Alþýðublaðið - 20.10.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1966, Blaðsíða 4
© ílHstjór&r: Gyl/1 Grðndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — lUtstjórnarfaU. trtl: Eiöur Guðnason. — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasíml: 14906. ABsetur Alþýöuhúsiö vlO Hverflsgötu, Reykjavflt. — PrentsmiSja AlþýOu blaCsins. — Askrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kr. 7,00 eintakltk Utgeíar.dl AíþýCufiokkurinn. ÐREGIÐ ÚR HALLA Skipaútgerð ríkisins hefur verið hálfgert vandræða barn í ríkisrekstrinum um árabil, en tap fyrirtækis- ins hefur farið ört vaxandi. Var svo komið 1965, að hallinn á þessu fyrirtæki nam 43 milljónum króna. Þá var brugðið á það ráð, að skipa tvo fulltrúa ríkis- ins til að hafa með höndum yfirstjórn fyrirtækisins ásamt forstjóra þess, jafnframt því sem hafizt var handa um að gera ráðstafanir til að draga úr þessum gífurlega rekstrarhalla. Þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir í þessum efnum hafa haft það í för með sér að fyrir næsta ár er raunhæft að áætla reksturshallann 29 milljónir, eða lækka hann um 14 milljónir frá því sem var 1965. Það hefur lengi verið vitað, að skipakostur Skipa- útgerðarinnar hefur ekki verið heppilegur til þess að halda uppi strandferðum við landið. Þegar hefur eitt skip útgerðarinnar verið selt, annað er til sölu, en nýtt skip> hefur verið tekið á leigu frá Færeyjum, sem hentar hér betur í öllu tilliti en gömlu skipin. Þá er gert ráð fyrir því á fjárlögum að fimmtán millj- ónir króna verði veittar til að endurnýja skipakost og bæta vörugeymsluaðstöðu útgerðarinnar. Um það er ekki deilt, að strandferðir eru nauðsyn- legar, og hefur aldrei komið til tals að skerða veru- lega þá þjónustu, sem nú er veitt í þeim efnum. Slíkt er ekki til umræðu. Það sem verið er að gera í þessum efnum er að færa reksturinn til nútíma- horfs, afla hagkvæmari skipakosts og bæta reks.turinn eftir því sem unnt er, án þess að það. komi niður á þjónustunni. Framsóknai'menn hafa reynt að gera þessar hag- ræðingaráðstafanir tortryggilegar í augum almenn- ings. Ef litið er hlutlaust á málin, sést, að þetta ríkis- fyrirtæki hefur dagað uppi og staðnað, og ekki verið hægt eftir venjulegum leiðum að koma fram æskileg pm breytingum á rekstri þess. Þess vegna hefur nú ríkisvaldið tekið í' taumana til þess að firra skatt- þegnana miklum útgjöldum, vegna óhagkvæmni í rekstri. SKARÐSBÓK Þjóðin fagnar því, að Skarðsbók skuli nú heim komin, og þakkar þeim sem forgöngu höfðu um að hún var, keypt til íslands og forðað frá því að lenda á flækingi. Skarðsbók er dýrgripur, sem ekki verður til fjár mefinn. Verður henni nú búinn verðugur samastaður í Handritastofnun Íslands. Ástæða er til að taka und- ir þá ósk gefendanna, að bókin reynist fyrsti boð- ber| þess, að ísland verði miðstöð norrænna handrita ' sókm 0. