Alþýðublaðið - 20.10.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.10.1966, Blaðsíða 13
E íÆJARBi 'Síini 50184» Beeizínið í botn 3EAN-PAUL BELMONDO 3EAM - SEBERQ ^QECT FftÖBE Óhemjuspennandi CinemaScope kvikmynd. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð hörnum. Síðustu sýningar. Sumarnóttin brosir SMIL ingmar bergmans PRISBEL0NNEDE MESTERVÆRK e/V Efíor/SK KOMEDIE MED E V A DAHLBECK GUNNAR BJÖRNSTRAND U LLA JAC0BSS0N HARRI ET ANDERSSON M « R G I T CARLOUIST Jarl Kulie Verðlaunamynd frá Cannes, gerð eftir Ingmar Bergman. Sýnd kl. 6.45 og 9. t Iíotjan frá Spörtu. Spennandi ,ný frönsk.ítölsk Cin- eiuaScope iitmynd. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Koparpipur og Renniíokar Fittings Ofnakranai Tengikranai Slöngukranai Bljöndun a r tæk’ BurstafelS ByggringavoruverzlUD Kéttarholtsveeri s Sfmi 3 88 4« RAUDARÁRSTI6 31 • S (MI 77022 Jenny laut í hugsunarleysi yf ir drenginn. — Sæll sagði hún vingjarnlega og tók í hönd hans. Hann leit á hana um stund alvar legur á svip, en svo færðist gleði bros um andlit baris og bann greip um hönd bennar með binni hendinni líka. Nú fyrst skildi hún hvað hún var aS igera. Þetta barn var svo líkt Ruth að jafnvel ókunn í ugur hefði séð það — hvað þá um manninn, sem Ruth var gift? Hún þorði ekki að líta við en hélt áfram að tala vingjamlega til hans; þá sá hún þrjá litla fæðingar bletti yfir vinstra auga hans — nákvæmlega eins og á sama stað og á systur hennar. Hún strauk ósjálfrátt yfir gagn augu sin og nú leit hún við og í augu Michaels. Þau störðu hvort á annað um stund, svo leit hann af henni og á bamið. Hún vissi að bví augnarráði myndi hún aldrei igleyma. — Fyrst á eftir vaknaði hún um nætur og minnt ist skilningsins í augum hans og óttans um leið. Þegar hún sá svipbrigði hans vissi hún að Michael Bourne sk’ldi að hessi drengur var son ur konunnar, sem hann hafði gengið að eiga. 13. kafli. — Svo hann komst að þessu’ Svo hann veit allt? Ruth Bourne var bæði reið og illgirnisleg þeg ar hún ræddi við systur sína í dagstofunni. — Hverniig gaztu þetta? Ég sem treysti þér. . . — Þeg!ðu. Jenny var náföl. — Ég gat ekkert gert — hann sá strax að drengurinn er líkur þér og fæðingarþlettina Við vinstra augað. Bjóstu kannski við að ég segði. — Þú heldur víst að betta sé sonur Ruthar en þér skiátlast. — Þú áttir aldrei að ganga til drengsins. Michael þurfti ekki að siá þ'ig hjá honum. Rutþ kreirn+í hnefana og þrátt fyrir reiði sína vorkenndi Jenny henni. , Hún hafði ^kki vit'að isjálf hvernig henni mætti takast að afbera næstu klukkustundir, a‘ð taka vfs hörnin og brosa til þeirra. Hún vissi ekjci hvernig henni fókst að sitja við hlið Mich.aels á heimleiðinni og tala við bann ura vígsluathöfnina án •þess a« mipnast á það, sem þeim lá háðum á hjarta. Ruth beið þeirra í forstofunni. Hún var krítarhvít og dökk aug' un virtust óeðlilega stór í fölu andlifími hpear hún ieit 'á Jenny yfir öxl manns síns og spurði lágt.: — Hvernig gekk? Hyernigj leit Re+t? ú+? Minhapi svaraði ekki að braisði- heidnr hen.ti hatti sínum á borð! ið o» «y hréfin, sepi höfðu hor, izt mnWan hann var burtu. Síð- an gekk hann til skrifstofu sinn ar, en leit við í gættinni og sagði rólega: — Þetta er fallegt hús Ruth. Forstöðukonan varð fyrir miklum vonbrigðum þegar þú komst ekki og sama sagan var um börnin. Svo lét hann dyrnar að baki sér, hann skellti þeim ekki en lokaði óvenjulega fast og þegar Jenny leit á systur sína sá hún skelfinguna skína úr svip henn ar. Ruth skildi nú að maður henn ar vissi allt. Jenny barðist við að vera ró- leig. — Það er sjálfsagt bezt svona. Nú veit hann sannleikann og þið getið rætt málið og þá verðið þið frjáls. Þú hefur alltaf sagt að þú héldir að hann grun aði eitthvað. Ruth leit reiðilega á hana. — Sérðu mig ekki í anda fara til Michaels og segja honum allt? Hann stæði þarna með sitt fróma andlit og fyrirgæfi mér —eða isegðist gera það — og mér fyndist ég svívirðileg og ógeðs- leg að ihafa svikið hann. —Þú hefur svikið hann ,hróp aði Jenny reiðilega. — Það væri ekki nema rétt ef þér liði þann ig. Á þetta hættirðu þegar þú giftist honum og það hefur bara ekki borgað sig fyrir þig að ljúga — annað er það ekki. Ruth hló móðursýkislega. — Ekki það? Skilurðu ekki hvað þetta þýðir? Hvernig heldurðu að ég geti haldið áfram að lifa hérna hvað á ég að gera við Tony? Ekki igetur hann verið hér. — Því ekki það? Michael skilur hann ekki eftir á þarnáheimilinu Þú hefðir aldrei átt að láta