Alþýðublaðið - 02.10.1966, Side 7
Sunnudags ALÞÝOUBLAÐIÐ - 2. október 1966
EINS og önnur markaðsvara
eru bókmenntir og listir háðar
menningar- og fjórhagsástæðuin
l>ar sem unnið er að þeim. Til
a8 bókmenntir verði stundaðar
í einhverju tilteknu samfélagi
þarf til að mynda að vera til
taks einhver lágmarksfjöldi
fólks í samfélaginu á því menn-
ingarstigi að það hagnýti sér
bókmenntir, kaupi og lesi bækur,
hafi smekk og áhuga á skáld-
skap sem sé meiri en nafnið
tómt. Skáld vinna ekki í tóm-
rúmi; bókmenntir skapast og
mótast af samneyti höfunda og
lesenda í viðtækustu merkingu;
næði til að semja skáldskap
kostar peninga. Hver þessi lág-
marksfjöldi tiltækilegra lesenda
sé kann að velta á ýmsu hverju
sinni. Eh það er líklegt að einn
þeirra erfiðleika sem há ís-
lenzkri skáldsagnagerð um þess-
ar mundir sé hinn mðþröngi
markaður sem rithöfundarnir
skrifa fyrir; það er sem kunnugt
er nær óhugsandi að skáldsögu-
höfundur geti lifað af iðju sinni
á íslandi. Því væri íslenzkum
ritliöfundum ómetanlegt, el
þeim opnaðist leið að erlendum
markaði — sem aldrei verður
nema þeir hafi eitthvað fram að
færa sem erlendir lesendur láta
sig varða. Um ljóðagerð virðist
gegna nokkuð öðru máli. Enda
verða ljóð ort í tómstundum frá
öðru starfi meðan skáldsöguhöf-
undur getur í hæsta lagi sinnt
öðrum störfum í tómstundum
frá sínu eiginlega verki. Þarna
kann að reynast mjótt á munun-
um é stundum, og þó er munur-
inn raunverulegur. En fækki les-
endum ljóða á íslandi til þeirra
muna að torvelt. verði eða ó-
mögulegt að fá ljóðabækur út
gefnar mun málið vandast. Ein-
hverjum mun aö vísu þykja ærið
nóg prentað og gefið út. En
hverfi lággróður ljóðanna af
markaðnum mun senn sverfa að
raunverulegum skáldum og
skáldefnum.
Ekkert af þessu er nýtt. Við
vitum að slíkir örðugleikar verða
yfirunnir af því að fyrri höf-
undum hefur tekizt það. Ef til
vill er það einn mælikvarði á
lífsmagn bókmennta hvernig
þeim tekst að semja sig að mark-
aðsástæðum sínum á hverjum
tíma, geta höfundanna að sigr-
ast á þeim á einn veg eða ann-
an.
★
Ýmsir haía orðið til að nefna
kvikmyndagerð list „okkar tíma“
umfram aðrar- listgreinir. En
kvikmyndir hafa alla tíð verið
aðkomulist á íslenzkum menn-
ingarmarkaði. Innlend kvik-
myndagerð hefur aldrei orðið
til, svo heitið geti, af þeirri ein-
földu ástæðu, að markaðurinn
taldist of lítill til að framfleyta
eigin framleiðslu. Til að kvik-
myndagerð beri sig þarf svo og
svo marga áhorfendur, og til
þess eru íslenzkir áhorfendur
ekki nógu margir, einir sér. —
Þetta virðist einfalt reiknings-
dæmi, en þó eru ekki allir á
einu máli um að það sé rétt
leyst. Ekki Þorgeir Þorgeirsson
sem í nýbirtri ritgerð, ísleftzk
menning í spennitreyju (Iíeiga-
fell 1966, 26 bls.) veitist að'is-
lenzkum menntamönnum óg
stjórnvöldum fyrir „fjölmiðl-
unarótta” þeirra, 30 ára vah-
rækslu í kvikmyndamálum. -
Hann bendir á ýmsar stofnanir,
fyrirtæki og framkvæmdir sem
kostað hafi margfalda fjárfest-
ingu á við hæfilegt kvikmynda-
ver, og telur að skattlagningu
á bíórekstur beri fyrst og fremst
að beita til að byggja upp inh-
lenda kvikmyndagerð. Annars
staðar í heiminum er það nú loks
„að renna upp fyrir oddvitum
menntanna að mikilvægt og 'ö-
frávíkjanlegt verkefni nútíma-
mannsins er einmitt fólgið í þvi
að flytja það dýrasta og verð-
mætasta úr menningarhefðinfti
yfir á starfssvið svokallaðra fjöl-
miðlunartækja,“ segir Þorgéir.
Þessa stefnu verður einnig að
taka hér á landi:
„Það verður strax að krefjast
þess að allir skattar af kvik-
myndahúsarekstri komi til góða
því sjónarmiði að kvikmynöa-
gerð verði sæmilega tryggur at-
vinnurekstur ekki síður en bóka-
útgáfa. Það verður að krefjást
þess að stofnað verði hér kvik-
myndasafn, sem hafi reglulegar
sýningar og annist fræðslu ’á
þessu sviði. Það verður að kréfj-
ast þess að öllum hugsanlegúm
ráðum verði beitt til að lélta
þeim, sem það kjósa, verkefnið
að færa íslenzka menningarhefð
yfir í tæki nútímans, kvikmyftd-
ina, svo íslenzk menning vei'ði
einnig á því sviði þrotlaftst
skapandi starf.”
