Alþýðublaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 10
HUNANGSGULT"»ðKKGRÆNT"GULTOKKUR LJÓHAGULT brímhv/tt aa? Tyrol Framhald af 7. síðu. benti á allar þær samningaviðræð ur, sem fram hafa farið til þessa, *H þau tilboð, sem ítalir hefðu bor ite fram og Austurríkismenn hafn að. Og gaf í skyn, hvað ítalska stjórnin hefði í hyggju að gera. 1 Fólkrð í Suður-Tyrol Trentino jóta sjálfsstjórnar sem fyrr tgin málum. Sjálfstjórniirfíygg ,á samkomulági Grubers og De peris þáverandi utanríkisráð- Mi$fra Austurríkis og Ítalíu, frá 1'946. í þessu héraði eru ítalir í S-ihluta. En verulegur hluti a fylkisins verður fenginn í iur stjórnum héraðanna. Suð- i|rTyrol og Trentino. Þannig að hviprt héraðið um sig njóti raun v£|ulezrar sjálfstjórnar að veru- leyti. | í Suður-Tyrol eru ítalir í minni hluta og þeir eiga heimtingu á því að þeim sé veitt vernd. Mikil vægasta krafa þeirra verður sú, að ítalskir bongarar hafi sama rétt til atvinnu og hinn þýzkumælandi meirihluti héraðsins þegar sjálf- stjórnin er komin á, sagði Moro. LandbánaSur Framhald úr opnu. sterkan samningsaðila á móti sér og að með samningum við ríkis- stjórnina væru verðlagsmálin dregin inn í pólitísk átök. Því má svo bæta við, að Hannibal Valdimarsson hafði engar raun- hæfar tiilögur fram að færa um hvernig ætti að leiða ágreining- inn til lykta, ef samningar milli bænda og ríkisvalds tækjust ekki. Ný stefna. Við Alþýðuflokksmenn litum ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM Athugið, að merki þetta sé ó húsgögnum, sem óbyrgðarskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsgögn. [0Í >542 f RAMLEIÐANDÍ í : NO. I ■r iÚSGAGNÁMEISTARA ÉLAG! REYKJAVÍKUR HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR VestingshúsiS T^SKJLIR- SUÐURLANDSBRAUT 14 BÝÐUR YÐUR griileraða kjúklinga SÍMI 38-550. svo á, að sú leið sé ekki fær að hækka útflutningsuppbæturnar, sem miðað við núgildandi verð- lag nema um 220 milljónum króna á ári, og taka til viðbótar á ríkis- sjóð greiðslu þeirra 30—40 millj. króna, sem nú vanta á, enda teljum við þá leið óskynsamlega með tilliti til heilbrigðrar fram- vindu mála í landbúnaði okkar á næstu árum. Við viljum að sjálf- sögðu létta þéssum halla af bænd- um í framtíðinni, en gera það á þann hátt að taka upp nýja stefnu í framleiðslumálum land- búnaðarins, sem tryggi það, að umfram-framleiðslan verði aldr- ei svo mikil, að bændur þurfi að bera nokkurn halla sjálfir. Og við teljum unnt að ganga lengra. Með nýrri stefnu ætti einnig að vera unnt að spara ríkissjóði fé og koma útflutningsuppbótunum í reynd niður úr því 10% há- marki, sem þær eru nú í; en hluta af því fé, sem sparast mætti verja til hagsbóta bændum á ýmsan annan hátt. En þá er von menn spyrji, hver er þessi nýja stefna? Hún er þessi: 2. Ríkisvaldið og bændasamtökin í sameiningu láti gera fram- leiðsluáætlun fyrir landbún- aðinn til næsta tíu ára, þar sem við það verði miðað að fullnægja neyzluþörf innan- lands markaðarins, en fram- leiða sem allra minnzt um- fram það, einkanlega af mjólkurafurðum. Áætlun þessi verði endurskoðuð á tveggja til þriggja ára fresti. Jafnframt þessu verði landinu skipt niður í fá en stór fram- leiðslusvæði, er hvert hafi á- kveðnu hlutverki að gegna innan heildaráætlunarinnar. Mætti þá ef til vill miða nauð- synlegar útflutningsuppbætur að nokkru við hvert fram- leiðslusvæði — í staðinn fyrir landið allt. Bændur fái sérstaka styrki eða hagræðingarfé til að skipta um búgreinar innan ramma áætlunarinnar, svo sem tii dæmis ef þeir draga úr mjóikurframleiðslu, en auka kjötframleiðsluna, og einnig, ef þeir auka fram- leiðslu á vörutegundum, þar sem landbúnaðurinn hefur eigi fullnægt eftirspurninni innan lands, eins og til dæmis á kartöflum og grænmeti. — Smábændur sitji fyrir um að hljóta þessa styrki. Ríkissjóður kaupi á viðun- andi verði jarðir og mannvirki á jörðum af bændum, sem vilja bregða búi, og haldi síð- an jörðunum utan ábúðar meðan þörf krefur. Ríkisbúum verði fækkað og dregið úr stofnun nýbýla. Lagður verði á fóðurbætis- skattur til þess að draga úr óhagkvæmni mjólkurfram- leiðslu, en skatttekjunum var- ið til styrktar landbúnáðinum. Rannsókn verði gerð á því hvaða bústærðir séu hagstæð- astar með tilliti til beztrar hagnýtingar véla, tækja og vinnuafls. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að tryggja bænd- um að greiðslur fyrir afurð- ir þeirra verði inntar af hendi án verulegs dráttar. Bændahallarskatturinn verði afnuminn. Þetta er það sem við Alþýðu- flokksmenn höfum til málanna að leggja. Við iteljum okkur að sjálf sögðu enga sérstaka vitringa í land búnaðarmálum og fjarri fer því að við búum einir yfir þeirri þekk- ingu og revnslu, sem á þarf að halda til að leysa þessi mál. — Og okkur dytti aldrei í hug að kalla þá menn, sem hafa aðrar skoðanir á landbúnaðarmálum en við, óvini bændastéttarinnar. —• Við erum tii viðræðu við hvern sem er um skynsamleg úrræði í þessum málum. Ég hygg það, að ef bændur líta raunsæjum aueum á þessa hluti og hafna öfgaöflum þeim, sem undir niðri róa, þá muni þessi mál leysast farsællega og með því verði lögð undirstaða að síbatn andi kjörum ísl. bændastéttar, svo> sem hún líka verðskuldar. J6n Finnsson hrl. Lögfræðiskrifstofa Sölvhólsgata 4 ÍSambandshísið) Símar: 23338 og 12343. ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar blaðburðar- fólk i eftirtalin hverfi: Miðbæ, I. og II. Höfðahverfi, Hverfisgötu, efri og neðri, Voga, Njálsgötu, Grettisgötu, Laugarneshverfi, Sörlaskjól, Laufásveg, Laugaveg neðri, Lönguhlíð. Hvassaleiti Bræðraborgarstíg Skjólin Alþýðublaðið Sími 14900. Hllll lllillWIIIIIII'IBIIIIIIgMBPBW—BWBBIB—MWBHMBI Álftamýri Álfheima Hringbraut, Framnesveg, Teigagerði. Tjarnargötu Gnoðavog Bústaðahverfi. —gM” MND 22. september 1966 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.