liann þangað. — Hvað veizt þú um lífið eða tilfinningar mínar? Ruth gekk til dyra.: — Þú og Michael — þið eruð hæði eins, þið með ykkar hugsjónir. Mér leiðist. Ég vildi að ég hefði aldrei komið hingað aftur. Áður en Jenny gat Jiokkuð sagt skellti hún hurðinni og Jenny sá hana hlaupa niður stíginn með kápu sína á handleggnum- Jenny ætlaði að elta hana en hætti við það í tíma. Til hvers var það svo sem? Þær voru báð ar þreyttar. Það yrði allt auð veldara á morgun. Svo igekk hún aftur inn í dag stofuna ög settist í 'hægindastól. Hvað myndi nú gerast? Hún leit unn á arin'hilluna þar sem stóð hrúðkaupsmynd sem yar tekin fyrir skömmu. Systir hennar var fögur og ljómaði og Miohael brosti svo ástúðlega til hennar ■að Jenny verkjaði í hjartastað. Þessi ást hafði þegar brugð- izt. Hvernig gat Ruth gifzt honum og leikið svo mjög iá hann þeg ar henni hlaut að vera ljóst að fyrr eða síðar kæmi sannleik urinn fram. Nú vissi hún að syst ir hennar elskaði ekki manninn, sem hún 'hafði gifzt. Hún. hafði gifzt honum og einhverjar ástæð ur hlaut hún að hafa fyrir þeirri ákvörðun sinni en emgin þeirra var ást. Hvað yrði nú? Myndi maður inn, sem hún elskaði láta sem í ekkert hefði skorizt? Nei, það gat hann ekki. Maður, sem hafði gert sannleikann að köllun sinni gat ekki húið við lygi og látið barn eiginkonu sinnar alast upp á barnaheimili. Jenny hallaði sér aftur á bak í stólinn. Hvað gat hún gert? Var.nokkuð að gera? Svo heyrði hún að dyrnar voru opnaðar og Michael stóð og horfði á hana. Jenny gat ekkert sagt. Hann virtist hafa elzt um tíu ár á nokkrum tímum. Hann gekk að arinhillunni og tók sér sígarettu og hana kenndi sárt til þegar hún sá hve hend ur hans skulfu meðan hann hélt iá eldspýtunni. — Hvar er Ruth? spurði 'hann hvasst. — Hún fór út. Hún ætlaði. . . Hún hyrjaði að ljúga að honum en gat ckki haldið því áfram enda leit hann fast á hana. — Hún skellti hurðinni og var reið. Jenny kinkaði kolli og gekk að glugganum. —Jú, það gerði hún Michael :en hún kemur von hráðar aftur Hún yeit að við ætlum að borða snemma út af klúbbnum. . . — Heldurðu að hún hugsi um iþað? Hún hafðji aldreí 'heyrt 'hann svo hörkulegan. — Hvaða máli skiptir Ruth húsið hér eða það sem hér gerist? Jenny lokaði augunum. Hún megnaði ekki að horfa á þjáning una í andliti hans. — Michael — mig tekur þetta svo sárt. Ef ég aðeins gæti eithvað iffert — ég veit að hún elskar þig, það er bara. . . Hún gat ekki meira en hristi höfuðið. Hann gekk fram og aftur um gólfið og loks nam hann staðar fyrir framan hana og leit í augu hennar. — Fyrirgefðu Jenny en svona getur það ekki gengið til lengdar. Ég kvæntist systur þinni og mér fannst ég hamingju samansti maður í heimi. Svo var hrin'gt til mín í brúðkaupsferð , inni og þar með hrundi mitt líf næstum í rúst. Jenny fékk ákafan hjartslátt Var ,,J“ að gera alvöru úr hótun : sinni? — Þessi — maður, sagði Mjch ael Bourne rólega — spurði mig hvort ég héldi að ég væri fyrsti karlmaðurinn í lífi konu minnar og ráðlagði mér að spyrja systur hennar. Hann gek til hennar^ — v Og nú spyr ég þig Jenni — hvað veizt þú? Hún gat ekki svarað honxnn. Hún skalf og titraði. Hvernig gat hún svikið systur sína? Ef hann vissi sannleikann um barnið myndi hann ekki viðurkenna það og 'héíSi kratftaverik igerzt að hann vissi það ekki gat 'hún ekki sagt honum það. Hann varð að spyrja Ruth. — Ég veit ekki meira en þú hvíslaði hún. — Ég veit að eitt hvað er að, en þú hefur kvænst Ruth — hún er eiginkona þín. Hann henti hálfreyktum sígar ettunní inn í arininn. — Þú ert afar trygg Jenny, sagði hann blíðlega. — Það var rangt af mér að spyrja þig en ég vonaði. . . Hann gekk til 'henn ar og leit í augu hennar og þeig ar ‘hann nam staðar sá hún eng an reiðivott í augum hans. Þá fannst Jenny að ekkert skipti máli nema að hún segði honum að einhver elskaði hann og hefði á'hyggjur út af því að eitthvað gengi illa fyrir honum eða í hjónabandi hans. — Ó, Michael stundi hún og vissi ekki sjálf að hún gekk til hans en nú stóð hún og lagði hendurnar um háls hans meðan hún leit í augu hans: — Ég elska þig, hvíslaði hún. — Ég get ekki að því gert. Ég vil að þú vitití þa|í og það að ég geri allt fyril þig. Rödd henar hrast. — Ef til vill er það ljótt af mér — en ég! vil segja þér allt. Hann tók handleggi hennar og svipur hans var ástúðlegur. 20. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐÝÐ 0Ý8AJ8UQÝ4JA ■* 05?' •■•'.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.