Alþýðublaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 6
Sigurður Steinsson sýnir á Mokka HAFIN er ný sýning á Mokka við Skólavöi’ðustíg. Er þar um að ræða verk eftir Sigurð Steinsson. Sýnir hann 3 málverk, 6 vatnslita myndir og 6 járnskúlptúr. Er þetta önnur sjálfstæða sýning Sigurðar, en fyrri sýning hans var einnig haldin á Mokka. Sigurður kvaðst hafa byrjað að mála fyrir tæpum 20 árum og vaknaði fyrst löngun hjá honum, er hann var sem aðstoðarmaður hjá Ásmundi Sveinssyni. Sigurð- ur sagðist aðeins hafa verið einn vetur í Myndlistarskólanum og þá haft Hörð Ágústsson sem leið- beinanda, en annars kvaðst hann hafa haft mest • gagn af því að kynna sér verk ýmsra manna á sýningum hérlendis og í söfnum erlendis, svo og fróðleik úr bók- um. Sigurður starfar sem fram- kvæmdastjóri hjá Tækniver og hefur notað frístundir sínar til V að vinna að þessum verkum sín- um, sem flest eru gerð á síðast liðnum tveimur árum. Sigurður kvaðst ekki fylgja neinni sérstakri stefnu í málverkum sínum, né hann tæki aðra málara fram yfir hina, en gat þess, að ákveðin tákn mætti finna í verkum sínum, ef vel væri að gáð. Sýning þessi verður opin í 2 — 3 vikur og eru öll verk höfundar til sölu. Dansskóli Hermcnns Ragn- í sínu eigin húsnæði DANSSKOLI Hermanns Ragn- ars er nú að hefja níunda starfs- ár sitt hér í Reykjavík. Skólinn flytur nú starfsemi sína í nýtt húsnæði, Miðbæ, að Háa- leitisbraut 58 — 60. Frá fyrstu tíð hefur húsnæðis- leysi háð starfsemi skólans, því eftirmiðdags og kvöldkennsla fer ekki vel saman við starfsemi sam- komuhúsa borgarinnar, sem eru leigð út flest kvöld vikunnar. Það var því fljótt sýnt að skól- inn varð að eignast sitt eigið hús- næði- Var því hafizt handa og vorið 1963 keypt hlutdeild í hús- inu Háaleitisbraut 58—60. Stáerð húsnæðisins er ca. 350 ferrii: og eru þar tveir kennslu- salir búnir hinum fullkomnustu keriníiiutækjum fyrir danskennslu. Stærí-i salurinn er um 130 ferm. en áá minni um 50 ferm. Sölunum er skipt með rennihurð sem draga má frá þegar samkomur fará ‘fi-am í húsinu. Auk þess er þar eldhús, snyrtiherbergi, skrif- stofa: og rúmgóð forstofa með góðu fataherbergi. Sú, nýbreytni verður tekin upp viðífeættar aðstæður að þeir sem koiji^ me’ð yngstu börnin og bíða, geta nú keypt sér molakaffi og látið fara vel um sig við lestur eða handavinnu, í innri forstofu meðan börnin dansa. Þá er meiningin að hafa dans- æfingar fyrir nemendur skólans, unglinga og fullorðna um helgar. Er það nemendum skólans að kostnaðarlausu og verður haldið áfram á þeirri braut, ef vel tekst. H.R.-klúbburinn og dansklúbb- ur unga fólksins munu og eiga þarna vísan samastað, en báðir þessir klúbbar eru stofnaðir af eldri nemendum skólans og hafa komið saman nokkrum sinnum á vetri til að halda við sinni fóta- mennt. Reynt hefur verið að vanda sem bezt allan útbúnað og inn- réttingu hússins þannig, að nem- endur kynnist betur þeirri af- slöppun, sem dansinn á að hafa frá hinu daglega þrasi hversdags- leikans. Að innréttingu húsnæðisins hafa staðið þessir aðilar: Skipulag innréttinga og fram- kvæmdir hafa að mestu hvílt á jhjónunum Jóhanni Hallgrímssyni ■ og Petrínu Jakobsson. Um raf- lagnir sá Guðni Bridde, pipulagn- ir Sigurður Þorkelsson, málningu Guðmundur Gunnar Einarsson. Húsgögn eru frá Stálhúsgögn. Dansáhugi almennt hefur auk- Ný aðferð tií að lækna taugaveiklun Þekktur brazilískur sálfræðing- ur, prófeSsor Dr. David Aksater frá Rio de Janeiro, hefur komið til Ítalíu til að kenna ítölskum læknum, hvernig hægt sé að lækna taugaveiklað fólk með því að láta sjúklinginn dansa cha-cha-cha og aðra latinameríska dansa, — þar til þeir næstum gleyma sér í dansinum. Á fundi lækna og sálfræðinga í Milando skýrði prófessorinn frá því, að aðferðir hans hefðu áhrif bæði á taugaveiklun, asma og vissa húðsjúkdóma, sem eru í sambandi við taugakerfið. Prófessorinn safnar sjúkling- unum saman í stóran danssal, læt- ur hljómsveit spila hrö'ð afrik- önsk eða brazilíönsk lög og hvetur svo sjúklinganna