Alþýðublaðið - 25.10.1966, Page 14
Að ríða gráu
Framliald af 6. síðu.
Fljótið þræðir þrönga ála,
þungt og mótt af krapaförum.
Þó er vökin þíð sem áður
þar sem bæjarlindin streymir.
- Þessar einföldu, yfirlætislausu
fnyndir þykja mér fallegri og
skáldlegri en flest annað í bók
fíeiðreks Guðmundssonar; efnið
er kunnugt, mál og kveðandi hefð-
bundið, en í allri hófsemi, ein-
feldni sinni miðla þessi kvæði
einliverju nýju; þau eru óbrotin
og einlægnisleg en virðast samt
leyna að baki sér miklu meiri efni-
við en þau láta nokkurntíma uppi,
efni sem sé skáldinu hugleikið,
nærtækt og líklega skáldskapar-
vænlegra en margt sem hann
kveður um meira mál, berari orð-
um. „Einfeldnin” er aðferð þeirra,
raunverulega eru þau ort af veru-
legri iþrótt; „raunsæi” þeirra
stafar af því hve stranglega eru
vinzaðir burt óþarfir þættir mynd-
arinnar. En því miður eru ekki
nema fá kvæði í bók Heiðreks
Guðmundssonar sem njóta þessar-
ar aðferðar að nokkru gagni og
ekkert sem heldur henni lengra
áfram. — Ó.J.
Rjúpnaveiðibann
Rjúpnaveiði og allt fugl'adráp er strang-
lega bannað í löndum
Óttarsstaða, Lónakots og Hvassahrauns
sunnan Hafnarf j arðar.
Landeigendur.
■WWWWWWWWMVMWMWWWM4WWMWMWWWM
Kaupum hreinar
léreftstuskur
i>
«>
<»
i
Prénfsmiðja
AJþýðuhlaðsins
WWVMMWWWWWMMWWWMWWWWWWMMWWWWW
BORIM munið regluna
heima klukkan 8
Auglýsingasími AlþýSublaðsins er 14906
-----------------------------------------j
f %
1[4 25. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Minningarorð:
Línbjörg Árnadóttir
Línbjörg Ámadóttir, Fálkagötu
30 hér í borg verður jarðsungin
í dag kl. 1,30 frá Dómkirkjunni.
Hún andaðist 17. þ.m. eftir lang
varandi og erfið veikindi. Hún var
lögð inn á sjúkrahús í maímánuði
sl., afn ekki reyndfst unnt að
stöðva sjúkdóm þann, er hún gekk
með, og fluttist hún síðan 'heim.
Síðustu tvo mánuðina var vak
að yfir henni dag og nótt, og gerðu
það börn hennar og tengdabörn.
Slíkur kærleiksvottur og þjónusta
er því miður ekki alltaf virtur sem
skyldi og er þetta dæmi til fyrir
myndar, og áreiðanlega heilla
drjúgt framlag til örlagadísanna
frá þeim er hlut eiga að máli.
Línbjörg fæddist að Mosfelli í
Svínadal, Austur—Húnavatnssýslu
hinn 16. júní 1896. Foreldrar henn
ar voru þau Halla Guðlaugsdóttir
Óg Árni Hallgrímsson, er þar
bjuggu og ólst hún upp hjá þeim.
Línbjörg fluttist til Reykjavíkur
1922, og hér skilaði hún sínu ævi
starfi. Hún stundaði jafnan ýmsa
daglaunavinnu verkakvenna, eink
um fiskvinnu og þvotta, en síð
ustu árin vann hún í veitingastofu.
Hún var virkur félagi í V.K.F.
Framsókn og igegndi þar ti'únaðar
störfum. Var 'hún fulltrúi féla'gs
ins á þingum Alþýðusambands ís
lands um langt árabil og átti
sæti í trúnaðarmannaráði þess.
Skoðanir hennar á félagsmálum
voru fastmótaðar, og var hún eng
inn veifiskati eða flysjungur. Auk
þátttöku sinnar í félagi verka
kvenna, tók hún með lifandi á
huga þátt í starfi Alþýðuflokksins
frá því er hún fluttist til Reykja
víkur. Var hún í gamla Jafnaðar
mannafélaginu og æ síðan flokks
bundin og starfandi með brenn
andi áhuga, að málefnum flokks
ins.
