Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 6
6 Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. október 1966 „Málinu er þannig háttað“, sagði O’ Malley, „að náungirín hefur verið tæld ur upp í bíi. Hann hefur setið í fram- sætinu í bílnum og einhver í aftursæt- inu skaut hann í hnakkann, og síðan fleygðu þeir honum út í Momingside Park. Við vitum ekki hver hann var, og við vitum ekki hverjir þeir voru, og við erum ekkert nálægt því að kom ast að því, en Iiins vegar verðum við að líta á staðinn þar sem þeir fundu hann. Hérna er það.“ Við gengum út og litum á staðinn. „Það þekkir enginn náungann", sagði O’Malley, „svo að hann er kannski að- komumaður. Allt hefur verið tekið úr vösum hans og það er ekki einu sinni eftir merkispjald eða þvottahússmiði til að fara eftir. Hvernig færir þú að því að leysa svona gátu?‘! Hann tók litaðan pappír upp úr gras inu, síðan annan eins og þá hinn þriðja og hinn fjórða. Á miðunum stóð torg, 40 C, og þeir voru númeraðir í röð. „Þetta eykur enn á vandann“, sagði hann. „Hvers vegna?“ spurði ég. „Þetta er bara sá hluti bíómiða, sem gesturinn heldur eftir. Það getur hver sem er hafa fleygt þeim“. „Alveg rétt. Og það getur vel legið þannig 1 því. En þetta er allt sem við höfuiíi í höndunum. Ef ég væri að skoða í vasa einhvers mundi ég trúlega líka fleygja þeim, því að þeir hefðu enga þýðingu. Það eru hundruð af torgum til hér í borginni og við öll þeirra standa kvikmyndahús sem bera sama nafn og þdu. Og við vitum ekki einu sinni, hvort mlðarnir eru úr þessari borg. Það eru til: margar aðrar borgir. En við verðum samt að spyrja okkur áfram. Hann fannst á Manhattan, svo að við byrjum í Brooklyn. Hefði hann fundizt í Brook- lyn, hefðum við byrjað á hinum end- anum.“ Við fórum til Brooklyn. í sjötta kvik- myndahúsinu þekktust miðarnir. „Þér munið víst ekki hver keypti þessa miða, ljúfan?" spurði O’Malley. „Alveg útilokað”, svaraði miðasölu- stúlkan. „En getið þér sagt mér hvenær þeir voru notaðir?" „Já, það veit ég með vissu," svaraði stúlkan. „í gærkvöldi. Það sést á núm- erunum. „Ekki kom mikið út úr þessu“, sagði O’Malley, þegar við ókum á brott. „Þetta kom okkur ekkert áleiðis. Nú erum við aftur í sömu sporum og þeg ar við byrjuðum, og við verðum að reyna eitthvað annað. Ég ætla að hringja á stöðina." Hann fór inn í símaklefa og ég beið, þar til hann kom út aftur. „Þeir eru búnir að þekkja hann“, sagði liann. ,Hann kom frá Buffalo. Hann var með mikið af peningum á sér og ætlaði til Parísar. Farangurinn hans stóð á hafnarbakkanum, en hann skilacji. sér ekki. Hann þekkti engan í New York svo að þetta hefur trúlega viljað til á þessa leið: Hann hefur hitt einhverja náunga, sem hann hefur aldrei séð áð- ur, og þeir hafa komið auga á pening- ana hans og sagt: Við skulum fara á þennan stað og skemmta okkur svolítið. Hann hefur samþykkt það. En hann fór aldrei lengra en í Morningside Park. Hvernig færir þú að því að komast að því hverjir þetta voru? Þú gætir það ekki? — Jæja, en nú verð ég að hlaupa og koma auglýsingu í blaðið". Við stönzuðum við auglýsingaskrif- stofu og O’Malley skrifaði auglýsinguna. Hún var á þessa leið: „Fundið. Verðmæt ur demantshringur með áletrun fannst á fimmtudagskvöld í kvikmyndahúsi við I-torg. Eigandi er beðinn að hringja í Bryant 0001“. Það var símanúmerið mitt. „Hvaða hringur er þetta?