Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 2
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. október 1966 SÚEZSTRÍÖIÐIII. Innrásin hefst Um þessa helgi eru liðin tíu ár frá innrás Breta og Frakka í Egyptaland, en áður höfðu ísraelsmenn gert innrás í landið. Höfðu aðgerðir allra þessara aðila ver ið samræmdar á leynifundum vikurnar áður, og á fundi sem haldinn var í Sévres í Frakklandi, hafði verið gengið frá leynilegu samkomulagi um þessar aðgerðir. Frá undirbúningi Súezstyrjaldarinnar hef- ur áður verið sagt í greinum í Sunnudags Alþýðu- blaðinu, 2. og 16. október síðastliðinn, og kemur nú þriðji og síðasti þáttur frásagnarinnar, og fjallar hann um sjálf hernaðarátökin. SíSari hluta dags 29. október 1956 isvifu 395 ísraelskir fall- hlífarhermenn til jarðar við Mitla, 45 kílómetrum austan við Suez. Samtimis voru helztu varð stöðvar Egypta við landamærin teknar herskildi og ísraelskir her menn héldu inn á Sinaieyðimörk ina. Franskar herflugvélar, sem höfðu verið á Kýpur, vöru um jp‘" '.MEMTERRANEAN SBA P ^V^PORT FUAD I Kort af Súezsvæðinu leið fluttar til ísrael, og fransk ar flutningavéiar sáu ísraelsku hermönnunum fyrir vopnum og vistum, sem voru látnar falla niður til þeirra í fallhlífum! Um kvöldið liófu Bretar eftirlitsflug yfir flugvelli í Egyptalandi óg brezkum hersveitum var komið fyrir í Jórdaníu við landamæri ísraels til að hindra, að þaðan jværi r^iizt aftian afi ísracls- mönnum. Morguninn eftir kom brezka ríkisstjórnin saman til fundar og samþykkti þar það :sem áður hafði verið ákveðið. Sumir í’áð herranna kvörtuðú yfir bví að þeir fengju skamman frest til að skoða hug sinn, en Eden sagði, að þeir gætu valið á milli þess að samþykkja ákvarðanir hans og þess, að hann segði af sér. Um hádegið komu þeir Moll et forsætisráðherra f^rakklands og Pineau utanríkisráðlierra til London, og klukkan 4.15 síð- degis afhentu þeir Kirkpatrick ráðuneytisstjóri í brezka utan- ríkisráðune.vtinu og Pineau utan ríkisráðherra Frakklands sendi herrum Egyptalands og ísraels úrslitakosti. í þeim var ríkis- stjórnum beggja landanna skip að að kalla heri sína burt af tíu mílna breiðu belti beggja vegna skurðarins, og leyfa Bret- um og Frökkum að hernema það svæði til verndar skurðinum. Að öðrum kosti mundu Bretar og Frakkar beita hervaldi til að framkvæma þetta. Tekið var fram að hernám skurðarins ætti aðeins að vera ,,til skamms tíma“, en þetta sama orðalag hafði Gladstone notað árið 1882 þegar herseta Breta í Eg.vpta- landi hófst, en hún stóð sam- fellt í sjö áratugi. Eins og búizt var við féllst stjórn ísraels á úrslitakostina, enda voru ísraelskir 'hermenn enn langt frá skurðinutn, og skilmálarnir gáfu þeim kost á talsverðri framsókn enn. Eg- yþtaland hafnaði þeim hins vegar að sjálfsögðu. Nasser virð ist hafa haldið að Bretar mundu ekki gera alvöru úr hótun sinni og sendi allan þann herafla sem tiltækur var gegn ísraelsmönn um á Sianaieyðimörkinni. Samkvæmt áætluninni var gert ráð fyrir að Bretar hæfu } loftái’ásir á egypzka flugvelli í . dögun 31. október, hálfum öðr ; um sólai’hring eftir að frestur inn rann út. Af þessu varð þó ekki. Ben Gurion varð æfur vegna þessax-ar tafar og hótaði að flytja burt aftur fallhlífar- hermennina við Mitla. Dayan herráðsforseti kom þó í veg fyrir það, en þetta voru þær einu her sveitir ísraelsmanna, sem hægt var að segja að stofnuðu öryggi skui’ðai’ins í hættu og gátu þann ig réttlætt þær aðgerðir, sem Bretar og Frakkar voru að leggja í. Og þrátt fyrir hik- Breta liafði ísralesmönnum tek- izt að ná yfirráðum i lofti yf- ir Sinaieyðimöi’kinni, og að kvöidi 31. október hafði her- mönnunum við Mitla borizt liðs auki frá skriðdrekasveit, sem hafði ætt þvert yfir eyðimörk ina. ísrelska stjórnin var sigur viss. því að Frakkar liöfðu breitt vei’ndarvæng sinn yfir borgir í landinu og sent flug vélar þeim til varnar, og frönsk herskip voru lögð af stað á- leiðis til Egyptalands. Fyrsta skotinu af hálfu bandamanna var hleypt af frá freigátunni Kersaint en