Alþýðublaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 11
Frá Sambandsrábs- fundi UMFÍ í Evrópukeppni í körfuknattleik 15. sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn 'að Sauðárkróki sunriudáginn 25. sept. sl. og hófst hann kl. 10 f. h. Mættir voru fulltrúar og gestir frá héraðssamböndunum og félög- um innan UMFÍ, stjórn sambands- ins og ritstjórar Skinfaxa. Auk þess mættu til fundar milliþinga- nefndir er skiluðu áliti og tillög- um til fundarins. Sambandsstjóri séra Eiríkur J. Eiríksson setti fundinn og stjórn- aði honum. Flutt var skýrsla stjórnar um starfið sl. ár og lagð- ar voru fram tillögur stjórnarinn- ar í ýmsum málum er bíða úr- lausnar. Helztu mál fundarins voru : 13. Landsmót UMFÍ. Þrastaskógur og Þrastalundur. Fjármál UMFÍ. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú fyrir nokkru hafið vetrarstarf- ið. Verður þetta 10. starfsár deild- arinnar væntanlega með svipuðu sniði og undanfarin ár. Reynt verður að auka unglingastarfið með fjölgun æfinga í yngri flokkunum, en til þess að það væri hægt, hefur verið ákveðið að flytja æfingar meistaraflokks að nokkru leyti í íþróttahöllina, því að KR-heimilið er löngu orðið of lítið fyrir þá fjölþættu starfsemi sem fram fer innan félagsins. í sumar hefur farið fram bikar- keppni í körfuknattleik á vegum KKÍ. Heldur hefur verið hljótt um þessa keppni og mun fáum um liana kunnugt. KR sigraði í Reykjavíkurriðli, vann Ármann í iirslitaleik með 50 stigum gegn 37, en Ármann var sigurvegari í þess Félagsblað Fram er komið út FRAM-blaðið — útgefið af knatt ^pyrnudeild Fram — er nýkomið lít. Geta Framarar fengið blaðið iifhent ókeypis á eftirtöldum stöð í ^ ' um: Lúllabúð, Verzluninni Straum þes, Bólstrun Harðar og Rakara §tofu Austurbæjar. Þá er blaðið til sölú í Bókaverzlun Lárusar Blöndal í Vesturveri og á Skóla vörðustíg oig kostar kr. 20. ari keppni á sl. ári. í keppni mega ekki leikmenn 1. deildar taka þátt og keppti I. flokkur því fyrir hönd félagsins. - Úrslitamót þessarar keppni fer fram hér í Reykjavík, væntanlega um miðjan þennan mánuð. Deildin mun minnast 10 ára afmælisins eftir föngum og sem liður í því, hefur verið ákveðið að taka þátt í Evrópubikarkeppni meistaraliða í körfuknatleik, en eins og kunnugt er, varð KR ís- iandsmeistari í körfuknattleik í ár og öðlaðist þar með þátttökurétt. Helgi Jóhannsson landsliðs- þjáifari, sem var maðurinn bak við hinn „sæta“ sigur yfir Dönum á Polar Cup í Kaupmannahöfn um sl. páska hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks fyrir Evrópukeppn- ina og hyggja KR-ingar gott til samvinnu við hana. Dregið verður 14. október nk. um það hverjir verða mótherjar í fyrstu umferð bikarkeppninnar sem fram fer um miðjan nóvem- ber. (Frá Körfuknattleiksdeild KR). Finnur Finnsson formaöur KKDÍ Aðalfundur körfuknattleiks- dómarafélags íslands var haldinn á Café Höll mánudaginn 10. októ ber. Við stjórnarkjör hlaut flest at kvæði Finnur Finnsson, sem ver ið hefur ritari félagsins sl. ár. Aðrir í stjórn eru: Hólmsteinn Sigurðsson ÍR, Jón Eysteinsson ÍS, Hilmar Ingólfsson Á, og Jón Otti : Ólafsson KR. Vara menn í stjórn eru Guð- jón Magnússon ÍS, og Davíð Jóns I son Á, i Frá K.IC.D.Í. Tímaritið Skinfaxi. Afmæli UMFÍ 1967. Efling íþrótta og félagslieim- ilissjóðs. Bréfaskóli UMFÍ. Efling íþróttakennaraskóla íslands. Tvær nefndir störfuðu á fundin- um og kl. 5 síðdegis hófust um- ræður um álit og tillögur þeirra. Stóðu umræður og atkvæða- greiðslur til kl. 8,30 og höfðu þá verið samþykktar tillögur í 16 málum er lögð höfðu verið fyrir fundinn. Fundarmenn sátu boð bæjar- stjórnar Sauðárkróks og Ung- mennasambands Skagafjarðar, —■ voru þar flutt ávörp pg ræður. Fundi var síðan slitið í kvöld- verðarboði er stjórn UMFÍ hélt fundarmönnum að loknum fundar- störfum. Valur og Þróttur og KR - rx Keflavík leika um helgina í GÆR var dregið um það hvaða lið leika saman í undanúrslitum Bikarkeppninnar, en leikirriir fara fram um helgina. Valur og Þrótt ur leika á Melavellinum á laugar dag kl. 2,30 og KR og Keflavík á sunnudag á Njarðvíkurvellinum en sá leikur hefst kl. 3. Bikarkeppni KSÍ hófst árið J9 60 og keppnin í ár er því sú 7. í röðinni. KR sigraði í fimm fyrstu skiptin, en Valur varð bikarmejst ari í fyrra. Alls sendu 16 félög 22 lið í keppnina nú. Tekst Val að verja bikarmeistaratitu sinn/ 12. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.