Alþýðublaðið - 25.10.1966, Síða 3

Alþýðublaðið - 25.10.1966, Síða 3
Njósnari flýr úr fangelsi LONDON, 24. október (NTB— AFP) — Innanríkisráðherra Breta, Roy Jenkins, skýrö'i frá því í dagr, að Mountbatten Iávarður, fv. forseti herráösins, yrði formaður nefndar, sem rannsaka mundi ör- ygrgisráðstafanir í brezkum fang- elsum. Jenkins skýrði frá þessu þegar hann gerði grein fyrir flótta njósnarans George Blakes úr fangelsi. Fulltrúar íhaldsflokks- ins mótmæltu því að stjórnin skip aði ekki sérstaka nefnd til að rannsaka flótta Blakes. í undirheimum Lundúna er því haldið fram, að , flóttanefnd" kunni að háfa skipulagt flótta Blakes á sama hátt og hún skipu lagði flótta tveggja höfuðpaura lestarránsins mikla 1962 úr fang- elsi. George Blake, sem er fvrrver- andi diplómat, var dæmdur í 42 ára fangelsi 1961 fyrir að láta George Blake. Aukning áfengis- sölu Fyrstu níu mánuði þessa árs nam sala áfengis frá Áfengis og tóbaksverzlun ríkisins rúmum 356 milljónum króna og er það 29% söluaukning miðað við sama tíma á fyrra ári. Á tímabilinu frá 1. júlí til 30. sept í ár var áfengi selt fyrir kr. 137,491,780.00. Þar af nam sala í Reykjavík tæpum 107 milljón um króna. Á Akureyri var selt á tímabilinu fyrir 16,1 milljón kr. og á ísafirði fyrir 3.8 milljónir kr. Siglufirði 2,8 milljónir kr. og á Seyðisfirði fyrir 7,9 milljónir kr. Er alis staðar um nokkra söluaukn ingu að ræða miðað við fyrra ár. Rússum í té brezk ríkisleyndar- mál. Hann hvarf úr Worwood Scrub-fangelsi á laugardagskvöld. Fangaverðir uppgötvuðu ekki flóttann fyrr en einni og hálfri klukkustund síðar. Sumir halda því fram, að á þessum 90 mín- Framliald á 13. síðu Fjölmennur fundur Reykjavík, — KBÓ. Verkalýðsfélögin í Hafharfirði boðuðu til fundar í gærkvöld um atvinnumál, og það ástand sem skapast hefur vegna þeirrar á- kvörðunar bæjarstjórnarinnar að segja upp öllu starfsfólki Bæjar- útgerðarinnar. Var fundurinn geysi fjölmennur. Frummælendur voru Hermann Guðmundsson, for maður verkamannafélagsins Hlíf- ar og Sigurrós Sveinsdóttir, form. verkakvennafélagsins Framsókn. Að loknum ræðum þeirra tóku allmargir til máls, þar á meðal flestir fulltrúar bæjarstjórnarinn- ar. Fundinum var ekki lokið þeg- ar blaöiö fór í prentun. Hálkaog árekstrar Akureyri — SJ — OÓ. Óvenju margir bílaárekstrar voru hér um síðustu helgi sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar Auk margra minni háttar árekstra voru 6 alvarlegir árekstrar þar sem bifreiðar skemmdust mikið. Mikil hálka var á götunum og virð ast bílstjórar ekki hafa tekið nægi legt tillit til þeirra aðstæðna í um ferðinni. Aðfaranótt laugardags valt bíll norðan Glerárbrúar og skemmdist hann mikið en engin téljandi meiðsli urðu á fólki og er sama að segja um fyrrgreinda árekstra. Einn ökumaður var tekinn grunað ur um að hafa ekið ölvaður. SENDIR NAIO UPP EGIN EJARSKIPIAHNÖTT1968? Reykjavík, EG. Harlan Cleveland fastafull- trúl Bandaríkjanna hjá Atlanz- hafsbandalaginu flutti ræðu á fjölmennum hádegisverðar- fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu i Þjóð- leikhúskjallaranum í gær. Henrik Sv. Björnsson am- bassador íslands í París kynnti Cleveland, sem i ræðu sinni ræddi fyrst um Samein- uðu þjóðirnar og síðan um Nato og vandamál, sem efst eru á baugi í bandalaginu. Hann lét svo ummælt, að ís- land hefði gert betur en flest önnur lönd í sambandi við fjárframlög til ýmissar starf- semi SÞ og minntist þess m.a. að framlög okkar til friðar- gæzlu SÞ hefur numið rúm- lega liálfum