Það kann að vera að þetta
sé rétt hugsað. Vel má vera að
það sé fært fjárhagslega að
koma hér upp álitlegu kvik-
myndaveri, hvort sem slík
stofnun yrði opinber, hálfopin-
ber eða einkaeign, og vert að
notfæra bíóskatta til að efla inn-
lenda kvikmyndagerð. Það qr
sjálfsagt maklegt að kvikmynda-
gerð verði sæmilega tryggur at-
Framhald á 10. síðn.
POSTULIUNDANTEKNINGARINNAR
MADUR er nefndur Charl
es H. Fort. Hann var Banda
ríkjamaöur og kallaðí sjálfan
sig „eollector of notes“. ÞaS
nafn bar hann með rentu. Ævi
starf hans var sérstætt. Hann
lagði stund á að safna smá
fróðleik, blaðafréttum, frá-
sögnum úr bókum og hvers
konar rituðum heimildum,
ffömliun og nýjum. Mest kapp
lagði hann þó á að viða að sér
umgetningum um ýmiss konar
undrafyrirbæri cg furðuleg
heit. Og þegar hann andaðist
1934 lágu eftir hann þau ó-
grynni af slákum nótum að
hreinum fádæmum sætir.
Mr. Fort var postuli undan
tekningarinnar. Mikið af elju
lians fór £ að athuga það sem
ekki getur staðizt. Hann átti
fjölda af frásögnum af því er
þyngdarlögmálið virtist liafa
verið uphafið, hann vissi um ó
kennlilegar orsshii* mannsláta
óútskýranleg mannhvörf, undar
leg farartæki í loftinu, og
dæmi átti liann um blóðiegn,
fræregn, brennisteinsregn, lýs
andi hj’ól úti í reginhafi og
um flyksufjúk svo stórkostlegt
að snæflyksurnar voru á stærð
við undirskálar, svo dæmi séu
nefnd algerlega af handahófi.
Hve mikið gerðist af atburð
um í heiminum sem ekki gátu
staðizt? Þetta voru i hans aug
lun hin forboðnu sannindi.
Hann tók að raða saman nót
um sínum í flokka. Og svo al
varlega tók hann sjálfan sig
að hann eyddi átta árum í uð
stúdera ýmiss konar vísindi og
listir tii þess að hafa betra
vit á og greiðari aðgang að
ýmsum fróðleik scm freistaði
hans.
Þessu næst hóf hann að
skrifa bækur. Hann hafði kom
izt að raun um að eiinhver
þurfti að vera fulltrúi þess sem
enginn vildi viðurkeima, hinna
forboðnu sanninda. Hann skrif
aði alls fjórar bækur þar sem
hann skopast að því sem menn
kalla reglm- og lögmál, því að
allt sé þettai götótt eða að
mcstu ímyndun. Það eitt sé kall
að satt sem mcirihlutasamþykkt
er fyrir. Fyrir því skulum við
elcki falla í stafi fyrir dásam
leik vísindanna sem lun allt
vilji f;ia!ta mcið rþglum oa
skilgreiningum, því að í raun
inni haldi engar reglur og ekk
ert sé hægt að skilgreina til
hlítar. Ef við á hinn bóginn gef
um tindantehningunum gaum
þá sjáum við nýjar hliðar á
heiminum sem við lifum í, því
að heimurinn verði ekki athug
aður af neinu viti öðru vísi en
að hvert atriði sé tekið eins
og það sé undantekning frá
regiu.
Þetta minnir okkur á skoðanir
sumra manna hálærðra sem líta
svo á að ekki þurfi að telja að
náttúrulögmálin séu í náttúr-
unni. Það megi allt eins taka
þau svo að þau séu aðferð'
mannsins til þess að' gera sér
grein fyrir heiminum, séu til
lieyrandi hugsun mannsins frem
ur en heiminum — ef það er
hægt að að'greina þetta tvennt.
Vafalaust er mikið af nótum
Forts misskilningur sem stafar
af missýningum, beinu rang-
hermi eða viðbótum ímyndunar
aflsins við það sem bar fyrir
augu. En hinu verður ekki neit
að að það er fróðlegt að líta á
heiminn frá sjónarmiði undan
tekningarinnar. Menn héldu
nefnilega einu sinni að jörðin
væri flöt eins og pönnukaka, og
kúlulögun hennar var þá for
boðinn sannleikur, eitt af því
sem mönnum datt í hug með
því að taka sér sjónarmið und
antekningarinnar. Og fyrir rúm
um 150 árum mátti það' ekki
heyrast í lærðra manna hópum
að' steinar gætu fallið úr loft
inu, því að vitað væri að ekk
ert grjót væri uppi í loftinu.
Það' er sagt að undantekning
in staðfesti regluna, og er þá
ekki alveg eins hægt að segja
að undantekningin geri regl-
una merkilega, því að einmitt
í henni er fólginn möguleikinn
til að sjá betur og réttar.
Menn sjá það eitt sem þeir
vilja sjá. Sá hæfileiki að vejta
því athygli sem maður gat alls
ekki búizt við er fátíður. Allt
sem við sjáum skiljum við' í
ljósi þess sem við höfum áð'
ur séð, og við gætum þess alls
ekki sem skyldi að til er einn-
ig það’ sjónarmið að athuga
hvern lilut eins og hann sé
Framhald 14. síðu.
Sigvaldl líjálmarsson: