Alþýðublaðið - 20.10.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.10.1966, Blaðsíða 7
BORINI munið regl u M inningarorð: i Friðriksson fiskimálasfjóri Dr. Árni Friðriksson, fiskifræð- ingur lézt í Kaupmannahöfn hinn 16. þ. m. 67 ára gamall, og verð- ur hann borinn til grafar frá Birkeröd kirkju í dag. Hann fæddist hinn 22. des. 1898 að Króki í Ketildölum við Arnarfjörð, en þar bjuggu for- eldrar hans, Friðrik Sveinsson og Sigríður Árnadóttir. Sem unglingur stundaði hann sjósókn vestra, en brauzt áfram til náms við þröngan kost og varð Stúdent frá Reykjavíkurskóla 25 ára gamall, árið 1923. Að loknu stúdentsprófi sigldi hann til Hafnar til náms í náttúruvísindum og lauk magisterprófi frá Hafnar- háskóla, með dýrafræði sem aðal- grein, árið 1929. Að námi loknu réðst hann aðstoðarmaður við Carlsberg Laboratorium, til próf- essors Johannesar Schmidt, sem var einn fremsti fiskifræðingur síns tíma, og mörgum íslendingum að góðu kunnur frá ferðum sín- um við ísland. í árslok 1930 flyzt svo Árni heim og gerðist ráðu- nautur Fiskifélags íslands um fiskifræðileg efni. Er Atvinnu- deild Háskólans var stofnuð 1937, varð Árni deildarstjóri Fiákideild- ar og veitti íslenzkum hafrann- sóknum forstöðu til ársloka 1953, er hann gerðist framkvæmdastjóri Alþjóða hafrannsóknaráðsins og gegndi því starfi þar til á síðast liðnu ári. Er hann fyrsti íslend- ingurinn, sem veitir alþjóðlegri stofnun forstöðu. Árni Friðriksson var tvi- kvæntur. Fyrri kona hans var dönsk, Ebba Ch. Bagge, er lézt árið 1957. Síðari kona hans var Helene Rose, dóttir Jóhanns P. Jónssonar skipherra, og lifir hún mann sinn. Naut Árni mikillar umhyggju hennar í erfiðum veik- indum. Árni var barnlaus en ól upp tvær fósturdætur. Er Árni kom heim frá námi hafði dr. Bjarni Sæmundsson lagt undirstöðu að íslenzkum fiskirannsóknum, en það varð hlutverk Árna að halda því verki áfram og koma því á fastari grund völl. Var í því efni við ýmsa örð- ugleika að etja, en með þrotlausu starfi og áhuga vann Árni bug á þeim erfiðleikum, oð tókst hon- um að skapa íslenzkum rannsókn- um góða aðstöðu og mikla möguleika til víðtækari fram- fara. Hann hvatti unga menn til náms í fiskifræði og beindi námi þeirra á þær brautir, sem lítt hafði verið unnið að hér heima. JVleð því móti hefur verið hægt að sinna flestum þáttum hafrannsókna hér á landi, þrátt fyrir iítið starfplið miðað við það, sem annars staðar tíðkast. íslenzkar hafrannsóknir eiga fá- um eins mikið að þakka og Árna Friðrikssyni, og sérstaklega eig- um við, íslenzkir fiskifræðingar, sem yngri erum, honum stóra skuld að gjalda. Áður fyrr þurfti Árni að sinna flestum greinum fiskirannsókn- anna, en hann var mikil ham- hleypa til vinnu og kom ótrúlega miklu í verk. Nafn hans er þó að- allega tengt íslenzkum síldarrann- sóknum, en rannsóknir hans á ís- lenzkri og norskri síld skópu hon- um mikla frægð á þeim vettvangi. Árið 1944 gaf Árni i'it hið mikla rit sitt um „Norðurlandssíldina” og setti þar fram þá skoðun, að hún myndi að mestu hrygna við strendur Noregs og væri megin- uppistaöa norsku ; vetrarsíldar- innar. Hugmyndir Árna um hin- ar árlegu göngur síldarinnar milli íslands og Noregs þóttu í upphafi mjög fjarstæðukenndar, enda kollvörpuðu þær eldri kenn- ingum. Var þeim mætt með mikl- um efasemdum erlendis. En það var fjarri skapi Árna að gefast upp þótt á móti blési, og árið 1948 skipulagði liann merkingar á síld við Noreg, sem síðan hefur verið haldið áfram bæði hér og í Nor- egi, og notaði við það aðferð, sem ekki hafði áður verið reynd í Evrópu. Eins og öllum íslend- ingum er kunnugt, tóku merking- arnar af allan vaía um göngur síldarinnar. Frá árinu 1938, er íslendingar hófu þátttöku í störfum Alþjóða hafrannsóknaráðsins, og þar til 1953, er Árni fluttist af landi burt, var hann fastur fulltrúi ís- lands í ráðinu og um tíma for- maður síldarnefndar ráðsins, auk margra annarra trúnaðarstarfa þar. Löngu