Alþýðublaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylil Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Rltstjómarfull. trúl: Eiöur Guönason. — Símor: 14900-14903 — Auglýslngasími: 14906. AOsetur Alþýöuhúsiö viö Hverílsgötu, Reykjavik. — Prentsmiöja Alþýöu bUösina. — Askriftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kr. 7,00 elntakiö, Utgefandl Alþýöuflokkurintt. VERZLUN OG VINNUTÍMI Umræður og snarpar deilur um afgreiðslutíma verzl nna hafa blossað upp öðru hverju undanfarin ár og ekki að ástæðulausu. Mál þessi hafa mjög verið til meðferðar í borgarstjórn Reykjavíkur, sem sett hef- ur reglur um það hvenær verzlanir megi vera opnar. Um tíma var komið á skiptiverzlun, þannig að verzl- anir skiptust á um að veita neytendum verzlunar- þjónustu eftir venjulegan lokunartíma og mæltist þetta mjög vel fyrir, en lagðist niður fyrir tæplega ári síðan, þar sem kaupmenn virtust ekki allir hafa mikinn áhuga á, að framhald yrði á þessari þjónustu. Óskar Hallgrímsson borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins hefur oft rætt þessi mál í borgarstjórn Reykja- víkur og á síðasta fundi borgarstjórnar flutti hann tillögu um breytingar í þessum efnum, á þá lund að núverandi reglugerð um afgreiðslutíma yrði numin úr gildi. Benti hann ítarlega á, að margt vinnandi fólk í Reykjavík ætti þess alls ekki kost að kaupa 'nauðsynjar á þeim tímum dags, sem verzlanir eru opnar, og væri það aðeins sjálfsögð og eðlileg þjón- usta að lengja verzlunartímann og koma þannig til (nióts við þarfir neytendanna. Gegn þessari tillögu Óskars risu öndverðir tveir fulltrúar í borgarstjórn og töldu breytingu í þessum lefnum aðeins hafa í för með sér lengri vinnutíma ifyrir verzlunarfólk. j Þessir ágætu fulltrúar reykvíkskra borgara gleymdu ;því’ að afgreiðslutími verzlana og vinnutími verzl- unarfólks eru tvö ólík hugtök, sem ekki má rugla saman. Þótt unnið sé allan sólarhringinn í Áburðar- jverksmiðju ríkisins, ætlast enginn maður til að sama verkafólkið standi þar allan sólarhringinn. Eins ei’ ■það með afgreiðslutíma verzlana. Auðvitað er hægt að koma þar víð vaktaskiptum eins og í öðrum starfs- greinum. Slíkt er aðeins einfalt framkvæmdaatriði jog samningsatriði milli starfsfólks og vinnuveitenda. Það er því næsta hjákátleg mótbára, að með til- jlögu! um breytingu á afgreiðslutíma, sé á einhvem Jiátt^ verið að vega að verzlunarfólki. Slíkt er f jarri öllu lagi. Verzlunarfólk á heimtingu á sanngjörnum vinnutíma og styttingu vinnutíma alveg eins og aðr- ar stéttir þjóðfélagsins, og er það með Öllu óháð því, þvort afgreiðslutími verzlana er lengri eða skemmri. Neytendur e>ga þá kröfu í þessum efnum, að komið sé á móts við óskir þeirra um breyttan afgreiðslu- jtíma. Eins og nú háttar er það mjpg algengt, að borg- jarhúar sæki verzlun í önnur sveitarfélög hér við bæj- jardyr okkar eftir að verlanir í borginni loka. Er slíkt að siálfsögðu ekki á allra færi og raunar er það svo sjálfsögð þjónusta, að kostur sé verzlanaþjónustu inn an borgarmarkgnna eftir klukkan sex á kvöldin, að slíkt ætti alls pkki að þurfa að vera deilumál. 4 Í2. