Alþýðublaðið - 20.10.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.10.1966, Blaðsíða 15
£B * IRAN Með tilliti til þess, að hin ó- þjóðlega einræ'ðisstjórn írans hef ur raunverulega fótum troðið allt frelsi einstaklinga og félaga—_ Með tilliti til þess, að þessi ó- lýðræðislega ríkisstjórn, sem studd er af heimsveldissinnum, hefur ofsótt af miklum hrottaskap hina lýðræðislegu stjórnarand- stöðu í íran —. Ályktanir gerðar á 8. þingi Alþjóðasam- bands jafn- aðarmanna Með tilliti til þess að leiðtogar jafnaðarmanna í íran og sérstak- lega Khalil Maleki hafa verið liandteknir og orðið að þola órétt- láta og þunga dóma, sem her- dómstóiar í Teheran hafa kveðið upp —. Með tilliti til þess, að pólitísk réttarhöld hafa verið haldin fyrir herdómstólum bak við luktar dyr og þessu er enn fram haldið og að í íran eru mannréttindi fótum troðin og lýðræðið bælt algjörlega niður — mótmælir áttunda þing Alþjóðasambands ungra jafnaðar- manna kröftuglega handtökum og fangelsunum lýðræðislega kjör- inna fulltrúa stjórnarandstöðunn- ar og sérstaklega fangelsun leið- toga Jafnaðarmannaflokks írans. Þingið krefst þess, að pólitísk- um föngum verði veittur réttur til að um mál þeirra verði fjallað af borgaralegum dómstólum en ekki herrétti og að réttarhöldin fari fram í áheyrn alþjóðlegrar nefndar. íran ætti að ganga úr öllum hernaðarbandalögum og lög- leiða félaga- og fundafrelsi. Kúrd- ar og Tyrkir, sem búsettir eru í Iran, eiga að njóta almennra mannréttinda. Þingið vottar hinni lýðræðislegu stjórnarandstöðu stuðning sinn og þá sérstaklega jafnaðarmönnum í íran og skorar á samtök jafnaðar- manna og alla lýðræðissinna að veita írönsku þjóðfylkingunni og jafnaðarmannaflokknum lið<- sinni. Páil fyrrum Grikkjakonungur og sonur hans, Konstantín, núverandi konungur.- ■ HMi Keisararhöllin í Teheran. GRIKKLAND Þing Alþjóðasambands ungra jafnaðarmanna harmar: Það ástand, sem skapazt hefur í Grikklandi síðan 15da júlí 1965, þegar hinni lýðræðislegu stjórn Georges Papandreou var steypt af stóli; — þær óréttlátu hefndir, sem leið- togar hins lýðræðislega verka- lýðssambands verða oft fyrir og hinar þungu refsingar, sem þeir verða að þola, þótt þau verk, sem refsað er fyrir, hafi verið friðsam- leg, lögmæt og í fullu samræmi við stjórnarskrána; að enn skuli beitt sömu að- ferðum og gert var í borgara- styrjöldinni og eru einróma for- dæmdar af lýðræðissinnum i Grikklandi og annars staðar; að málin skuli ekki liafa verið lögð undir dóm þjóðarinnar og hennar úrskurði hlýtt eftir það ástand, sem skapaðist í landinu frá 15da júlí 1965. Allar þessar staðreyndir renna stoðum undir þann grun, að á- standið eigi enn eftir að versna í náinni framtíð. Með þetta alvarlega ástand í huga ályktar þingið eftirfarandi: 1) Það fordæmir aðgerðir lög- reglu og dómsvalds gegn lýðræð- isöflurti landsins; 2) Það mótmælir einarðlega þeirri meðferð, sem stúdentar við gríska háskóla hafa orðið aff þola vegna baráttu sinnar fyrir mann- réttindum og félagafrelsi; 3) Það lýsir þeirri von sinni, að allir ábyrgir aðilar í Grikjc- landi geri það, sem í þeirra valdi stendur, til að stjórnarfár landsins þróist í lýðræðisátt og mannréttindi verði í hciðri höfð og byggt verði á þeirri grund- vallarreglu, að frjálsar kosningftr séu sá dómur, sem úr sker uin það, hverjir fari með ríkisvaldið; 4) Það óskar eftir kosningujn innan skamms, en þær eru skal- yrði þess, að gríska þjóðin fai notið réttinda sinna. 20. október 1966 - ALÞÝÐUBLA6ÝÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.