- laun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri: Vojtech Jasny. Sýnd kl. 6.45 og 9. Vinnuvélar TIL LEIGU. Leigjum út pússinga-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Vibratorar. Vatnsdælur o.m.fl. JJSIGAN S.F. Sími 23480. Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gulismiður Bankastræti 12. 1 ....... •••" SMURSTÖÐ'IN gætúni 4 — Sími 16-2-27 BllUnn cr smurður OJótt off vel. 8íAI>itn allar tcguadtr af smurolíú | — Vertu alvarlegur — Ég veit það ekki Christ- ine. Af hverju spyrðu? — Mér finnst við ættum að gifta okkur. — Aha. sagði Hawes og setti upp svip til að sýna að nú hefði hann loks skilið hvað fyrir henni vakti. — Ætlarðu allan tímann að segja þetta? — Finnst þér ekki gott að elska mig? — Ég elska að elska þig. — Af hverju giftistu mér þá ekki? — Komdu hingað og ée skal segia þér það. 'Christine reis á fætur. Hún gekk á sokkaleistunum út að glugganum og stóð þar augna blik. Síðan dró hún gluggatjöld in fyrir og leit á Hawes. Hún var sorgmædd á svip eins og grátstafurinn væri í kverkum hennar. Hún gekk í áttina til hans og leit lengi á hann eins og hún væri að taka alvarlega ákvörð un. Svo andvarpaði hún djúpt og hneppti frá sér blússunni. Hún gekk til lians og nam staðar fyrir framan hann sem enn sat í sófanum og sagði: — Ég elska þig Cotton. Þú veizt að ég elska þig er ekki svo? Hún tók um andlit hans með grönnum höndum sínum og hall aði undir flatt eins og hún hefði aldrei séð andlit lians fyrr. Hún virti hann lengi fyrir sér og strauk svo blíðlega yfir gagnaugu hans og niður eftir nefinu og svo blíðlega um var ir Jians í rökkrinu. — Viltu ekkert segja mér? spurði hún. — Alls ekki neitt elskan mín? Hún stóð fyrir framan hann og virti hann fyrir sér meðan einkennilega sorgbitið bros lék um varir hennar. Hann tók utan um mitti hennar og dró hana að sér. Hann lagði höfuðið að barmi liennar og heyrði ákaf- an hjartslátt hennar. Hann vissi að hann 'haföi ekkert að segja henni og um leið braut hann heilann um livað ást væri eig- inlega. Honum fannst hann liafa þékkt hana óendanlega lengi. Hann hafði séð hana hátta sig eins og núna margoft. Hann hafði þrýst henni að sér ná- kvæmlega eins og núna marg- sinnis og heyrt hjartslátt henn ar undir þrýstnum brjóstum hennar. Hún var Christine Max well — fögur, iðandi, ástríðu- þrungin, æsandi og hann naut meira að vera hjá henni en nokkurri annarri manneskju í heiminum. Hann gat enn séð sorgbitið bros hennar og alvar legan augnasvipinn en hann þrýsti -henni að sér og velti því fyrir sér hvort iþetta væri ást. Og svo minntist hann Tommy Barlows og Irene Thayer í rúm- inu í íbúðinni þar sem loftið var mettað ,gasi. 9 Hann tók fastar um Christine. Hann þráði að halda henni svo fast svo fast að sér. Hún kyssti hann á munninn og settist við hlið hans á sóf- ann. Hún rétti úr löng'tm fót- unum og leit aftur aivarlega á hann. Tommy Barlow var stór, vöðva mikill náungi, 183 cm. á hæð með hátt enni og sterklega höku. Tommy og bróðir hans j4mos voru ákaflega ólíkir. Bróðirinn opnaði dyrnar fyrir Carella og Meyer fjórum dögum eftir að jarðarför bróður hans hafði farið fram. Þeir voru háð ir í regnkápum ekki til að líkj ast leynilögreglumönnum, held ur vegna þess að það hafði kom ið aprílskúr. — Amos Barlow? spurði Mey er. — Já? Meyer sýndi lögreglumerki sitt. — Carella og Meyer. leyni lögreglan. Við vildum leggja fáeinar spurningar fyrir vður. — Hvað viljið þið vita. — Megum við koma inn? spurði Meyer. Þeir voru fyrir utan tveggja hæða hús í Riverhead og þó regnið væri milt vætti það samt frakkana. Barlow virti þá fyrir sér augnablik og sagði svo- — Auð- vitað. Hann opnaði dyrnar upp á gátt. Þeir fóru á eftir honum inn í húsið. Hann var lágvaxinn og grann ur — ekki hærri en 170 cm. og á að gizka 67 kíló. Tlann var boginn í baki og Tiattráði. Hann hélt á staf í annarri hendi og notaði hann eins og hann hefði gengið, við hann allt sitt líf. Stafurinn var svartur og hand fangið bogið og skreytt silfri eða tini. — Eruð þið leynilögreglu- mennirnir sem eigið að rann- saka morðið á bróður mínum? spurði Barlow þegar þeir komu inn fyrir. — Því haldið þér að það hafi verið morð? — Bróðir minn hefði ald'-ei framið sjálfsmorð, sagði Bar- low. Hann kinkaði kölli til leyni lögreglumannanna og virti þá fyrir sér með ljósbláum augun- um. — Ekki hann bróðir minn. — Af hveriu haldið þér það? spurði Carella. — Tommy hefði aldrei gert það ... hann var svo hamingju samur. Hann kunni að njóta .lífsins. Þér getið ekki talið mér trú um að Tommy hafi opnað fyrir gasið. — Kannske konan hafi fengið hanr til þess, sagði Carella. — Það efast ég um, sagði Barlow. — Einhver kvensnipt sem hann fann á götunni? Því hefði bróðir minn .... — Augnablik hr. Barlow, sagði Mever. — Þetta var eng in götustelpa eða svo hefur okk ur skilizt. — Ekki það? — Nei brnðir yðar og hún ætluðu að gifta sig. — Hver seair það? — Móðir hennar. Lögfræðing ur hennar. — En ekki Tommy, sagði Bar low með þungri áherslu. — Minntist hann aldrei á að hann ætlaði að kvænast henni?, spurði Carella. — Nei, aldrei. Það sem meira er hann minntist aldrei á þessa konu þessa Irene Thayer. Þesa vegna veit ég að þetta er ein- tóm lygi. Bréfið og allt það. Bróðir minn hefur áreiðanlega fundið hana á götunni 'þetta sama kvöld. Giftast hennl? Drepa sig! Hvern er verið að gabba? — Hr. Barlow við höfum á- stæðu til að ætla að hann hafi þekkt hana lengi og hitt hana reglulega. — Skyldi Tommy ekki hafa sagt mér það? Mér bróður sín- um, ef svo hefði verið. — Voruð þér mjög samrýmd •ir hr. Barlow. — Já. Barlow þagði um stund. — Foreldrar okkar dóu þegar við vorum kornungir. í bílslysi. Tommy var tólf ára og ég tíu. Við bjuggum hjá frænkn okk- ar. En þaðan fluttum við strax og við höfðum aldur til að mega það. — Hingað? — Nei, við keyptum þetta hús í fyrra. Við höfum báðir unnið síðan við vorum búnir í skóla. Við höfum sparað sam- an lengi. Við bjuggum í íbúS skammt héðan. En í fyrra keypt um við húsið héma. V'ð höf- ©Pift f UWKhACtH 22. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.