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐÝÐ KRANSAKÖKUR STÓRARogSMÁAR Brúðkaups-kökur F ermingar-kökur Skírnar-kökur og Kransa-kökur við hvers konar tækifæri. Kökugerð H. BRIDDE Verzlunarhúsinu Miðbær, við Háaleitisbraut. Sími 3-52-80. SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16*2-27 BQlinn er smurSnr fljótt og Vel. SéUntt allkp teguaalr af smuroHií SMURI BRAUÐ SNITTUB BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 16012. OpiS frá ld. 8 — 23.38. Jén Nnnsson ferlL Lögfræðiskrifstofa Sólvhólsgata 4 (SavnbandshásiS. Símar: 23338 og 12343. Bffrefðael^endur sprautum og réttum Pljót afgreiðsla. Bifreiðaverkstæðið VESTURÁS H.F. Súðarvog 30, sími 35740. Vinnuvélar TIL LEIGU. Leigjum út pússinga-steypa- hrærivélar og hjólbörur. Rafknúnír grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Vibratorar. Vatnsdælur o.m.fí. LEIGAN S.F. Sími 23480. v a rifllb‘ á krossgötum ★ SKÓLALÓÐIRNAR f BORGINNI. Umhyerfi skólanna hér í borginni er mjög mismunandi að. útliti og hirðingu. Sums staðar er rel pg snyrtjlejga frá öllu gengið og umhirða öll i sómasanilegu lagi. Annars staðar er þessu meira 5ða minna ábótavant. Til þess geta að sjálfsögðu egið eðlilegar orsakir, t. d. að skólinn sé nýbyggð- ir og ekki hafi unnizt tími til að ganga frá skóla- óðinni. Þessu er þó ekki alltaf tll að dreifa. Trassa- ■kapur og ill umgengni virðast sums staðar ráða lögum og lofum. En þess ber ekki síður að geta, sem vel er gert. Nýlega átti ég leið fram hjá Laug- arnesskólanum, og var mjög ánægjulegt að virða fyrir sér umhverfi skólans. Þetta er mjög rúmgóð lóð, vel og vandlega hirt, með stórum grasflötum og malbikuðu svæði næst skólahúsinu sjálfu. Þar eru m. a. bíiastæði og reiðhjólastæði fyrir skól- ann. Þá er og í framhaldi af skólalóðinni leikvöll- ur með ýmiss konar leiktækjum, svo sem söltum, rólum og öðru slíku. ★ STEINNINN Á GRASFLÖTINNI. Sérstaka athygli vekur heljarmikill steinn, sem stendur upp ýr sléttri gra?flötinni norðan við skólann og auðsjáanjega er ekki, gert ráð fyrir að‘ fjarlæg/á. — Virðist forráðamönnum skól- ans hafa verið ljóst, að fleira gleður augað en gras og tré, og að grjót getur líka verið fallegt og eftirminniiegt. Og svo mun fleirum finnast. Mér dettur í hug steinninn rétt austan við hús Ilalldórs Laxiiess að Gljúfrasteini í Mosfellssveit. Skáldið hefur einhvern tíma látið svo um mælt, ef ég man rétt, að hann hafi bjargað þessum steini undan ýtum vegagerðarmanna, borið að hon- um mold og hlúð að honum eftir föngum. Hann hafði ungur leikið sér þarna og stóð ekki á sama um steininn. Af honum mundi Gljúfrasteinsnafnið áregið. Segja mætti mér, að mörgum nemandanum í Laugarnesskólanum ætti líka eftir að þykja vænt um steininn á skólaflötinni og minnast hans með velþóknun síðar meir löngu eftir að skólaverunni sr lokið. ★ UMGENGNI OG UPPELDISÁHRIF. Umgengni á lóð Laugarnesskólans virðist neð ágætum. Hvergi sést svo mikið sem bréf- utla eða umbúðir utan af sælgæti, sem mörgum lættir til að fleygja frá sér, þar sem þeir eru taddir. Frágangur og umhirða skólalóðanna hefur áreiðanlega mikla uppeldislega þýðingu. Sóðaleg og illa hirt skólalóð býður ósómanum heim, þar sem fallegt umhverfi gerir hið gagnstæða. Skóla- lóðirnar og hirðing þeirra eiga sinn þátt í að móta umgengnisvenjur hinna ungu borgara til góðs eða ills, og áhrifanna gætir löngu eftir að skólunum sleppir. — S t e i n n . 'J í ItnAQ Uvj i S. 3381 ,0$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.