Alþýðublaðið - 02.10.1966, Síða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1966, Síða 2
2 2. október 1986 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþjóðabankinn árið 1955 að styðja fj'árhagslega framkvæmd ir við mikla stíflu við Assuan, •en 19. júlí 1956 tilkynnti John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Bandaríkin myndu ekki veita Egyptum lán til stíflunnar og fóru Bretar innan skamms að því dæmi. Nasser svaraði viku síðar með því að þjóðnýta Suez-skurðinn. Forsætisráðherra Bretlands var þá Sir Anthony Eden, sem hafði tekið við stjórnartaumunum rúmu ári áður úr hendi Chur chills. Eden var 59 ára gamall og ekki heilsugóður. Thomas segir í grein sinni, að sjúkdómurinn liafi gert hann uppstökkan og óþolinmóðan, og hafi það að við ’bættri þrákelkni og einþykkni verið helztu veikleikar hans; kost ir hans hafi hins vegar verið hug rekki, hreinskilni og samninga lipurð. Þjóðnýting Suez-skurðarins 'kom eins og reiðarslag yfir Breta. í þinginu virtust bæði stjórnarsinnar og istjórnarand- stæðingar sammála um, að þess um aðgerðum yrði að svara með liörku, og blöðin byrjuðu þegar að líkja Nasser við Hitler, og vöruðu sterklega við því, að sýna undanlátssemi, eins og gert hafði verið gagnvart nazistum á árun um fyrir heimsstyrjöldina. Thom 1 as telur að það hafi miklu ráð ið um þá stefnu, er Eden tók í málinu, að hann vildi fyrir allan mun forðast endurtekningu á ! undanlátsstefnu Chamberlains, «em hann hafði á sínum tíma 1 verið mjög andvígur sjálfur. ' Strax 27. júlí, daginn eftir að 'þjóðnýtingin var tilkynnt, kom ' brezka ríkisstjórnin saman til ’ fundar og samþykkti þar að beita valdi, ef með þyrfti, og herfor 1 Ingjaráðinu var um leið falið að ' Sera áætlanir um hernaðarað- 1 gerðir,. í Frakklandi sat að völdum sam^teypustjórn undir forsæti 1 Guy Mollets. Frakkar áttu í stríði 1 í Alsír og, þeir töldu að Nasser 1 væri styrkasta stoð þióðernis- ■ iSinna þar. Þeir fögnuðu þess ' veena að fá átyllu tii að koma Nasser á kné, og franska stjórn 1 in varð þar af leiðandi þess ' ínjög hvetjandi, að hervaldi yrði ' beitt gegn Egyptum. Frakkar thófu þegar í stað undirbúning að f fiugsanlegum hernaðaraðgerðum og stjórnir Frakklands og Bret lands tóku strax upp nána sam- vinnu sín á milli um væntanleg ar mótaðgerðir. Báðar ríkisstjórniim'ar gerðu sér í fyrstu vonir um, að Banda ríkjastjóm snerist 'á sveif með þeim. Sú von brást þó. Kosning ar áttu að fara fram í Bandaríkj unum um haustið oig Eisenhower leitaði eftir endurkjöri sem for- seti. Bandaríkin höfðu einnig gef ið Nasser átyllu til þjóðnýtingar innar, og þar að auki voru þau alls ekki eins háð öruggum sam göngum um Suez-skurðinn og Bretar. Viðbrögð Bandaríkja- stjómar voru því þau að hvetja Breta og Frakka til að fara var lega og umfram allt að forðast að láta koma til vopnaðra átaka. 1. ágúst kom Dulles til Lond on til þess að reyna að koma í veg fyrir, að Bretar gripu til vopna. Frakkar lögðust hins veg ar fast á þá sveiflna, að hervaldi yrði beitt. Brezka stjómin reyndi að fara bil beggja, en það voru herforingjarnir sem tóku af skar ið. Herforingjaráðið tjáði ríkis stjórninni að án aðstoðar Banda- ríkjanna gætu Bretar og Frakkar í sameiningu ekki isent 'her til Egyptalands fyrr en eftir sex vikur ef gera ætti sér vonir um árangur. Þessar upolýsingar fengu Eden til að fallast á að reyna samningaleiðina. og Mollet samþykkti þá niðurstöðu einnig, að vísu með semingi. 2. ágúst tók brezka ríkisstjórn in formlega ákvörðun um að leita eftir samningum um Suez en beita valdi, ef samningar tækj ust ekki á sanngjörnum tíma. Viðræðum þríveldanna, Bret- lands, Fraklands og Bandaríkj anna lauk sama dag, og var sam þykkt að boða til ráðstefnu 24 siglingaþjóða, og skyldi ráðstefn an hefjast í London 16. ágúst. Dulles ihélt aftlur vestur um haf, sannfærður um að hann hefði fengið 'bandamenn sína o£ an af þeirri fyrirætlun að fara með ■ her gegn Nasser. Bretar og Frakkar voru hins vegar alls ekki hættir við þær fyrirætlanir þótt þeir féllust á að verja tím anum til viðræðna, meðan þeir væru að undirbúa herferðina. 