Alþýðublaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.09.1966, Blaðsíða 11
RSfsf-góri Örn Eidsson Ingvar Eriksson er frábær sundmaður Sænski sundkappinn Ingvar Er.iksson tók þátt í sundmóti, sem Sundsamband íslands og Sundráð Reykjavíkur efndu til í Sundhöll Reykjavíkur í fyrrakvöld. Ingvar Eriksson er einn bezti sundmaður Evrópu, sérstaklega í flugsundi og hann er einnig góð- ur í skriðsundi. Hann sigraði með yfirburðum í sínum greinum, í 100 m. flugsundi á 1.00,4 mín. og í 100 m. skriðsundi á 55,8 sek. Davíð Valgarðsson, Keflavík varð annar í báðum greinunum, hann synti 100 m. skriðsund á 59,0 sek. og flugsundið á 1.04,4 mín. Guðmundur Gíslason, ÍR varð þriðji á 59,6 og 1.05,5 og Guð- mundur Harðarson, Ægi fjórði á 59,6 og 1.06,9 mín. Tími Guðmund ar Harðarsonar í flugsundi er sá bezti, sem hann hefur náð. 100 m. baksund kvenna: Matt- hildur Guðmundsdóttir, Á. 1:21,6. 100 m. bringusund drengja: Ólaf- u'r Einarsson, Æ. 1:21,7. 200 m. bringusund karla: Árni Þ. Kristjánsson, SH 2:50,9. 100 m. skriðsund stúlkna: Hrafn- hildur Kristjánsd., Á. 1:10,5. 50 m. bringusund kvenna: Matt- hildur Guðmundsd., Á. 39,9. 50 m. skriðsund drengja: Halldór Valdimarsson, HSÞ 28,2. TSV Munchen sigraði meistar- ana frá Kýpur í Evrópumeistara- keppninni í fyrrakvöld mörkum gegn engu. með 8 | Ffoyd Patter- I son sigraði ; f Floyd Patterson sigraði J Henry Cooper á rothöggi í ^ ‘i 4. lotu í London í fyrrakvold. S f Patterson liafði nokkra yfir- i f burði og sló Cooper tvíveg- f J is í gólfið áður en rothögg- \ 'i ið kom. Myndin er tekin af j f Patterson á æfingu fyrir f ,f keppnina. f Bo Forssander sigraði í 110 m. grindahlaupi á móti í Lundi í fyrrakvöld, tími hans var 14,0 sek. Vojvduna, Júgóslafíu og Admira frá Vín gerðu jafntefli í síðari leik sínum í Evrópubikarkeppn- inni 0—0. Fyrri leiknum lauk með sigri Júgóslafanna 1 — 0 og þeir halda áfram keppni. Austurríki sigraði Rúmeníu í knattspyrnu í Austur-Berlín í gær kvöld með 2 mörkum gegn engu. Áhorfendur voru 25 þúsund. Sigurvegarar í íslandsmóti 5. flokks, Fram. Fram og FH léku til úrslita og þurftu 3 leiki áður en úr- slit fengust. Fremri röð frá vinstri: Árni Grétarsson, Birgir Sveinsson Sveinbjörn Egilsson, Hlöðver Rafnsson, Sigurjón Ólafsson og Bjarni Jónsson. A fíari röð: A'freð Þorsteinsson, þjálfari, Sighvatur Magnússon, Björn Arnarson, Kristinn Guðlaugsson. Guðmundur Arnarson, Sigurður Svavarsson, Ólafur Jóhannsson, Bergsteinn Gunnarsson, Finnbjörn Her mannsson og Skúli Nielsen, þjálfari. Islandsmeistarar Fram í 3. flokki. Liðið sigraði Keflavík í úrslitaleik 2:1 eftir framlengingu. Fremri röð frá vinstri. Stefán Eggertsson, Marteinn Geirsson, Sturla Þorsteinsson, Rúnar ilhjálmsson, Ágúst Guðmundsson, Einar Matthíasson og þjálfarinn Jó 'iannes Atlason. Aftari röð: Birgir Sigurbjörnsson, Eyjólfur Bergþórsson, Ingvar Bjarnason, Snorri Hauksson og Jón Pétursson. Fram sigraði í 3. og 5. fl. ísl.mótsins Fram á ágæta yngri flokka í I knattspyrnu og sigraði í íslands- móti 3. og 5. flokki A. j í 3. flokki lék Fram við FH j og úrslit fengust ekki fyrr en í I þriðju tilraun. í tveim fyrri leikj- j unum var ekkert marlc skorað, en i í þriðju tilraun á mánudag sigr- aði Fram með 2 mörkum gegn 1. í 5. flokki lék Fram við Kefla- vík og þeim leik lauk einnig með ' 2 mörkum gegn 1 eftir framlengd- an leik. Þróttur vann ísafjörð 4 — 2 í Bikarkeppninni Á sunnudag léku Þróttur og ísafjörður í Bikarkeppni KSÍ. Leiknum lauk með sigri Þróttar, 4—2 eftir framlengdan leik. Að venjulegum leiktíma loknum var jafnt 2—2, en í framlengingunni skoraði Þróttur tvö mörk, en ísa- fjörður ekkert. í lið ísfirðinga vantaði nokkra af beztu mönnum liðsins. ■r'rt álþýðublaðið ásknfíasíminn er 14900. 22. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐI9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.