til að dansa eins og þá listir cha-cha-cha, rumbu eða twist. Hver getur dansað eins og honum finnst bezt og þegar i sjúklingurinn er algjörlcga hætt- ur að hugsa getur hann hætt að dansa. — Sjúklingarnir komast í hálf- gert dáleiðsluástand, segir hann, sem ekki verður vegna orða, held- ur vegna tónlistar og hrynjandi. Þetta ástand örvar þann hluta heilans, sem er í sambandi við taugarnar og jafnvel mikill sárs- auki getur hætt við þennan dá- leiðsludans. ALVERKSMIÐJA VÍGÐ í NOREGI izt mikið síðustu árin og minntist Hermann þess, að fyrir níu árum að fyrst var auglýst danskennsla fyrir hjón í skóla hans, þann vetur komu 7 pör. Nú annar skól- inn ekki eftirspurninni þó fjórir kennarar starfi við skólann auk aðstoðarkennara sem í vetur verða fimm. Hjónin Unnur og Hermann Ragnar hafa verið aðalkennarar skólans frá byrjun, en síðar hafa bætzt í hópinn frú Ingibjörg Jóhannsdóttir og Örn Guðmunds- son, og hafa þau lokið prófi frá Carlsens Institude í Kaupmanna- höfn. í vetur verður ein stúlka við nám í skólanum sem kennaraefni en Hermann Ragnar hefur rétt til að útskrifa danskennara frá skól- anum. í ár er mikið og margt af nýjum dönsum og væntir skólinn þess að geta gefið nemendum sínum gott veganesti á dansgólfið í vet- ur. Því sjaldan eða aldrei hefur' Dansskóli Hermanns Ragnars haft upp á jafnmikið að bjóða í fyrsta flokks húsnæði. Skólinn tók til starfa 10. okt. síðastliðinn og er fullsetinn í vet- ur. Álbræðslan í Húsnesi í Noregi var vígð síðastliðinn miðvikudag, að því er norska Arbeiderbladet skýrir frá. Frá upphafi hafa tals verðar pólitískar deilur staðið um byggingu þessarar verksmiðju, er að nokkru tók til starfa í marz síðastliðnum. Norðmenn telja, að verksmiðja þessi, sem afkastar 60 þúsund smálestum á ári, skapi þeim gjaldeyri að verðmæti 12 milljónir íslenzkra króna á hverri einustu viku. 485 manns starfa við álverk- smiðjuna í Húsnesi og þar í grenndinni hefur þegar myndazt 1 born þar sem ekki var áður ! byggð. Norðmenn framleiða all- mikið ál, en þessi verksmiðja eyk ur heildarframleiðslu landsins um tuttugu af hundraði. Nettótekjur Norðmanna af Húsnesverksmiðj- unni eru taldar munu nema rúm lega 600 milljónum íslenzkra kr. á ári miðað við núverandi af- kastagetu. Ráðagerðir eru á döfinnl um að þrefalda afkastagetu verksmiðj unnar þannig, að hún framleiði 180 þúsund smálestir af áli á ári, ög er undirbúningur stækkunar. framkvæmda þegar hafinn, að því | er Arbeiderbladet segir. ! Félagið, sem á verksmiðjuna heitir Sör-Norge Aluminum, og var í upphafi ætlunin að helm- ingur hlutafjár yrði norskur en helmingur svissneskur, en verk- smiðjan er byggð á vegum Swiss Alúminum, sem reisa mun verk- smiðjuna í Straumsvík. En þegar hlutabréf í félaginu voru boðin föl á norskum markaði vildu fáir kaupa, og síðar var svo samið um að 20% hlutafjár skyldi vera frá norskum aðilum. Hlutabréf í verk smiðjunni hafa stigið mjög í verði undanfarið og eru seld nú tals- vert fyrir ofan nafnverð, en fyr ir þremur árum var illmögulegt að losna við þau á nafnverði. Dregið í Happ- drætti Háskólans Mánudaginn 10. október var dregið í 10. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2.- 400 vinningar að fjárhæð 6,900,- 000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500 þús. krónur, kom á heilmiða númer 34,913. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboði Frímanns Frí- mannssonar í Hafnarhúsinu. 100 þús. krónur komu einnig á heilmiða. Var það númerið 40.- 540. Annar heilmiðinn var seldur í Hveragerði, en hinn í umboði Helga Sivertsen í Vesturveri. 10,000 krónur: 643 775 1106 1387 2142 3811 5374 6774 8254 8877 10887 11065 12893 13681 14211 14944 16423 18812 18859 19642 20389 23227 23502 23560 25974 27783 29979 33231 34912 34914 35563 36309 36609 37255 37895 39488 39646 40134 40717 43934 44998 45451 46288 48636 49021 50281 50378 50442 51506 52437 53610 54177 56281 57015 57171 57174 59384 59599. WMM WWm 6 12. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.