í trúmálum var Línbjörg frjáls
lynd en ákveðin sem í öðru, og
fylgdist vel með því, er igerðist í
andlegum málum. En þrátt fyrir
þennan mikla áhuga í félagslegum
\
Línbjörg- Árnadóttir.
efnum, og það mikla og óeigin-
gjarna starf, er hún innti þar af
hendi, þá var heimilið og börnin
hennar jafnan í fyrsta sæti. Fyrir
þau vildi hún öllu fórna, og fyrir
því vann hún öllum kröftum að
koma þeim til manns. Þau áttu
alltaf athvarf hjá henni, gátu jafn
an til hennar leitað, og gerðu
þegar þeim fannst rétt eða nauð-
synlegt. Ein heitasta ósk hennar
var að þau eignuðust þak yfir
höfuðið, og varð að þeirri ósk
sinni. Kynslóð Línbjargar þekkti
og skildi hvílíkt böl húsnæðis-
vandræðin og atvinnuleysið var
fyrir vinnandi fólk. Allt lífsvið-
horf mótaðist af nauðsyn þess að
vinna gegn slíkum vágestum í
þjóðfélaginu.
Línbjörg eignaðist 7 börn, en
missti tvö þeirra komung. Hin 5
lifa enn og eru þessi: Lárus hús-
gagnasmm. kvæntur Lilju Bryn-
jólfsdóttur, Guðrún gift Stefáni
Bogasyni lækni. Steinunn gift Ein
ari Helgas. bókbindara. Hallgerð-
ur gift Gunnlau'gi Kristjánssyni
aðalbókara og Áslaug gift Helga
Jasonarsyni pípulagningameistara.
Öllum þeim og öðrum aðstend
endum votta ég dýpstu samúð
mína, um leið og ég leyfi mér a3
minna á þá huggun harmi gegn,
að lífið er eilíft og dauðinn aðeins
þáttaskil, og gott da'gsverk geymir
þá erfð, sem hverjum manni er
bezt,- og sem er í valdi hinna eftir-
lifandi að ávaxta. Ef merkið er
hafið á loft eftir fall merkisbai'ns,
þá er greidd þakklætisskuld við
hinn burtflutta, og skilað árangri
áfram til næstu kynslóðar. Ekkert
myndi gleðja meira vinkonu mína
Línbjörgu ekkert vera nær skap
lyndi 'hennar og gerð
Miklar þakkir á Línbjörg fyr
ir öil störf hennar í félagsmálum
og tek ég mér hér leyfi til að
tjá þær hér að lokum þessara fá
tæklegu kveðjuorða.
Hafðu heila þökk mína fyrir all
ar samverustundir og allt samstarf
ið í verkakvennafélaginu og Al-
þýðuflokknum.
Hvíl í friði.
Yinkona og félagssystir.
Frímerki
Framhald af 7. síðu.
brigða dómgreind hans og trausta
þekking gerðu hann að mikil-
menni.
SERVÍETTU-
PRENTUN
Sími 32-101.
Hollusta hans við þann málstað,
er hann trú'ði á, var réttlát og ó-
bifanleg. „Ósigur krefst enn meiri
átaka,” ritaði hann eitt sinn. „Vér
munum duga betur næst.” Þess-
ir eiginleikar hans, ásamt framúr-
skarandi herstjórnarhæfileikum
voru það afl, sem tryggði sigur
komandi ára.
Það var hinn 30. apríl 1789, sem
Washington vann embættiseið sinn
— gaf skuldbindingu um að fram-
ikvæma störf forseta Bandarí'kj
anna og trúmennsku og ,varðveita“
vernda og verja stjórnarskrá
Bandaríkjanna” af fremsta megni.
George Washington lagði niður
forsetastarfið árið 1797 og færðist
eindregið undan því að gegna
embætti þjó’ðhöfðingjans lengur
en í átta ár. En Ameríkumenn
munu minnast hans um ókomin
ár og í albúmum frímerkjasafn-
ara er ekki ólíklegt, að merki
hans skorti í heiðurssæti „serí-
unnar” „Mei'kir Ameríkumenn.”
ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar blaðaburðar-
fólk i eftirtalin hverfi:
Miðbæ, I. og II.
Hverfisgötu, efri og neðri,
Laugarneshverfi
Laufásveg
Lönguhlíð
Laugarás
Laugarteig
Voga
Kleppsholt
Sörlaskjól
Laugaveg neðri
Skjólin
Gnoðavog
Sólhcimar
Álíheima
Hringbraut
Tjarnargötu
Miklubraut
Laugavegur efri
Seltjarnarnes I.
Eskihlíð.
Alþýðuhlaðið sími 14900.