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fjárlög Framhald af bls. 1. þeirra, eru látnar bíða næsta árs þegar nýsett lög um efni koma til framkvæmda. Með þessu fjárlagafrumvarpi er ráðgert að ráðstafa 4.2G5.039 þús. kr. til ýmissa rekstrarútgjalda rík issjóðs. Rekstrarútgjöld gfjárlaga fyrir árið 1966 eru áætluð 3.608.159 þús. kr., þannig að hækk unin er 656.880 þús. kr., eða rétt rúm 18%. Af hækkuninni stafa 76,9 m. kr.. af hækkun á liðunum dómgæzla og lögreglustjórn, kostnað vegna innheimtu tolla og skatta, og sam eiginlegum kostnaði við embætt- isrekstur. Vegna hækkunar á framlögum til læknaskipunar og heilbrigðismála hækkar írumvarp ið um 67.5 m. kr., vegna hækkun- ar á framlögum til ýmissa sam- göngumála verður 30.4 m. kr. hækkun, vegna kennslumála, op- inberra safna, bókaútgáfu og lista starfsemi verður 138 m. kr. hækk- un, vegna framlaga til ýmissa atvinnumála og til rannsókna í þágu atvinnuveganna verður 144.5 m. kr. hækkun, þar af til land- búnaðar 25.4 m. kr., en til sjáv- arútvegs 93.9 m. kr. Uppistaðan í þessari hækkun til sjávarútvegs- mála er framlag til aðstoðar vegna sjávarútvegsins, sem ekki var tek ið í fjárlög ársins 1966, jafnvel þótt til þeirra greiðslna hafi kom ið á árinu. Hækkun vegna fram- lags til félagsmála, aðallega al- mannatrygginga, er 190,9 m. kr. Á hinn bóginn lækka áætluð fram- lög til óvissra útgjalda vegna lækkunar á . niðurgreiðslum um 42.8 m. kr. Með frumvarpinu er ráðgert að verja til afborgana af lánum og til eignaaukningar á eignahreyf- ingalið 236.376 þús. kr. í stað 190.752 þús. kr. í fjárlögum árs- ins 1966. Hækkunin er þannig rúmlega 45.6 m. kr. eða 24%. Mestur hluti hækkunarinnar st'af- ar af hækkuðum framlögum til byggingar Landsspítalans, til bygg ingar fyrir menntaskólana, til flugvallagerðar og flugöryggis- tækja, til Atvinnujöfnunarsjóðs, sem er fluttur á 20. gr. af 17. gr. fjárlaga, og til lánasjóðs sveit- arfélaga. Gert er ráð fyrir rekstrartekj- um, sem samtals nema 4 646.105 þús. kr. í stað 3.749.375 þús. kr. í fjárlögum ásins 1966. Hækkun tekna er þannig 851.730 þús. kr. eða 22.4%. Gert er áð fyrir að skattar og tollar verði 4.063.600 þús. kr., en tekjur af rekstri rík- isstofnana 549.430 þús. kr. Á rekstraryfirliti er gert ráð fyrir rekstrarafgangi, sem nem- ur 381.066 þús. kr., en á sjóðs- yfirliti er ger ráð fyrir hagstæð- um greiðslujöfnuði, sem nemur 150.790 þús. kr. Áætlun um tekjur er byggð á athugunum Efnahagsstofnunar- innar, sem gerðar voru í ágúst- mánuoi. Verður ekki talin von til, að tekjur verði hærri en hér er gert ráð fyrir að óbreyttum að- stæðum. Síðan segir m.a. um megin- stefnu fjárlaga: Við samningu frumvarpsins hef ur verið lögð áherzla á að kanna eftir því sem frekast hafa verið tök á þær tillögur, sem hlutað- eigandi stofnanir og ráðuneyti hafa gert um fjárveitingar. Öllu því aðlialdi hefur verið beitt, sem unnt hefur verið á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fært hef- ur verið að safna á undirbúnings- tíma fjárlagafrumvarpsins. Jafn- fr. hefur verið leitast við að gera fjárlagafrumvarpið svo úr garði, að fjárveitingar séu raunhæfar og líkindi til þess, að koma þurfi til umframgreiðslna, verði sem minnst. í því skyni að ná þessu marki hafa verið haldnir umræðu fundir um fjárlagatillögur með eins mörgum forstjórum ríkisstofn ana og frekast hafa verið tök á. Útreiknuð laun í fjárlögunum hafa verið miðuð við núverandi grunnkaup samkvæmt Kjaradómi, sem tók gildi 1. janúar 1966, að viðbættu kaupgjaldsvísitöluálagi 15.25%. Allmiklar breytingar á launum leiða enn fremur af síð- asta dómi Kjaradóms, eins og sjá má víða í greinargerð. Hækkun fastra launa frá