8. ágúst hófu herstjórnir Breta og Frakka að undirbúa hernað araðgerðir. Bretar áttu að leggja Sir Charles Keightley hershöfð ingi, en undirforingi hans var franskur, Barjot aðmíráll og var hann um leið yfirforingi frönsku hersveitanna. í hernaðaráætlun inni, sem samin var, var gert ráð fyrir, að Egyptum yrðu settir úr slitakostir, er þeir hlytu að hafna Þá skyldi floti þegar vera lát inn úr höfn á Möltu og í Alsír og meðan skipin væru á leiðinni skyldu vera gerðar loftárásir á flugvelli í Egyptalandi í hálfan annan sólarhring. Þegar innrásar flotinn kæmi að landi skyldu fall hlífarhersveitir frá Kýpur látnar taka Alexandríu og halda þaðan til Kaíró. Þessi áætlun var tilbúin 14. 'ágúst, og samþykkt skömmu síð ar af Eden og Mollet. Innrásin skyldi gerð 15. eða 16. septem ber. En Bandaríkjamenn, sem höfðu komizt á snoðir um þessar fyrirætlanir, lögðust hart gegn þeim. Stöðug bréfaskipti fóru fram um málið milli Edens og Eisenhowers, og beitti Eisen- hower þar öllum ráðum til að telja Eden ofan af fyi’irætlunum 'sínum. Lundúnaráðstefnan fór fram á tilskildum tíma. Þar sambvkktu 18 þeirra 22 þjóða, sem boðið var á ráðstefnuna tillögu um að stjórn skurðsins yrði látin í hendur nefndar, er þau ríki ætta aðild að. er notuðu skurðinn, og Egyptaland að auki; Menzies for til yfirforingja liðsins, sem var sætisráðherra Ástralíu var falið að fara til Egyptalands og leggja þessa tillögu fyrir Nasser. Eins og við var búizt hafnaði hann henni, og bar sendiför Menzies engan árangur, enda var hann ekki búinn út með neitt umboð til að semja um málið. Eftir að Nasser hafði leitað til lögum ráðstefnunnar hugðust Bretar og Frakkar leggja málið fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóð anna. Ríkisstjómir beggja land anna voru þess fullvissar, að Sov étrkin mundu beita neitunar valdi til að hindra, að harðorð ályktun gegn framferði Egypta yrði samþykkt, og töldu að þar með væri fengin viss réttlæting fyrir að beita hervaldi; ekki væri hægt að segja annað en Bretar og Frakkar hefðu þrautreynt all ar aðrar leiðir áður en til ör þrifaráðanna væri gripið.- En Bandaríkjamenn slógu botninn úr þessum ráðagerðum með því að, tilkynna bandamönnum sín um, að þeir myndu ekki styðja slíka ályktun. Þegar þama var komið sögu, varð að fara að taka ákvarðan ir um, hvort gera skyldi innrás ina á ákveðnum tíma eða ekki. Mollet var þess ákaft fylgjandi að svo yrði gert. En Eden var orðinn beggja blands. Ýmsir Stuðningsmenn hans knúðu á að beitt yrði hörku, en aðrir vildu fara gætilega, þar ó meðal Sel wyn Lloyd utanr’'kisráðherra og sénfræ.Kingar utanrílíisráBuneyt isins. 10. september komu þeir Mollet og Pineau utanríkisráð- herra Frakka til London til við ræðna við brezka ráðamenn. Á þeim fundi var ákveðið, að árásin skyldi beinast að Port Said, en ekki Alexandríu, ef af henni yrði, En úrslitaákvörðunin um það efni, hafði enn ekki verið tekin, þegar Dulles kom fram með ýtarlegar tillögur um lausn málsins. Hann lagði til að stofn uð yrðu samtök notenda skurð arins, er hefðu skip við báða enda hans og sæju um að um ferð um skurðinn gengi misfellu laust. 11. og 12. september rædd ust þeir Eden og Dulles marg sinnis við í síma um þetta mál, og Eden virðist hafa komizt á þá skoðun, að Bandaríkin fengjust með í að hertaka skurðinn, ef Nasser hafnaði tillögunni um not endasamtökin, en telja má víst að hann hafi lagt talsvert meira í tillöguna en Dulles ætlaðist til. „Þetta er óraunsæ hugmynd, en ef hún kemur Bandarikjun um í málið, iget ég fallizt á hana“, var persónuleg skoðun Edens 11. september barst Eden einnig í hendur bréf frá Búlganin for sætisráðherra Sovétríkjanna þar sem hann kvað Soyétríkin vita um Iiðssafnað Breta cng Frakka á Kýpur, og tilkynnti, að Sovét ríkin gætu ekki setið hjá, ef Egyptaland yrði fyrir árás. Þar með var ljóst að hætta var á, að ófriðurinn breiddist út, ef til innrásar kæmi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.