Bandaríkjadollar á hvert mannsbarn í landinu. Sagði hann, að ef Bandaríkin hefðu hlutfallslega lagt fram jafnháa upphæð, mundi hún hafa dugað til að standa straum af reksturskostnaði SÞ í heilt ár. Fór hann síðan nokkrum orðum um vandamálin innan 'íato, sérstaklega í sambandi við afstöðu Frakklands, og sagði, að hinar aðildarb.jóðirn- ar hefðu ákveðið að treysta samstöðu sína um varnir án tillits til Frakka, því ekki væri að vita á hvaða stigi máls, þeir mundu á ný setja hluta hers síns undir stjóm Nato, ef í harðbakka slægi. F.innig fór ambassadorinn nokkrum orðum um þær viðræður sem átt hafa sér stað í sambandi við herafla Breta og Bnnda- Framh. á .13. s:ðu. Skógræktarfélag Reykja- víkur varð 20 ára í gær Nú eru liðin 20 ár frá því að Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað, en stofnfundur þess var haldinn 24. október 1946. Það var Skógræktarfélag íslands, sem átti upptökin að stofnun þess, en um sama leyti var einnig stofnað Skóg ræktalrfélíag Hafnarf jarðar. Félagið starfaði fyrst í stað í smáum stíl, en ýmsar ráðstafanir voru þá gerðar. Var. félagiö fyrst starfrækt undir forystu Hákonar Bjarnasonar, sem var fyrsti há- skólalærði skógræktarfræðingur- inn hérlendis, en hann var skipað ur framkvæmdastjóri Skógræktar Námskeið fyrir rjúpnaskyttur HJALPARSVEIT skáta í Reykja- vík heldur riámskeið fyrir al- menning í þessari viku, þar sem kennd verður meðferð áttavita og lanðakorts. Námskeiðið er eink- um ætlað fyrir rjúpnaskyttur. Það' er því miður mjög algengt með þá sem rjúpnaveiðar stunda, að þeir villist af réttri leið og; ráfi fram og aftur um óbvggö- ir, algerlega ráðþrota. Er þá jafnvel þeirra eina von að næsta dag verði skyggni það gott að leitarflugvélar- og flokkar geti fundið þá. Og með vetrarveðráttu eins og á íslandi er ekki gaman að eiga líf sitt undir því. En með því að hafa meðferðis áttavita og landakort, og kunna með það að fara geta menn varið öjtu gglir um að komast hjálparlaust til byggða. Er því rjúpnaveiðimönn- um eindregið ráðlagt að sækja þetta námskeið. Það verður hald ið í Iðnskólanum miðvikudags og föstudagskvöld og þeir sem á- huga hafa geta látið innrita sig í Skátabúðinni. Síminn er 12045. Nú vill svo til að íslenzka sjón- varpið verður með útsendingar þessi kvöld og munu því eflaust einhverjir sitja heima af þeim sökum. Þeir ættu þó að hugsa sig um tvisvar því þó að hlýtt sé og notalegt í sjónvarpsstóln- um gæti svo farið að sú seta kostaði þá helst til mikinn kulda síðar meir. félags íslands 1932 og þrem árum síðar varð hann skógræktarstjóri. Skógræktarfélag Reykjavíkur leggur megináherzlu á plöntuupp eldi, en strax upp úr stofnun þess var verndun Heiðmerkur á döf inni. Upphaflegt landflæmi félags ins var 9 ha., en seinna var land keypt af Hermanni Jónassyni en það þótti einkar vel til fallið til ræktunar. Nam þá landflæmið 14 ha.. Var meginhluti þess lands notað undir gróðurreiti og skjól belti og skógarlundi, en skjólbelt ið hefur gert ræktunina. auðveld ari. Eins og áður er igetið liefur Skógræktarfélagið beitt sér mik ið fyrir verndun Heiðmerkur. Var undirbúningur að friðun þess svæð is raunar hafinn 1938 með því að 1359 ha. voru afgirtir, en fyrir því stóð Skógræktarfélag Reykja víkur. Tíu árum síðar kom svo Skógræktarfélag Reykjavíkur til skjalanna og 1940 voru fyrstu veg irnir lagðir þar. 1950 var Heið Framh. á 13. síðu. 25. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐHÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.