fjárlögum 1966 er þannig um 25%. Venjulegur skrifstofukostnaður hefur almennt verið ráðgerður sem nemur 20—25% hærri en í gildandi fjárlögum. Ferðakostnað ur innanlands liefur á hinn bóg- inn hækkað nokkru meir eða 25—30% vegna óhjákvæmilegrar hækkunar, sem kom til fram- kvæmda á þessu ári á dagpening- um ríkisstarfsmanna í ferðalög- um innanlands, auk hækkunar á gjaldi fyrir notkun eigin bifreiða starfsmanna í þágu ríkisins, sem leiddi af hækkun benzínverðs o fl. Húsaleiga, Ijós, hiti og ræsling hækkar almennt um 16—20%. Pappír og einkum pi’entkostnað- ur hækkar einnig talsvert mikið eða nálægt 25%. á krossgötum ★ ÓHUGNANLEGUR ÞÁTTUR. Okkur hefur borizt svohljóðandi bréf: „Gamall maður, sem hlustaði á þátt þeirra Hólm- fríðar Gunnarsdóttur sl. laugardagskvöld, 1. okt. sl.. kom að máli við þann er þetta ritar, og óskaði eftir að ég kæmi hugleiðingum hans á prent í einhverju blaði og vil ég ekki skorast undan því, þar sem líka skoðanir okkar á því, sem hann bað að koma á framfæri fara mjög saman. Hann sagði, að þessi þáttur þeirra kvenn- anna, hvað atómstríð áhrærir, ætti lítið eða ekkert erindi í íslenzka útvarpið. Þátturinn var allur svo óhugnanlegur að aldrað og veilt fólk leið lengi á eftir og ekki útséð um hvað svona atómstríðsþull getur verkað illa á fleiri en veilt fólk. Það er þá fyrst að íslendingar framleiða engin atómvopn og munu ekki gera í langri fram- tíð og sizt af öllu munu þeir beita slíkum vopnum í landinu hvorki gegn einum né neinum. Og engin ríkisstjórn mun leyfa slík vopn á íslenzkri grundu. Hvað getum við íslendihgar ráðið um gang slíkra styrjalda? Hvers vegna er Ríkisútvarpið notað til að ausa þessum óþverralýsingum yfir þjóðina? Þessir atómpostular ættu að ræða þessi mál við ráðamenn stórþjóðanna og lýsa fyrir þeim afleið- ingum af atómstríði. Þar er þeirra rétti vett- vangur. Hins vegar veit allur sæmilega upplýstur almenningur, að vopn þetta er geigvænlegt og hef- ur verið nefnt gjöreyðingarvopn. Hins vegar er það sjálfsagt að gera hóflegar ráðstafanir til að mæta slíkum ósköpum og það skilst mér að al- mannavarnir hafi með höndum og það er þeirra verk, sem vörnunum stjórna að gefa almenningi vitneskju um framkvæmdir varnanna. En hitt nær ekki nokkurri átt að láta ábyrgðarlítið fólk vera að lýsa afleiðingum atómstríðs og gera það af þeirri nákvæmni, sem þær dömurnar vóru að gera, enda þótt þær læsu að einhverju leyti upp úr bók eftir erlendan mann. Grautur þessi var jafn óhugnanlegur fyrir því. Eitthvað svipað þessu sagði gamli maður- inn og hann lauk máli sínu með því að biðja mig að biðja dagskrárstjóra hins talaða orðs í útvarp- ið, að halda svona útvarpsefni frá íslenzkum hlustendum. Ég geri það hér með og bið Krossgötur Alþýðublaðsins að ljá þessu rúm í blaðinu. ★ EKKERT SKEMMTIEFNI. Það hlustuðu víst fieiri á þennan þátt en gamli maðurinn, sem getur um hér að ofan, og satt að segja finnst okkur ástæða til að vera hon- um sammála. Þátturinn, sem liér um ræðir var vægast sagt ömurleg samansetning, og það er ekki beinlínis svona efni, gem fólk á von á, þegar það býzt til að njóta láugardagskvölds I félagsskap við íslenzka Ríkisútvarpið. Þær Hólmfríður og Brynja hafa margt vel gert í þáttum sínum, en umræddur þáttur var fyrir neðan allar hellur. Og mættum við hlustendur frábiðja okkur meira af svo góðu. — Karl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.