Alþýðublaðið - 25.10.1966, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 25.10.1966, Qupperneq 10
t=RitstiórTÖrn Eidsson KR SIGRAÐI VAL 1:0 í ÞÓFKENNDUM LEIK Bikarkeppni KSÍ hefur til þessa, alls verið háð 7 sinnum og átt auknum vinsældum að fagna. í fimm fyrstu skiptin, sem keppnin fór fram, gengu KR- ingar með sigur 'af hólmi. En í 6. sinni fengu Vals- menn rofið sigurkeðjuna, en aftur á þessu ári hafa KR-ingar á ný háfnað í sigursætinu, eftir nauman sigur yfir Val. j 'Úrslitaleikur Bikarkeppninnar íið þessu sinni fór fram á sunnu- daginn var. Veðurskilyrði öll voru hin ömurlegustu. Norðanstormur, frost og meira og minna linnulaust moldviðri. -rMá segja, að það stappi nærri Óivitaskap að etja mönnum, fá- klæddum til keppni, við slíkar að- stæður. En þetta er svo sem ekki eins dæmi í þessu sambandi, knatt spjpnpýfífvöldin virðast nefriF lega áíítaf vera í timaþröng með allt sitt leikskipulag. •KR vann hlutkestið og kaus að leika undan storminum. Sóttu KR- ingar þegar fast og hélzt svo meg- inhluta þálfleiksins. Hins vegar vöruðst Valsmenn vasklega. En þrátt fyrir það, áttu KR-ingar þegar á fyrstu tíu mínútunum tví- vegis allgóð tækifæri, það fyrra er Baldvin skallaði laglega að mark- inú, en það síðara er hann lagði boltann fyrir Eyleif, með ágætri sendingu. Fyrri hættunni bægði Sigurður Dagsson frá með snjallri markvörzlu, en Eyleifur hinni síð- ari, með herfilegum mistökum og lélegu skotj fram hjá. En stuttu síðar bætti hann þó vel fyrir mis- tök sín, með ágætu hörkuskoti, sem Sigurður hins vegar varði mjög vel. Var þetta skot Eyleifs eitt það bezta í öllum leiknum. Ánnars var meirihluti þessa hluta leiksins þófkennt puð á vallar- helmingi Vals. KR-ingar sóttu all fast en Valsmenn vörðust vel. — Markskot og möguleikar nýttust illa, þrátt fyrir tækifæri. Loks á 25. mínútu skeði atvik, sem gerði út um leikinn. Ársæll Kjart- ansson bakvörður, sem kominn var alllangt fram, sendi loftbolta inn að marki Vals, meinleysislega sveif boltinn í áttina að markinu. Einn varnarmanna Vals gaf til Björgvin Schram, formaður KSÍ óskar Bjarna Felixsyni til hamingju með sigurinn. kynna, a'ð hann „hefði boltann”. Sigurður markvörður uggði ekki að sér, treysti félaga sínum, en það traust varð oftraust, og sýnir að bezt er að treysta á sjálfan sig. En boltinn skoppaði „óvenjum vindanna óáreittur inn í markið. — Hér var vissulega um beina slysni að ræða, því að Sigurður hefði getað gripið inn í leikinn með öruggum árangri. En hvað um það. Þetta óvænta ’skot, eða öllu heldur sending, tryggði Bikarinn með KR - ingum næsta ár þrátt fyrir mörg önnur tækifæri miklu betri. En svona getur knatt spyrnan verið duttlungafull. Nokkuð tóku Valsmenn við sér eftir markið og sóttu á gegn stormi og moldviðri en ekki tókst þó að jafna metin. En litlu munaði er Reynir átti gott skot rétt fyrir hlé, en Guðmundur markvörður varði prýðilega. í síðari hálfleiknum kom storm urinn til liðs við Val. Almennt var ástæða til að ætla að Valsmenn myndu herðasig og ekki aðeins jafna metin heldur og fá haldið bikarnum. En það sýndi sig að KR ingar voru fullkomiega á því að halda því sem þeir höf'ðu og vel það. Því þrátt fyrir það að þeir áttu nú gegn storrni að sækja, var þeirra hlutur sízt lakari allan hálfleikinn þeir lögðu á það meg inatriði að senda boltann á milli sín með stuttum og iágum spyrnum og tókst það oft prýðilega Baráttan var að mestu á svæðinu milli vítateiganna en markskot fá og ekki hættuleg. Að undan skyldu skoti frá Gunnari Felix syni síðast í hálfleiknum, en þá bjargaði Sigurður af mikilli fimi og sannaði enn einu sinni ágæti sitt sem markvörður. í leiknum í heild sýndu KR- ingar miklu meiri baráttuvilja en mótherjarnir. Þeir komu til leiks, þess albúnir að leggja sig alla fram og slökuðu hvergi á allan tímann. Þetta kom hvað bezt í ljós í seinni hálfleiknum, þegar þeir áttu gegn stormi að sækja. Beztu menn í liði KR voru þeir Ellert Schram og Gunnar Felixson. Valsliðið sýndi hvergi nærri þann dug sem vænta hefði mátt línian í heild var kraftlítil og ósamtaka, hinsvegar var yörnin sterk en þar bar af, Sigurður Dagsson í markinu. Blkarmeistarar KR í knattspyrnu 1966, fremri röð talið frá vinstri: Ilörður Markan, Einar Isfeld Kristjánsson, Ellert Schram_ Gunn- ár Felixson, Kristinn Jónsson og Óskar Sigurðsson. Aftari röð: Heimir Guðjónsson, Sveinn Jónsson, Ársæli Kjartansson, Þórður Jónsson, Baldvin Baldvinsson, Guðmundur Pétursson, Bjarni Fe lixson, Eyleifur Hafsteinsson, Jón Sigurðsson og Guðjón Jónsson. þjálfari. (Myndir: Bj. Bj.). Magnús Pétursson dæmdi leik inn. Áhorfendur voru á 4. þúS- und, þrátt fyrir hið óhagstæða og kaldranalega veður, og sannar það enn einu sinni, þá hylli sem knattspyrnuíþróttin nýtur meðal almennings. E.B. 10 25. oktöber 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ r

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.