Alþýðublaðið - 25.10.1966, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 25.10.1966, Qupperneq 11
Gunnlaugur skorar fyrir Fram í leiknum við IR. ÍR-ing:ar hindraðir illilega á línu í leiknum við Fram. Ávarp formanns HKRR við setningu Reykjavíkurmóts GóSir handknattleiksmenn og handknattleiksunnendur. í kvöld hefst hér í íþröttahöll inni í Laugardal 21. meistaramót Reykjavíkur í handknattleik. Eru þetta merk tímamót í sögu hand knattleiks á íslandi, því að þetta er fyrsta handknattleiksmótið, sem fram fer í íþróttahöllinni. Þess má einnig geta að á þessu nýhafna starfsári verður HKRR 25 ára og HSÍ 10 ára. Það mun hafa verið von hand knattleiksunnenda að með tilkomu íþróttahallarinnar mundi verða hægt a@ flytja handknattleiksmót flestra flokka í þetta glæsilega hús En í Reykjavíkurmótinu munu aðeins leika hér meistaraflokkar karla og kvenna og 2. f lokkur karla og 3. flokkur karla að hluta. Aðrir flokkar munu leika að Hólogalandi sem áður. Útlit er ekki fyrir það, sem stend ur, að hægt verði að leika hér í fleiri flokkum en munu leika hér ,í Reykjavíkurmótinu og jafn vel vafasamt að hægt verði að láta alla þessa flokka leika hér í íslandsmótinu. Ástæða þessa er sú, að lágmarks leiga fyrir hvert keppniskvöld er svo há, að ekki er útlit fyrir ann að en mótin verði rekin með tapi ef ekki fæst úr þessu bætt. Það hefur sýnt sig að þá daga og kvöld, sem yngri flokkarnir leika er fátt áhorfenda, og ef svo verður áfram , getur svo farið að ekki verði hægt að láta þá leika hér vegna þessa mikla kostnaðar, sem af því leiðir. Ef ekki verður hægt að láta yngri flokkana leika hér, er ég hræddur1 um að tilkoma íþrótta hallarinnar verði ekki sú lyfti stöng fyrir íslenzkan handknatt leik, sem búist var við. Ef íslenzkir handknattleiksmenn hefðu ekki fjöJmennt til vinnu í íþróttahöllinni síðastljðinn vetur hefði ekki verið hægt að hefja keppni hér svo snemma sem gért var. Aftur fyrir nokkrum dögum voru handknattleiksmenn að störfum við að koma búningsklefum íþrótta hallarinnar í þokkalegt ástand Mun HKRR stefna að því að sem flestir flokkar geti fengið tælci færi til að keppa í íþróttahöllinni og vonast til að hlutaðeigandi að ilar muni aðstoða við það eftir föngumt Ávarp þetta átti að flytja við setningu Rvíkurmótsins, en þar sem engir magnarar voru fyrir hendi í íþróttahöllinni var álitið aS sárafáir og jafnvel engir niundu geta heyrt innihald þessa ávarps 25. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Reykjavíkurmótið hafið: Áriiiann vann Þrótt, Fram ÍR og KR Val í mfl. karla Á sunnudagskvöld hófst Reykja víkurmótið í handknattleik með þremur leikjum í meistaraflokki karla. Má segja að nú fyrst sé hafinn þáttur hinnar nýju íþrótta hallar, þar sem þetta er fyrsta op inbera mótið sem hefst þar.. Einn skuggi hvílir á opmm þessa móts og er hann sá að varla má búast við öðru en að Reykjavíkurmótið verði rekið með stórfelldu tapi, vegna iþess að fyrir hvert leik íkvöld verður HKRR að greiða húsinu kr. 5000,00 og er mjög vafa samt að greiddur aðgantgseyrir nái að greiða þennan kostnað. Þetta leikkvöld voru áhorfendur aUmarg ir eða um fimm hundruð, en sá fjöldi hefði nánast fyllt húsið að Hálogalandi en heldur fór lítið fyrir honum á hinum rúmgóðu á- horfendapöllum hallarinnar. Eitt var það sem vakti athygli áhorfenda ó sunnudagskvöldið og var það hve snyrtilega klæddir dómarar leikjanna voru. Voru hvor t^reggja dómari og línuverðlir klæddir búningum Dómarafélags- ins og er það til mikillar fyrirmynd ar o@ á Dómarafélagið þakkir skildar fyrir framtakið. Leikirnir þetta kvöld voru held m- braigðlitlir. Fyrst léku Ármann og Þróttur og var leikur þeirra frekar lélegur. Eftir jafnan fyrri hálfleik sem lauk 4-3 fyrir Þrótt, tóku Ármenningar leikinn i sínar hendur í síðari hálfleik og sigruðu sanngjarnt með 13 mörkum gegn 10. Ekkert sérstakt vakti athygli í þessum leik. Næst léku ÍR og Fram og rak menn í rogastanz þegar staðan var orðin 3-0 fyrir ÍR, en þá tóku Framarar kipp og í hálfleik var staðan orðin 7-6 fyrir Fram. í síðari hálfleik tóku Framarar leik inn í sinar hendur og juku for skotið jafnt og þétt til leiksloka en leiknum lauk með yfirburðarsigri Fram 23:13. Framliðið verður án efa sterkt í vetur, en virtist í þesum leik ekki komið í fulla æfingu, sem kannski er ekki nema eðlilegt. ÍR liðið, sýndi dágóðan leik og má búazt við miklu af þeim í framtíðinni, en liðið er sklpað að mestu leyti ung um og efnilegum piltum. Síðasti leikur kvöldsins var leik ur KR og Vals og komu úrslit hans á óvart þar sem KR sigraði með 16 mörkum gegn 13. Þegar í upphafi leiks tóku KR forystu og hélt henni aUan leikinn út í gegn Karl Jóhannsson skoraði bróður partinn af mörkum KR oig var hann jafnframt bezti maður liðs ins, en með honum léku ungir piltar, sem svo sannarlega komu á óvart með getu sinni. Liðið var allt vel hreyfanlegt og knattmeð Keflavík sigraði Kópavog og Hafnarfjörð um helgina Um helgina voru háðir tveir leikir í Litlu bikarkeppninni, en þátttakendur í henni eru Kefla vík, Akranes, Hafnarfjörður og Kópavogur. Á laugardag sigraði Keflavik Hafnarfjörð með 5 mörkum gegn 1 í Keflavík. Á sunnudag léku Keflavík og Kópavogur á Kópavogsvelli. Keflavík sigraði með 3 mörk- um gegn engu. Nú er aðeins einum leik ó- lokið í keppninni, milli Akra- ness og Keflavikur, en hann fer fram í Keflavík á sunnudag kl. 2. Staðan í keppninni er þessi: Keflavík 5 4 0 1 18:3 8 Akranes 5 3 1 1 22:6 7 Hafnarfj. 6 2 2 2 9:17 6 Kópav. 6 0 1 5 4:27 1 ferð ágæt. Lið Vals olli vonbrigð um í þessum leik og virðist það langt frá því að vera komið í góða æfingu. Næstu leikir Reykjavíkurmóts- ins fara fram um næstu helgi, á laugardag leika yngri flokkar og kvennaflokkar, en á sunnudag held ur keppni í meistaraflokki karla

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.