“ spurði ég. Hann lét mig fá hringinn. Hann var með stóran hvítan demant, og í gullið innan á var grafið: „Fide, sed cui vide“. „Þetta er fínn hringur, sagði ég, og hann hlýtur að vera mörg þúsund doll- ara virði. Og þetta er skynsamleg áletr- un: „Trú, en gá að hverjum”. En hvaða samband hafði hringurinn við málið? Átti dauði maðúrinn hann?“ ,Hann fannst á honum.“ , „En hvers vegna segir þú, að hann hafi fundizt í kvikmyndahúsi? Hver býstu við að svari auglýsingunni?" „Heyrðu mig nú,“ sagði O’Malley. „Þú hefur ekkert illt af því, sem þú veizt ekki. Ef ég segði þér, hver svarar kann- ske auglýsingunni, er ekki víst að ég gæti haft eins mikið gagn af þér. Allt sem þú þarft að gera, ef einhver hring- ir og spyr um hringinn, er að segja að þú hafir fundið hann undir sæti í kvik- myndahúsinu. Fyrst hafir þú ætlað að skila honum í miðasöluna, en þá sástu að hann var verðmætur og ákvaðst að auglýsa hann. Morguninn eftir birtist auglýsingin í mörgum blöðum. Síðdegis var hringt og klukkutíma síðar kom fyrirspyrjandinn heim til mín. Það reyndist vera lítill, feitur dökkleitur maður. Hann horfði fast á mig. „Eruð þér með hringinn?" spurði hann. „Já ég er með hann. Getið þér lýst honum?“ „Já, það stendur inni í honum: Fide, sed cui vide“. „Það er rétt“, viðurkenndi ég. Ég lét hann fá hringinn og hann dró seðlabunka upp úr vasanum. „Ég þarf ekki að fá neitt,“ sagði ég. „Þér eruð heiðarleg sál,“ sagði hann, „en þótt þér verðið þúsund ára, fáið þér ekki eyri.“ Hann gekk út og ég fór út að glugg anum og leit niður. Hann steig upp í ^íl handan við götuna og ók burt. Þá hringdi ég í O’Malley. ,Varstu sofandi?“ spurði ég hann. „Hvers vegna hugsaðirðu ekki um að gera þitt hérna? Það kom hingað maður og heimtaði hringinn og ég lét hann fá hann, og nú er hann farinn.“ „Hvað viltu þá gera? Leika spæjara?" spurði hann. Daginn eftir hringdi hann í mig. . Ég fór til fundar við hann og við ókum til Brooklyn. Þetta var ömurleg gata með húsum, sem einu sinni höfðu verið virðu leg. Allt í kring voru menn í borgara- legum klæðum, en þeir sem ekki gátu séð að það voru lögreglumenn, liefðu átt að flytja til tunglsins. Fjórir gengu upp á þriðju hæð í einu húsinu og opnuðu. Inni voru þrír menn, einn af þeim mað- urinn, sem hafði sótt hringinn. Þeir veittu enga mótspyrnu, því að lögreglu- mennirnir höfðu yfirhöndina. „Nú fæstu kannski til að segja mér hvað þetta allt þýðir?“ sagði ég við O’ Malley, þegar búið var að flytja þá burt. „Þú hefur auðvitað látið skyggja mann- inn, sem sótti hringinn, og hann hefur leitt þig að hinum.“ „Rétt til getið. Það var þannig, sem ég gat mér til um allt saman. Dauði maðurinn hitti þessa þrjá náunga. Þeir sáu seðlana hans og komu sér í mjúk- inn hjá honum og fengu liann til að fara með sér.“ „Ég átti ekki við það. Ég átti við hringinn," sagði ég. „Hringinn, já. Hann var í handar- krika dauða mannsins. Þegar einn þeirra dró hann út úr bílnum og liélt höndun um undir handleggjum mannsins, rann hringurinn af og varð eftir. Hringnum var stolið fyrir fáeinum árum. Ég gerði ráð fyrir að hann væri nógu mikils virði til þess, SS maðurinn hætti á að fnra og leita að lionum ef hann vissi, hvar hann hefði týnt honum. En hann vissi greinilega ekki hvar það var, og ef þeir hefðu farið og í kvikmyndahúsið og Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.