Alþýðublaðið - 20.10.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.10.1966, Blaðsíða 8
Vletnammálið er ekfci á dagskrá Allsherjarþingsins, en samt ihafa allir ræðumenn talað um Vietnam í utnræðum þeim, sem nú standa sem hæst. Gerðar hafa verið ákaf ar tilraunir til að binda endi 'á fitj(rjöldina, og hefur U Thant framkvæmdastjóri tekið virkan þátt í þeim. Öll lönd heims segja, að þessar friðurumleitanir séu mik ilvægar, en enginn þorir að spá nokkru um það, hvaða árangur þær kunni að bera. U Thant hefur árum saman reynt að fá deiluaðila að samningaborð inu, og skömmu áður en Allsherj arþingið hófst, tilkynnti hann jafn vel, að hann mundi se'gja af sér ef samkomulag tækist ekki um friðaráætlun, sem skyldi hefjast með því að Bandaríkjamenn hættu sprengjuárásum á Norður-Vietnam Síðan skuli báðir stríðsaðilar draga úr styrjaldaraðgerðum. Loks skuli gengið til samningaviðræðna, og segir U Thant, að Vietcong verði að eiga aðild að þeim viðræðum. En svo mikil er harkan á báða bóga í þessu deilumáli, að jafn vel hótanir U Thants virðast ekki vega mjög þungt á metaskálunum. í ljós kann að koma að hann 'hafi þokað málunum í rétta átt, og hann hefur að undanförnu, svo að lítið hefur borið á, reynt að fá Hanoi stjórnina til að fallast á samningaviðræður samkvæmt hugmvndum hans. En einnig er ihugsanlegt, að sáttaumleitanir hans missi marks. ★ FRUMKVÆÐI GOLD- BERGS. Umleitanir U Thants vöktu greinilega kvíða með Bandaríkja mönnum. Flest lönd heims töldu tillögur hans fela í sér einhliða gagnrýni á stefnu Bandaríkjastjórn ar. Fæstir virtust gera sér grein fyrir, að Hanoistjórnin á jafnerf itt með að sætta sig við áætlun hans og stjórnin í Washington. Ef Bandaríkjamenn svöruðu ekki til lögum hans á einhvern hátt, kynnu Bandaríkin að einangrast á vett vanigi Sþ, án þess að nokkuð hefði miðað 'áfram í friðarátt. Aðalfulltrúi Bandarikjanna hjá Sþ, Arthur Goldberg, var í hópi þeirra ráðherra stjórnarinnar, sem litu svo á að grípa yrði til rót tækra ráða. Hann vildi, að John son forseti heimsækti Allsherjar þingið og tilkynnti, að loftárásum yrði hætt, eins og U Thant og æ fleiri lönd telja nauðsynlegt í því skyni að vinna bug á mótþróa H-anoistjórnarinnar gegn samninga viðræðum. Hugmynd Goldbergs náði ekki fram að ganga í bandarísku stjórn inni, og hann varð að gera sig á nægðan með annað og minna. En það, sem hanln hafði fram að færa á Allsíherjarþinginu, voru engu að síður einlægar tillögur um, að dregið yrði úr hernaðarað gerðum í Vietnam í þeim tilgangi að undirbúa jarðveginn fyrir frið arviðræður. Bandaríkjastjórn bauðst til að Ihætta loftárásum, um leið og Hanoistjórnin tilkynnti að einnig yrði dregið úr styrjaldaraðgerðum af hálfu Norður-Vietnammanna. Einnig lagði hún til að báðir að ilar flyttu herlið sitt frá Suður- ‘Vietmam undir alþ.jóðlegu eftir liti. Síðan skyldi gengið til samn imgaviðræðna, og kom greinilega fram í tillögum Goldbergs, að Bandaríkjastjórn er því ekki mót fallin, að Vietcong eigi fulltrúa í þessum viðræðum. ★ SKILYRÐI USA. Tillögur Goldbergs voru upp- haf nýrrar friðarsóknar Banda- ríkjastjórnar, og gleðilegast er ef til vill það, að hún hefur ekki feng ið jafngífurlega auglýsingu og fyrri friðarsókn þeirra, en það gæti bent til þess, að meiri al vara búi á bak við þessu sinni Fyrst í stað voru undirtektir frem ur dræmar, en smátt og smátt virtust allir vera sammála um, að Johnson forseti vildi í raun og veru finna leið út. úr Vietnamharm leiknum. Saigt er að forsetinn fallist á, að samið verði um vopnahlé, að er lendar hersveitir verði smám sam an fluttar frá Vifetnam, að he'r- stöðvar verði lagðar niður og íéú arnir fái að ákveða sitt eigið st.jórn arfar, jafnvel þótt það leiddi til alkommúnistísks eða hálfkommún istísks stiórnarfars. Hins vegar er einnig ljóst, að Jdhnson gietur engan veginn sætt sig við það, að Bandaríkjamenn dragi einhliða úr stríðsaðgerðum. Jóhnson vill að Hanoistjórnin komi til móts við Bandaríkjamenn að þessu leyti. Fulltrúar á Ailsherjarþinginu hafa verið á báðum áttum í við brögðum sínum. Johnson forseti GOLDBERG: Ekki mótfalln- ir aðild Vietcong- að friðar . viðræðum greinilega í þeim erindagjörðum að leggja á það áherzlu, hve al- varlegum augum hann liti málið. Goldberg 'hefur sjálfur róið mikið í fulltrúum hinna 120 aðildarríkja Isamtakginna og gr«jinilega< lagt kapp á að gera þeim ljóst að beri þessi fi-iðarsókn ekki tilætlaðán á- rangur verði hart lagt að forsetan um eftir kosningarnar í nóvember að færa stríðið ennþá meir út. En engum blöðum er um það að fletta, að mikillar óþolinmæði gætir nú meðal bandarísku þjóðar innar. Yfirmenn heraflans ög ráð herrar stjórnarinnar eru síður en svo á einu máli um að málamiðl unartillögur þær sem Johnson beitir sér nú fyrir, séu réttar. ★ VHíBRÖGÐ RÚSSA.. Svar Gromykos við tillögum Goldberigs var sorglega neikvætt En á það var bent. ef til vill mest af bandarískri hálfu, að tillögur’ Goldbergs kynnu að hafa komið á óvart í Moskvu, og því liafi Grom yko ef til vill ekki gefizt tími til að kynna sér þær nákvæmlega. Síðan hafa ýmsar vísbendingar frá Mo.skvu bent. í þessa 'átt. Johnson er nú ekki bara kallaður hræsnari. Nú er sagt af meiri raunsæi að svna verði það 'í verki, sem sagt er í orði. Og Gi’omyko gerði sér ferð á hendur til Washington til | að ræða við Johnson forseta. Að ’oknum þessum viðræðum var að vísu mest rætt um möguleikana á samkomulagi um bann við út breiðslu kiarnorkuvopna. En í alþjóðamáium stendur allt í nánu samband’" hvað við annað. Og ef í ljós kemur að áfram miðar í samkomulagsátt með Rúss um og Bandaríkjamönnum í af- vopnunarmálunum. má túlka það sem svo. að horfur á samkomu lagi liafi einnig aukizt í Vietnam málinu. sem er mun áþreifanlegra vandamál. En það eru einmítt Rússar frem ur en nokkrir aðrir, sem geta talið Hanoistiórnina á að taka þátt í samningaviðræðum. En þetta Frá stríðin u í Vietnam. heimsótti U Thant í New York, Framiiald á 15. sáðu 8 20. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐÝÐ p íltOAiSUaýd;; • ddfií. iðíiötJlo L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.