hún skaut á eg- ypzkan tundurspilli. Einhver vafi lék þó á um þjóðerni tund ui’snillisins, því að Barjot að- míráll sagði í skeyti til Parísar um þenr.r::-i ntburð: „Hef lask að egvozkan tundurspilli. En ekki alveg viss um að hiann sé egypskur. Ef þetta reynist ranet, þá er ekki um að ræða yfirlagða árás á sjötta (bandaríska) flot arin. . . “ Bretar höfðu fi’estað loftárás unum af því að þeir vildu ekki hætta flugvélum sínum í bardaga við orrustuþotur Egvpta að degi til. Þá bárust einnig fregnir um, að fimmtán banda- rískar flutningavélar biðu ferð búnar á flugvellinum við Kairó eftir að flytja bandaríska þegna burt frá höfuðborginni, og Bret ar vildu ekki hætta á að valda Bandaríkjamönnum t.jóni. í ljósa sk'ptunum um kvöld'ð hófust árásirnar þó og stóðu stapzlaust í næstu tvo sólarhringa. Loftá- rásirnar sýndu Nasser að Bretar og Frakkar hefðu meint liótanir sínar. og komu honum til að bm'ita um st.efnu. Egyoz.kar her sveitir höfðu barizt hi’austlega gecrn ísraelsmönnum á Sinai- skaga, og valdið því meðal ann Egypzkir fangar í höndum Israelsmanna. ars, að enn hafði ekki verið ráðizt á Gazasvæðið, en nú var mikill hluti heraflans fluttur frá eyðimörkinni til höfuðborgarinn ar, og á Suezsvæðinu var starfs mönnum við skurðinn greidd mánaðarlaun fyrir fram, og þeim sagt að búa sig undir skæruhernað. Þá voru einnig gefin fyrirmæli um að teppa skui'ðinn með því að sökkva í hann skipum, sem áður væru fyllt af steinsteypu, og var 47 skipum þannig sökkt næstu tvo sólarhringa Síðar sprengdi Sýr landsher í loft upp tvær dælu- stöðvar á olíuleiðslunni frá ír- ak, þannig að aðgei’ðir Breta Og Frakka urðu í-aunverulega til þess að koma á því, sem þær voru sagðar eiga að hindra: töf um á olíuflutningum. Samtímis loftárásunum hófst áróðursherferðin. Milliónum flugrita var varpað niður yfir landið, og útvarpsstöðvar á Kýp ur sögðu Egypt.um, að þetta hefðu þeir fyrir að setja traust sitt á leiðtoga eins og Nasser. Þessi áróðursherfei’ð mun frem ur hafa haft öfng áhrif en þau sem til var ætlazt og staða Nassers styi’ktist heldur en hitt við árásina. En enn var bið á að þessnm hernaðarað- gerðum væri fýlgt eftir. Hei’- flutningaskinin frá Möltu áttu enn eftir ófarnar 500 sjómílur til Egvntalands og fallhlífarsveit irnar voru enn um kyi’rt á Kýp ur. Heima fyrir var brezka stjórn in onn ekki farin að eiga í veru loCT„*n vandræ^um vegna að- gerða sinna, en í öðrum lönd- um naut hún vægast sagt tak- markaðs skilnings. S'imiim and mælum svöruðu brezkir ráða- menn með hefðbundnum hroka, eins og þegar Kirkpatrick ráðu neytisstjóri tjáði sendiherra Jú- góslavíu að „Stói-a-Bretland leggur ekki í vana sinn að leita ráða hjá smáríkjum á Balkan- skaga“, en þessari aðferð var ekki hægt að beita gegn öli- um. Bandaríkjastjórn hélt engan veginn að sér höndum, eins og lEden hafði vonað að hún gerði, þrátt fyrir allt. Sti’ax 30. október höfðu Bandaríkin boi’ið fram á lyktunartillögu í Öryggisráð- inu, þar sem skorað var á allar þjóðir að beita vopnavaldi til lausnar deilurn í Austurlöndum nær. Þessa tillögu felldu Bi’etar og Frakkar með neitunarvaldi. Tveimur dögum síðar báru Bandaríkjamenn fram tillögu á Allsherjarþinginu, þar sem kraf izt var vopnahlés í Egyptaiandi, og var sú ályktun samþykkt með 64 at.kvæum gegn 5- hvorki Bretland né Frakkland ereiddu atkvæði um þá tillögu. Strax áð þessu loknu hóf Pearson utan ríkisráðherra Kanada að vinna að áætlun ásamt Hammarskjöld um að hersveitir Sameinuðu þjóðanna leystu hei’sveitir Breta og Frakka af hólmi á Suez- svæðinu. Þessi fi-amvirida mála lijá Sam einuðu þjóðunum gei’ði það að verkum að Bretar og Frakkar urðu að hafa hraðan á, pf ein- hverjar hersveitir frá ■ þessum þjóðum ættu að ná til Egypta- lands í tæka tíð. Og það jók á nauðsyn þess að flýtt yrði inn- rásinni, að ísraelsmenn voru að kvöldi 4. nóvember búnir að vinna þá sigra, sem þeir höfðu ætlað sér. Gazasvæðið var fall ið í hendur þeim, og þeir höfðu Framliald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.