fyrir stækkun land- helginnar hafði Alþjóða haf- rannsóknaráðið mælt með lokun Faxaflóa, og um árabil var starf- andi nefnd innan ráðsins, sem eingiingu sá um rannsóknir í Faxa flóa og gaf út niðurstöður þeirra rannsókna, sem flestar studdu lok- un flóans. Var Árni ritari þess- arar nefndar og vann þar mik- ið starf. Hann undirbjó einnig þau vísindalegu gögn, sem voru forsendur fyrir stækkun landhelg- innar 1952. íslenzkur sjávarútveg- ; ur og reyndar öll íslenzka þjóð- in stendur þannig í mikilli þakk- arskuld við Árna Friðriksson. Þrátt fyrir öll þessi umfangs- miklu störf í þágu íslenzkra haf- rannsókna, sem hér verða hvergi nærri fulltalin, vannst Árna tími til að sinna fjölmörgum öðrum verkefnum. Miklum tíma og starfs kröftum varði liann til þess að kynna íslendingum ríki dýranna, enda var hann mikill og skemmti- legur fræðari. Hann stofnaði, á- samt Guðmundi G. Bárðarsyni, tímaritið „Náttúrufræðinginn” og var ritstjóri hans um tíma. Auk greina þar samdi hann og þýddi fjölda ritgerða fyrir almenning, auk nokkui’ra bóka, sem hann samdi um dýrafræði. Munu fáir íslenzkir vísindamenn hafa skrif- að jafnmikið fyrir alþýðu manna sem hann. Árið 1952 dvaldist Árni um tíma í Brasilíu við skipulagn- ingu fiskirannsókna þar. Eftir heimkomuna hélt hann nokkra fyrirlestra í útvarp um Brasilíu, og mun það hið síðasta, sem hann samdi fyrir almenning. Ýmis félagsstörf, flest skyld lífsstarfi hans, hlóðust á Árna Friðriksson. Árum saman sat hann i stjórn Hins íslenzka náttúru- fræðifélags, var um sinn forseti Vísindafélags íslendinga, formað- ur Skógræktarfélagsins og fé- lagsins „Germania.” Hann var heiðursfélagi Hins íslenzka nátt- úrufræðifélags og Félags íslenzkra Framhald á 14. síðu. Mímir kominn út Út er komið blað stúdenta í íslenzkum fræðum, Mímir 2. tölu- blað 5. árgangs. Efni Mímis er að vanda fjölbreytt og frá’gangur vandaður, en þar rita norrænu nemar um viðfangsefni sín í fræð Unum, og önnur hugðarefni. Af efni Mímis að þessu sinni má nefna viðtal við Guðna prófessor Jónsson um Hið íslenzka fornrita félag, en hann er útgáfustjóri fé lagsins, fjögur bréf Jóns Vídalíns með skýringum Svavars Sigmunds sonar, grein eftir Örn Ólafssqn. um vísur Fiðlu-Bjarna, Helga Þor láksson um Njálu, Jónas Finnboga son um kvennanöfn og Helga Þor láksson um vísur Bersa Skáld- Torfasonar í Ólafs sögu Helga. Fleiri greinar eru í ritinu, ritdóm ar og tvö sænsk ljóð í þýðingu Hjartar Pálssonar. Lesið Aíþýðubiaðið HAGBARÐUR SKAL HEIM Verið er að ganga frá síðustu upptökum á kvikmyndinni um Hagbarð og Signýju í Stokk- hólmi, en þar eru tekin öll inni atriði, en meginhluti myndar innar var tekinn á íslandi í sumar. Myndatökunni hefur seinkað nokkuð vegna erfið- leika bæði á íslandi og í útlönd um. Kostnaður við gerð mynd arinnar er kominn langt fram úr áætlun en samt sem áður verður henni væntanlega lokið fyrir næsta vor. Varla hefur farið fram hjá blaðalesendum á íslandi að hlut verk Hagbarðar er í höndum rússneska leikarans Oleg Wid ow, og er hann nú ásamt öðr um leikurum myndarinnar í Stokkbólmi. Þar hverfur hann úr kvikmyndaverinu á vissum tíma á hverju kvöldi og held ur til rússneska sendiráðsins í borginni. Þar verður hann að láta sjá sig að minnsta kosti einu sinni á dag. Þessarvarúðar ráðstafanir eru gerðar, að gögn blaða í Stokhólmi til að koma í veg fyrir að leikarinn verði síður heimfús að kvikmyndatök unni lokinni. Þegar sérstaklega stendur á er þó látið nægja að Widow hringi í sendiráðið, en það eru undantekningar frá ófrávíkjanlegri reglu. Oleg Widow fær álitlega fjár upphæð fyrir leik sinn í kvik myndinni, en launin ganga þó ekki til leikarans heldur til iKvikmyndastofnunarlinna'r í Moskvu, þar sem hann stundaði nám. Af upphæðinni fær leikar inn aðeins óverulega vasapen- inga, en engin hætta er á að Widow svelti í Svíþjóð. 20. október 1966 - ALÞÝÐUESl.AÐÝÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.